Fara í efni

Bæjarstjórn

569. fundur 10. mars 2003


Mánudaginn 10. mars 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Forseti bæjarstjórnar óskaði Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra innilega til hamingju með 35 ára afmælið þann 8. mars s.l. og tóku fundarmenn heilshugar undir þær óskir.

Vegna bókunar Neslistans á 568. fundi bæjarstjórnar vegna fundargerðar 567. fundar, lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur einfaldlega að ályktanir minnihlutans í umræddri bókun verði engan veginn dregnar með jafn einhlítum hætti og raun ber vitni.
Jónmundur Guðmarsson


1. Lögð var fram fundargerð 327. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 27. febrúar 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 16. fundar  Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 6. mars 2003 og var hún í  7 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 118. (13.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 4. mars 2003 sem var vinnufundur án bókaðra niðurstaðna.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 119. (14.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 05. mars 2003 og var hún í 6 liðum.   
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
5. Lögð var fram fundargerð 44. (10.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 6. mars 2003 og var hún í 6 liðum. 
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 154. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 27. febrúar 2003 og var hún í 5 liðum. 
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 24. fundar stjórnar Strætó bs. dagsett 28. febrúar 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 29.  fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 13. desember 2002 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
9. Lögð var fram fundargerð 253. fundar stjórnar SSH, dagsett 3. febrúar  2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
10. Lögð var fram fundargerð 701. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. febrúar 2003 og var hún í 48 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
11. Lögð var fram fundargerð 12. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélaga, dagsett 25. febrúar 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð 121. fundar stjórnar Eirar dagsett 20. febrúar 2003 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Tekin var fyrir 2. umræða um aðild Seltjarnarnesbæjar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign h.f..
Bæjarstjóri kynnti bréf frá framkvæmdastjóra félagsins dagsett 10. mars 2003.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og  Sunneva Hafsteinsdóttir.
Afgreiðslu þessa liðs var frestað til næsta fundar bæjarstjórnar og bæjarstjóra falið að gera fasteignafélaginu grein fyrir því.

14. Lögð var fram til fyrri umræðu langtíma fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2004-2006.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.

15. Erindi:
a) Lagt fram bréf frá Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju, dagsett 28. febrúar 2003 þar sem hún lýsir ánægju með ný undirritaðan samstarfssamning og þau metnaðarfullu áform um öflugt æskulýðsstarf. Á fundi sínum hinn 16. febrúar s.l. var samþykkt eftirfarandi bókun:
Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju fagnar og þakkar aukinn fjárhagsstuðning bæjarstjórnar við kirkjustarfið. Þessi stuðningur er kirkjunni mjög mikilvægur og þá ekki síður sá góði hugur sem að baki býr.
Sóknarnefnd væntir áframhaldandi góðs samstarfs við bæjarstjórnina.

b) Bæjarstjóri kom á framfæri þökkum til bæjarstjórnar frá handknattleiksdeild Gróttu/KR fyrir veittan stuðning.
Bæjarstjórn óskar félaginu til hamingju með góðan árangur.

16. Bæjarstjóri lagði fram til kynningar, drög að erindisbréfum fastanefnda hjá Seltjarnarnesbæ.
 

Fundi var slitið kl. 19:03



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?