Fara í efni

Bæjarstjórn

611. fundur 23. febrúar 2005

611. (1537.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 23. febrúar 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 610. fundar samþykkt.

Bæjarstjórn vottar Ingu Hersteinsdóttur bæjarfulltrúa samúðar vegna andláts föður hennar Hersteins Pálssonar.

1.         Lögð var fram til fyrri umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2006-2008. Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðum áætlunarinnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.

2.           Lögð var fram fundargerð 351. fundar Fjárhags- og launanefndar   Seltjarnarness, dagsett 10. febrúar 2005 og var hún í 19 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Liðir 5, 6 og 7 voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 291. (30.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. febrúar 2005 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 156. (51.) fundar Skólanefndar   Seltjarnarness, dagsett 14. febrúar 2005 og var hún í 10 liðum.

Til máls tók: Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 50. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 11. febrúar 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 277. fundar stjórnar SSH, dagsett 7. febrúar 2005 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 2. fundar fulltrúaráðs SSH, dagsett 10. febrúar 2005 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 6. fundar Svæðisskipulagsráðs SSH, dagsett 24. september 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 720. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 10. desember 2004 og var hún í 15 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 721. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. janúar 2005 og var hún í 28 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 8. febrúar 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lagðar voru fram fundargerðir 5. og 6. fundar LN og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands, 5. fundar dagsett 27. janúar 2005 og var hún í 4 liðum og 6. fundar dagsett 2. febrúar 2005 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Tillögur og erindi:

a)       Lagt var fram bréf frá vinabænum Lieto í Finnlandi vegna vinabæjarmóts sem fyrirhugað er dagana 16. til 19. júní n.k.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Samþykkt var að vísa erindinu til umsjónarmanna vinarbæjarmóta, þeirra Pálínu Magnúsdóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur.

Fundi var slitið kl.  18:35Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?