Fara í efni

Bæjarstjórn

570. fundur 26. mars 2003


Miðvikudaginn 26. mars 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Ingimar Sigurðsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Lúðvík Hjalti Jónsson.

Fundargerð síðasta fundar staðfest.


1. Lögð var fram fundargerð 328. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 13. mars 2003 og var hún í 8 liðum.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
3.liður samþykktur samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 17. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 14. mars 2003 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 18. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar dags. 20. mars 2003 og var hún í 1 lið.
Til máls tóku Árni Einarsson, Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 270. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dags. 11. mars 2003 og var hún í 3 liðum.  
Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
5. Lögð var fram fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dags. 10. mars 2003.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð Eigendafundar í Eigendafélagi Æskulýðs- og Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 16. janúar 2003.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 189. fundar stjórnar Sorpu bs. Dags. 10. mars 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 254. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 10. mars 2003 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
9. Lögð var fram fundargerð 186. fundar Launanefndar sveitarfélaga og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
10. Langtímaáætlun Seltjarnarnesbæjar 2004-2006.  Síðari umræða.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fulltrúar NESLISTANS leggja fram eftirfarandi bókun vegna Langtímafjárhagsáætlun 2004-2006:

Langtímafjárhagsáætlun 2004-2006 liggur nú fyrir.  Gert er ráð fyrir að tekjur og gjöld hækki um 3.2% vegna verðlagsbreytinga öll árin.  Ekkert tillit er tekið til fyrirsjáanlegrar tekjulækkunar í þessari áætlun vegna mikillar fjölgunar einkahlutafélaga.  Að þessi tekjulækkun fáist að fullu bætt úr sjóðum ríkisins er ekki líklegt, sérstaklega ekki hjá þeim sveitarfélögum sem ekki fullnýta álagningarheimildir sínar, eins og fulltrúar NESLISTANS hafa áður bent á við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2003.  Telja fulltrúar NESLISTANS því tekjuhliðina ófáætlaða og vara við slíkum vinnubrögðum.

Við lestur á ráðstöfun rekstrarafgangs er að finna upptalningu á nokkrum verkefnum, m.a. endurnýjun eða nýbyggingu við sundlaugina.  Það er í sjálfum sér mjög gott verkefni og nauðsynlegt, en það er afar sérkennileg stjórnsýsla sem bæjarfulltrúar á Seltjarnarnesinu búa við.  Þeim er gert að lesa um það í fjölmiðlum að nú standi fyrir dyrum endurbygging á sundlauginni á Nesinu, áður en formlegar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdirnar á bæjarstjórnarfundi.

Fulltrúar NESLISTANS munu áfram sem hingað til styðja góð verkefni en þriggja ára áætlun er stefnuyfirlýsing meirihluta sjálfstæðismanna, sem  tíunduð eru verkefni án nokkurrar skýringar eða greinargerðar, sem fulltrúar NESLISTANS hafa ekkert komið að og munu fulltrúar NESLISTANS því sitja hjá við afgreiðslu.

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)      (sign)

     Árni Einarsson
                      (sign)

 

Bæjarstjóri f.h. meirihluta SJÁLFSTÆÐISFLOKKS lagði fram eftirfarandi bókun:

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2004 til 2006 undirstrikar álit sérfræðinga um trausta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og ber vitni um áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu langtímalána og metnaðarfulla þjónustu við íbúa á hagkvæmum skattkjörum.  Ekki er gert ráð fyrir hækkun á álagningu opinberra gjalda á tímabilinu frekar en í fjárhagsáætlun þessa árs.
Við gerð áætlunarinnar var að þessu sinni notuð ný framsetning er tryggja á samræmi í reikningsskilum sveitarstjórna.  Í áætluninni er gert ráð fyrir 3.2% hækkun tekna og rekstrargjalda árin 2004-2006.  Gengið er út frá að á miðju árinu 2003 verði skammtímalánum fyrir allt að 100 milljónir skuldbreytt í hagstæðari langtímalán.
Áætlunin gerir ekki ráð fyrir íbúafjölgun á Seltjarnarnesi þar sem áhrif vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á Hrólfsskálamel og Suðurströnd liggja ekki fyrir á þessu stigi.  Þó er ljóst að fjölgun íbúða er nauðsynleg til að koma til móts við óskir íbúa um meiri framboð húsnæðis og mun að auki leiða til enn betri afkomu í rekstri bæjarfélagsins en gert er ráð fyrir í þessari áætlun.
Þá eru sett fram metnaðarfull markmið um nýframkvæmdir og endurbætur, m.a. stækkun tónlistarskóla bæjarins, endurbætur á þjónustukjarnanum á Eiðistorgi og sundlaug bæjarins og veglegu átaki í gatnaframkvæmdum og fegrun bæjarins. Þá verður um 65.000.000 kr. varið til almenns viðhalds á ári á tímabilinu.  Óhætt er að hafna tíðum málflutningi minnihlutans um skeytingarleysi um viðhald fasteigna bæjarins.  Í nýlegu viðhaldsmati sérfræðinga á fasteignum bæjarins, kemur fram að fasteignir bæjarins eru almennt í ágætu viðhaldi.  Í sömu skýrslu er heildarviðhaldsþörf næstu 5 ára lauslega metið á bilinu 116-175 m.kr. eða um 23-25 m.kr. á ári er langt innan áætlaðra marka.

    Jónmundur Guðmarsson
     (sign)


Nýtt form vegna bókunar á bæjarstjórnarfundum verður sent bæjarfulltrúum.

Langtímafjárhagsáætlun 2004-2006 samþykkt með 4 atkvæðum.  3 sátu hjá.
  
 11. Lagt fram bréf dags. 20. mars 2003 undirritað af Ragnari Atla Guðmundssyni varðandi tillögu að aðild Seltjarnarneskaupstaðar að Fasteign h.f.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson, og lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun bæjarstjórnar:

Miðað við þær forsendur sem settar eru fram í viðskiptaáætlun fyrir Fasteign h.f. má reikna með allnokkrum fjárhagslegum ávinningi fyrir Seltjarnarnesbæ að selja fasteignir sínar að hluta eða öllu leyti til félagsins.  Miðað við að unnt væri að tryggja viðunandi raunávöxtun þess fjár sem bærinn fengi greitt út við sölu fasteigna til Fasteignar h.f. gæti árlegur ávinningur sveitarfélagsins orðið nokkur eða á bilinu 15-30 millj.kr. á ári miðað við gefnar forsendur.  Ávöxtun fjármagns o.þ.l. væntur hagnaður er hins vegar mjög næmur fyrir breytingum á ávöxtun, ekki síst þegar til lengri tíma er litið.
Núverandi fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar er traust en ljóst er að ávinningur einstakra aðila af rekstri fasteignafélagsins, þ.m.t. sveitarfélaga, ræðst allnokkuð af fjárhagslegum forsendum hvers og eins.  Þannig er t.d. ljóst að það sem komið getur einu sveitarfélagi vel, svo sem möguleikar á skuldbreytingum, frekari atvinnuuppbygging o.fl. þarf ekki að vega eins þungt í rekstri annarra sveitarfélaga sem öðruvísi háttar um.
Ljóst er að um nýstárlega viðskiptahugmynd er að ræða sem jafnframt felur í sér brautryðjendastarf í fasteignarekstri fjármálastofnana og opinberra aðila á Íslandi.  Á hinn bóginn er einnig ljóst að aðild felur í sér vissa áhættu fyrir Seltjarnarnesbæ til skemmri tíma litið, a.m.k. á meðan fasteignafélagið er enn í mótun, ekki er komin reynsla á hið nýja rekstrarform og ekki er komin skýr mynd af hagkvæmni í eigin fasteignarekstri bæjarins í nýstofnuðum eignasjóði Seltjarnarnesbæjar á grundvelli reglna um reikningsskil sveitarfélaga.
Niðurstaða bæjarstjórnar er því sú að ekki sé tímabært fyrir Seltjarnarnesbæ að taka ákvörðun um inngöngu í eignarhaldsfélagið Fasteign h.f. á þessu stigi máls, heldur beri stjórnendum bæjarins þess í stað að fylgjast vel með framvindu mála í rekstri Fasteignar, þar til betur  er ljóst hvaða langtímahagsmuni bæjarfélagið sem sérstök rekstrareining hefði að mögulegri aðild.

Samþykkt samhljóða.

12. Erindisbréf fastanefnda.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Ingimar Sigurðsson og Ásgerður Halldórsdóttir.  Samþykkt að formenn nefnda taki erindisbréfin til umsagnar á næsta fundi viðkomandi nefndar.
Athugasemdir verða sendar bæjarstjóra til samræmingar áður en til afgreiðslu bæjarstjórnar kemur.
Stefnt að afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Önnur mál:

13. 
a) Tilnefning D-lista í yfirkjörstjórn (varamenn)
Magnús Erlendsson, Sævargarðar 7, Seltj.
Álfþór B. Jóhannsson, Látraströnd 2, Seltj.

Samþykkt samhljóða.

 b) Atvinnumál ungmenna.
Sunneva Hafsteinsdóttir leggur fram svohljóðandi tillögu minnihlutans:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja til að garðyrkjustjóra verði falið að undirbúa atvinnuskapandi verkefni fyrir þann stóra hóp skólafólks sem horfir fram á atvinnuleysi í sumar.  Hér er sérstaklega um að ræða unglinga fædda 1985 og 1986.  Á síðasta ári var atvinnuleysi hjá þessum hópi ungmenna umtalsvert og líklegt að það verði ennþá meira núna.  Garðyrkjustjóra er falið að koma með tillögur að verkefnum og áætla fjármagn til þessa verkefnis til bæjarstjórnar.  Gera verður ráð fyrir sérstakri fjárveitingu vegna þessa í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2003.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir  Árni Einarsson
   (sign)        (sign)

   Guðrún Helga Brynleifsdóttir
     (sign)

 Jónmundur Guðmarsson leggur fram svohljóðandi bókun:

“Brugðist var vel við óskum unglinga og ungs fólks á Seltjarnarnesi síðastliðið vor og tókst að útvega öllum vinnu sem vildu.  Ekki hafa fleiri sótt um störf hjá bænum nú en á sama tíma í fyrra, en þegar er hafinn undirbúningur að viðbrögðum hjá tækni- og umhverfissviði.


     Jónmundur Guðmarsson
      (sign)

 

 

 

Fundi var slitið kl. 17:45Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?