Fara í efni

Bæjarstjórn

568. fundur 26. febrúar 2003

                                                                                                                     
Miðvikudaginn 26. febrúar 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar síðasta fundar:
“Bókun bæjarstjóra vegna bókunar NESLISTANS við lið 7 í fundargerð bæjarstjórnar 567 12. febrúar er með öllu óskiljanleg. Óska því fulltrúar NESLISTANS eftir því að bæjarstjóri geri skriflega grein fyrir því á næsta bæjarstjórnarfundi hvað bæjarstjóri á við með þeirri fullyrðingu að “ályktanir minnihlutans af samþykkt félagsmálaráðs eru ekki rökréttar.”

Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir   Árni Einarsson
  (sign)    (sign)        (sign)
 

1. Lögð var fram fundargerð 326. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 13. febrúar 2003 og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku:   Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 269. (8.) fundar  Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 11. febrúar 2003 og var hún í  5 liðum, ásamt greinargerð. 
Til máls tóku:  Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Jónmundur Guðmarsson .
1. og 2. liður fundargerðarinnar var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
 
3. Lögð var fram fundargerð 153. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 30. janúar 2003 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku:    Guðrún Helga Brynleifsdóttir,  Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
4. Lögð var fram fundargerð 42. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 6. febrúar 2003 og var hún í 1 lið.   
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
5. Lögð var fram fundargerð 43. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 6. febrúar 2003 og var hún í 5 liðum. 
Til máls tóku:  Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson. 
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
6. Lögð var fram fundargerð 286. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 20. febrúar 2003 og var hún í 14 liðum.
Til máls tóku:    Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Í framhaldi af 8. lið fundargerðarinnar og tillögu Neslistans í 1.lið fundargerðar 566. fundar bæjarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða.
“Bæjarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til félagsmálaráðs að skipa starfshóp til þess að móta tillögur að aukinni og endurbættri þjónustu við aldraða á Seltjarnarnesi og leggja fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 15. júní 2003. Tillögurnar verða hafðar til hliðsjónar við mótun heildarstefnu varðandi þjónustu við aldraða á Seltjarnarnesi. Áhersla verði lögð á að aldraðir geti búið sem lengst á eigin heimili með stuðningi og fjölbreyttum úrræðum til dvalar utan heimilis um lengri eða skemmri tíma. Tillögurnar feli einnig í sér hvernig best verði staðið að og hlúð að félags- og tómstundastarfi aldraðra, heilsurækt og annarri nauðsynlegri þjónustu.
Í starfshópnum sitji auk félagsmálastjóra, einn fulltrúi frá Neslista og einn fulltrúi frá D-lista, tveir fulltrúar eldri borgara á Seltjarnarnesi.”
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 51. fundar stjórnar Veitustofnana dagsett 11. desember 2002 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 52. (6.) fundar stjórnar Veitustofnana dagsett 30. janúar 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
9. Lögð var fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, 1. fundar ársins 2003 dagsett 13. febrúar  og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram langtímaáætlun 2004-2006 fyrir SORPU bs,
afgreidda af stjórn byggðasamlagsins þann 19. desember 2002.
Áætlunin var samþykkt samhljóða.
 
11. Fulltrúar frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign h.f., þeir Ragnar Atli Guðmundsson og Bergur Hauksson, mættu á fundinn og kynntu félagið, skýrðu frá áætlunum þess og svöruðu fyrirspurnum bæjarfulltrúa.

12. Lögð var fram greinargerð Alta um niðurstöður íbúaþings á Seltjarnarnesi.
 
13. Erindi:
a) Bréf frá Nesodden kommune, dagsett 30. janúar 2003 vegna skipulags vinabæjarheimsókna.
Bréfinu vísað til forstöðumanns bókasafns Seltjarnarness, Pálínu Magnúsdóttur,  og  leikskólafulltrúa, Hrafnhildar Sigurðardóttur.
b) Bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga dagsett 11. febrúar 2003 vegna umhverfisverðlaun “Nations in Bloom”.
Bréfinu vísað til Umhverfisnefndar Seltjarnarness.
Næsti fundur bæjarstjórnar er verður mánudaginn 10. mars kl. 17.00 og kemur hann í stað fundar sem áætlaður var 12. mars.

Fundi var slitið kl. 19:34



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?