Fara í efni

Bæjarstjórn

565. fundur 18. desember 2002


Miðvikudaginn 18.desember 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.
 
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.


Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu vegna umræðu um birtingu ósamþykktra fundargerða á 564. fundi bæjarstjórnar 27.11.2002.

“Fulltrúar Neslistans gera þá tillögu til bæjarstjórnar að ekki skuli birta á netinu óstaðfesta eða ósamþykkta fundargerð, þ.e. fundargerð sem ekki hefur verið lesin upp í heyranda hljóði á viðkomandi fundi eða send fundarmönnum til staðfestingar eftir fund.  Ef birta þarf fundargerðina verður að geta þess sérstaklega að hún sé ósamþykkt.
Það er ekki stjórnsýslulega rétt að birta óstaðfestar fundargerðir eins og nú er gert án þess að hafa þennan fyrirvara á.”

 Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)     (sign)

    Árni Einarsson
                   (sign)

Tillagan var samþykkt samhljóða.


 

1. Fasteignafélagið Fasteign – kynning.
Á fundinn mættu fulltrúar Fasteignafélagsins, Ragnar Atli Guðmundsson og Íslandsbanka, Jóhann Hauksson og kynntu fyrirhugaða starfsemi félagsins.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Fasteignafélagsins og Íslandsbanka viku af fundinum kl.. 18:50
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Það er mat fulltrúa NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness að leita eigi hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins og í því skyni skulu allir skynsamlegir möguleikar skoðaðir.  Rekstrarstaða bæjarfélagsins er mjög þröng og takmarkað svigrúm til eignabreytinga, án þess að hækka álagningarprósentu eða taka lán.  Á hinn bóginn er skuldastaða bæjarfélagsins nú í nokkuð góðu lagi, sem helgast af því að framkvæmdir hafa verið í lágmarki hjá bæjarfélaginu undanfarin ár.  Mjög brýnt er að áður en ákvörðun verði tekin um aðild bæjarfélagsins að Eignarhaldsfélaginu Fasteign fari fram faglegt mat, sem unnið verði af sérfræðingum, um lagalega og rekstrarlega langtímahagsmuni bæjarins við þátttöku í Eignarhaldsfélaginu.”

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)     (sign)
 
     Árni Einarsson
                   (sign)


Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Meirihlutinn fagnar afstöðu minnihlutans um að kanna þennan kost með ítarlegum hætti.  Um leið er rétt að undirstrika að aldrei hefði komið til greina að taka afstöðu í málinu án álits sérfræðinga.”

  Jónmundur Guðmarsson  Ásgerður Halldórsdóttir
   (sign)     (sign)

  Inga Hersteinsdóttir  Bjarni Torfi Álfþórsson
   (sign)     (sign)

 

2. Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Seltjarnarness árið 2003 ásamt greinargerð bæjarstjóra.
Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2003.

21 Yfirstjórn sveitarfélagsins
Laun fyrir bæjarstjórn og nefndir breytist í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

Eignabreytingar
Anddyri Valhúsaskóla hækkað úr 8.000.000 í 10.000.000 m.k. í samræmi við áætlun hönnuða verksins.

09 Skrifstofa bæjartæknifræðings
09-110 4321, Landupplýsingakerfi, lækkað úr 2.000.000 kr. Í 1.000.000 kr. Í samræmi við áætlaðan kostnað.

33 Þjónustumiðstöð, áhaldahús
33-220 2815, Endurn. Vinnuvélar og vinnubíls, verði lækkaður úr 3.000.000 kr. Í 0 kr. Þar sem ekki er þörf á að kaupa nýjar vinnuvélar á næsta ári.

04 Fræðslumál
04-111 Mánabrekka.
Þarf að bæta við 2.7 millj. Á sérkennslu Mánabrekku sbr. Tillögu skólaskrifstofu og samþykkt á síðasta 324. fundi fjárhags- og launanefndar.

05-320 9950, Framlag til Lista- og menningarsjóðs.  Bætt verði 500.000 kr. á menningarnefnd vegna menningarviðburða (tónlistarhátíðar).

06-850 9910 Styrkir til æskulýðs- og íþróttamál. Framlag verði hækkað úr 17.950.000 í 18.450.000 kr. til jöfnunar á framlagi meistaraflokka karla og kvenna hjá Gróttu/Kr.

  Jónmundur Guðmarsson  Ásgerður Halldórsdóttir
   (sign)     (sign)

  Inga Hersteinsdóttir  Bjarni Torfi Álfþórsson
   (sign)     (sign)

 

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun 2003:

1.) Liður 04-010-4992.
Skólanefnd v. gæðamats, skólaþróunar og annarra brýnna verkefna.
Hækki um 400 þús., verði  1 m. í stað 600 þús.
Á fjárhagsáætlun 2002 var þessi liður 1.3 m.
Greinargerð:
Að mati fulltrúa Neslistans er þessi niðurskurður algerlega óraunhæfur.  Í metnaðarfullu skólastarfi verður að vera hvati til nýjunga og skólaþróunar.  Skólanefnd hefur nú þegar ráðstafað 490 þús. kr. af þessum lið í verkefnið.  Hugur og heilsa, tilraunaverkefni, sem er gert til að greina þunglyndi hjá unglingum.
Útgjaldaaukning 400 þús.

2.) Liður 31 152 4966
Til endurgerðar lóðar Sólbrekku.
Hækki um 3 m. verði 5 m, skv. Fjárhagsáætlun 2003.  Þessi upphæð verði notuð til að ljúka framkvæmdum við girðingu sem er orðin ónýt að hluta, hanna leikvöllinn og framkvæma hluta af fyrirhuguðum breytingum á vellinum.
Lagt er til að seinni hluti framkvæmda verði lokið sumarið 2004.
Greinargerð:
Leikvöllurinn á Sólbrekku er orðinn mjög gamall og hefur aldrei verið skipulagður sem heild.
Mikilvægt er að hanna völlinn frá grunni og nýta hann betur.
Mörg leiktæki eru úr sér gengin og girðing mjög léleg að hluta.
Útgjaldaaukning 3 m.

3.) Liður 31 102 4965
Verði hækkaður um 2.5 m. þannig að Valhúsaskóli fái fjárveitingu til að ljúka endurnýjun á húsgögnum í skólastofum.  Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 2.5 m. en lagt er til að skólinn fái  5 m. til þessa verkefnis.
Greinargerð:
Endurnýjun á húsgögnum skólans hefur gengið hægar en til stóð.  Stefnt var að því á síðasta kjörtímabili að ljúka þessu verkefni á fjórum árum, en það tókst ekki  Á því eru ýmsar skýringar og þá sú helst að byggt var við Valhúsaskóla í stað Mýrarhúsaskóla.
Útgjaldaaukning 2.5 m.
Samtals nemur útgjaldaaukning vegna þessara tillagna 5.9 m.
Fulltrúar Neslistans leggja til, að til að mæta þessum útgjöldum verði frestað framkvæmdum við vegarspotta út á Snoppu (liður: 10 311 4998) 4 m. og 3 m. sem áætlaðar voru í smábátahöfnina (liður 10 910 4390).

Rétt er að fresta framkvæmdum við vegarspottann þar til hugmyndir um Vestursvæðið, sem komu fram á íbúaþinginu, hafa verið teknar til umfjöllunar.  Það kom mjög skýrt í ljós að íbúar bæjarins sjá umhverfi Nesstofu sem miðpunkt svæðisins og því er nauðsynlegt að endurskoða það í heild og bíða með framkvæmdir í minnsta kosti eitt ár.
Að okkar mati eru framkvæmdir við smábátahöfnina gæluverkefni sem hægt er að fara í þegar vel árar, en nú bíða mörg brýnni verkefni.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir Guðrún Helga Brynleifsdóttir
   (sign)    (sign)

    Árni Einarsson
                          (sign)


Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar meirihlutans fengu fundarhlé frá kl. 18:15-18:20
Breytingartillögur meirihlutans voru samþykktar samhljóða.
Breytingartillögur minnihlutans voru samþykktar samhljóða.
Fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum var samþykkt samhljóða.
Tekjur eru áætlaðar kr. 1.234.000.000.
Gjöld eru áætluð kr. 1.079.823.000.
Fyrningar og tekjuafgangur til eignabreytinga er kr. 154.177.000.

Jafnframt var samþykkt samhljóða endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 í nýju formi.
Tekjur eru áætlaðar kr. 1.200.200.000.
Gjöld eru áætluð kr. 1.042.174.011.
Fyrningar og tekjuafgangur til eignabreytinga er kr. 158.025.989.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 liggur nú fyrir.  Fjárhagsáætlun byggir nú í fyrsta sinn á nýjum reglum um reiknisskil sveitarfélaga, sem telja verður að sýna munu gleggri mynd af rekstrarafkomu bæjarfélagsins, jafnframt því sem samanburður á rekstrarafkomu sveitarfélaga verður auðveldari.  Í skýrslu um fjárhagsstöðu bæjarins, sem gerð var í haust, kemur fram að rekstrarkostnaður málaflokka sem hlutfall af skatttekjum er hærri en viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga, 89% 2000 og 87% vegna 2001, en hámarksviðmið eftirlitsnefndar er 85%.  Á sama tíma eru eignabreytingar í algjöru lágmarki, enda svigrúm til framkvæmda úr rekstri sveitarfélagsins mjög lítið.  Þrátt fyrir þessa stöðu er ekkert tillit tekið til fyrirsjáanlegrar tekjulækkunar í fjárhagsáætlun vegna mikillar fjölgunar einkahlutafélaga.  Tekjuskattsprósenta einkahlutafélaga lækkaði úr 30% í 18%. 1. janúar 2002. Seltjarnarnesbær mun að líkindum verða af um 20-30 milljónum í útsvarstekjum vegna þessara skattbreytinga.  Ekki er heldur tekið inn í tekjuhliðina þá staðreynd að atvinnuleysi er að aukast, vinna að minnka sem mun hafa áhrif á tekjur bæjarins.  Í fjárhagsáætlun 2003 er gert ráð fyrir að útsvar hækki um 30 milljónir og til eignabreytinga úr rekstri komi 57.5 millj.  Það er ekki raunhæft að reikna með 30 millj. kr. tekjuauka vegna hækkun útsvarstekna.  Umrædd skattbreyting á einkahlutafélög, eðlileg fjölgun þeirra í kjölfarið, er eitt helsta áhyggjuefni allra sveitafélaga á landinu.  Að þessi tekjulækkun fáist að fullu bætt úr sjóðum ríkisins er ekki líklegt, sérstaklega ekki hjá þeim sveitarfélögum sem ekki fullnýta álagningarheimildir sínar.
Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
 
 Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Meirihlutinn lítur tekjutap sveitarfélaga vegna fjölgunar einkahlutafélaga án endurskoðunar á tekjustofnun alvarlegum augum og telur brýnt að sveitarfélögum verði bætt tekjutap þegar forsendur liggja fyrir.”

  Jónmundur Guðmarsson  Ásgerður Halldórsdóttir
   (sign)     (sign)

  Inga Hersteinsdóttir  Bjarni T. Álfþórsson
   (sign)     (sign)

 


3. Lögð var fram 324. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 10. desember 2002 og var hún í 14 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir og lagði hún fram eftirfarandi bókun vegna 6. liðar fundargerðarinnar.
“Undir það má taka að mikilvægt sé að stofnanir haldi sig innan ramma fjárhagsáætlunar.  Eftir að hafa farið ofan í mál það er var til umræðu undir þessum lið á fundinum telur undirrituð rétt að árétta að öll gagnrýni skuli sé sett fram á faglegan hátt og vara á rökum reist.  Ekki verður betur séð en að við endurskoðun á fjárhagsáætlun vegna ársins 2002 hafi “gleymst” að gera ráð fyrir fjórum stöðugildum, sem heimild hafi verið fyrir.  Fjárhagsáætlun 2003 byggir síðan á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2002.  Skýrir þetta atriði útgjaldaauka viðkomandi stofnunar.  Óeðlilegt er að gagnrýna stjórnanda stofnunar fyrir ákvarðanir sem teknar eru af öðrum yfirmönnum bæjarins.  Eðlilegar skýringar kunna að vera á tilteknum efnisatriðum og er rétt að stíga varlega til jarðar áður en fullyrðingar eru settar fram.”

     Guðrún Helga Brynleifsdóttir
      (sign)


Til máls um bókunina tóku Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

1.liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða og verður lóðarleiga því 0.75-1.5%.
Niðurfelling fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega verður:
Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.377.914 verður niðurfelling 100% og lækkar hlutfallslega og fellur niður við tekjur að upphæð kr. 1.892.473.
Hjá hjónum með tekjur allt að kr. 1.722.919 verður niðurfelling 100% og lækkar hlutfallslega og fellur niður við kr. 2.237.478.
Gjalddagar fasteignagjalda verða 1/2, 1/3, 1/4, 1/5 og 1/6 og eindagar 15 dögum síðar.
4.liður fundargerðarinnar ásamt meðfylgjandi samþykkt var samþykkt samhljóða og verða því launakjör bæjarstjórnar og nefndarmanna:

 

 Samþykkt um laun fyrir störf í bæjarstjórn Seltjarnarness,
  nefndum og ráðum á vegum bæjarstjórnar.

1. Bæjarstjórn
Laun fyrir störf í bæjarstjórn skal nema tilgreindri hundraðstölu af þingfararlaunum eins og þau eru á hverjum tíma.
1.1.
 a) Föst þóknun á mánuði  26.52%
 b) Forseti (álag)   14.50%

1.2. Varafulltrúar
a) Þóknun pr. fund    5.45%

1.3. Aukafundir
Þóknun pr. fund    5.45%

2. Nefndir
Laun fyrir störf í nefndum skal nema tilgreindri hundraðstölu af þingfararlaunum eins og þau eru á hverjum tíma.  Miða skal við að nefndir fundi einu sinni í mánuði skv. fundaráætlun en geti efnt til aukafunda ef brýna nauðsyn ber til.

 a) Þóknun pr. fund    2.95%
 b) Formaður (álag)    1.25%


3. Aukafundir
Föst laun bæjarfulltrúa miðast við 2 fundi á mánuði í bæjarstjórn nema í júlí, ágúst, desember og janúar en í þeim er haldinn einn fundur.
Aðrir fundir, t.d. vegna samningsmála, landakaupa o.fl. skulu teljast aukafundir.

4. Gildistaka
Samþykkt þessi gildir frá 1. janúar 2003.  Laun skulu greidd mánaðarlega vegna bæjarstjórnar og nefnda.

   Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness
   18. desember 2002.


Bæjarstjórnarfundir eru 20 á ári og fundir umfram þann fjölda teljast aukafundir.

5.liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.


4. Lögð var fram 115. (10.) fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 11. desember 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5. Lögð var fram 10. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 28. nóvember 2002 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6. Lögð var fram 11. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 12. desember 2002 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 

7. Lögð var fram 283. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 27.nóvember 2002 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8. Lögð var fram fundargerð Jafnréttisnefndar Seltjarnarness dagsett 14. nóvember 2002 og var hún í 2 liðum.
Sunneva Hafsteinsdóttir benti á að hér væri um að ræða fundargerð undirnefndar Jafnréttisnefndar ekki fundargerð Jafnréttisnefndar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 


9. Lögð var fram 21. fundargerð Strætó bs. Dagsett 29. nóvember 2002 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 


10. Lögð var fram 186. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 5. desember 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

11. Lögð var fram 699. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 2. desember 2002 og var hún í 34 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

12. Lögð var fram 24. fundargerð Svæðisráðs Reykjaness dagsett 25. nóvember 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


13. Lögð var fram 6. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga dagsett 11. nóvember og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 


14. Lögð var fram 51. fundargerð samstarfsnefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans dagsett 26. nóvember 2002 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

15. Lögð var fram 3. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Iðjuþjálfafélags Íslands dagsett 9. desember 2002 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

16. Lögð var fram fundargerð framhaldsfundar með fulltrúum sveitarfélaganna í Reykjavíkurprófastdæmum 28. nóvember 2002 um málefni sveitarfélaganna og Kirkjugarða Reykjavíkur.
Fundargerðin skoðast samþykkt verði ekki gerðar athugasemdir við framkvæmdaáætlun 2003-2005 innan mánaðar frá útsendingu fundargerðarinnar.

 

 

17. Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 10. desember 2002 um evrópsk umhverfisverðlaun 2003.
Bréfinu var vísað samhljóða til umhverfisnefndar.

 

18. Lagt var fram erindi Gróttu/KR Old boys þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttasal í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness, stærri salnum til þorrablótshalds 1. febrúar 2003.
Samþykkt samhljóða.

 

19. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svör við spurningum Neslistans frá 564. fundi bæjarstjórnar:

1. Kostnaður við ráðgjafavinnu vegna skipulagsbreytinga nam kr.56.000 að viðbættum virðisaukaskatti.  Samkvæmt 55. gr. bæjarmálasamþykktar ræður bæjarstjóri í helstu stjórnunarstöður hjá bæjarfélaginu.  Fjárhæðin rúmast innan heimilda yfirstjórnar til kaupa á sérfræðiþjónustu.

2. Sparast munu um 2 milljónir á ári á meðan verkefnisstjóri er við störf en þar er um að ræða mismun á launakostnaði bæjarritara og verkefnisstjóra.  Sparast munu um 7 milljónir á ári er verkefnisstjóri lætur af störfum.

3. Yfirumsjón með rekstri verður á höndum framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs.  Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri munu að öðru leyti skipta innbyrðis með sér verkefnum er tengjast sviðinu.

4. Ekki er skylt skv. Lögum að auglýsa lausar stöður hjá bæjarfélaginu utan kennarastöður.  Í jafnréttisáætlun bæjarins eru tilmæli frá jafnréttisnefnd um að auglýsa lausar stöður.  Í 18. gr. starfsmannastefnu Seltjarnarnesbæjar segir m.a.: “Það er stefna Seltjarnarnesbæjar að skapa starfsmönnum sínum möguleika á samfelldum starfsferli, þannig að eftir föngum verði tekið tillit til leiða til þarfar einstaklingsins fyrir umskipti í störfum.  Tilfærslur milli starfa geta einnig verið ákjósanlegar í þeim tilgangi að ná fram öðrum markmiðum í starfsmannamálum, meðal annars með því að skapa starfsmönnum reynslu á nýju sviði eða að undirbúa þá undir ábyrgðarmikil stjórnunarstörf.  Einnig geta tilfærslur milli starfa verið nauðsynlegar vegna breyttra áherslna í starfsemi stofnana, hagræðingar í rekstri eða breytingu á stjórnkerfi.”    Til eru fjölmörg dæmi, bæði nýleg og eldri, um að starfsmenn hafi flust milli starfa hjá Seltjarnarnesbæ án sérstakrar auglýsingar.

5. Neslistinn vísar til 8. greinar starfsmannastefnu Seltjarnarnesbæjar spurningunni.  Sú tilvísun er aðeins hluti af greininni en þar stendur m.a. einnig þetta: “Forstöðumönnum stofnana er heimilt innan marka fjárveitingu í fjárhagsáætlun hverju sinni að ráða fólk til tímabundinna starfa með samþykki bæjarstjóra eða sviðsstjóra.”  Eins og fram hefur komið er ráðið í stöðu verkefnisstjóra tímabundið til tveggja ára.  Ráðningin mun ekki leiða til röskunar á fjárhagsáætlun og ekki fjölga stöðugildum hjá bænum.

6. Laun forstöðumanna munu ekki taka öðrum breytingum um áramót en kveður á um í kjarasamningum.  Forstöðumenn eru ekki með nákvæmlega sömu laun en munurinn er tilkominn vegna mismunandi kjarasamninga, aldri og menntun svo eitthvað sé nefnt.  Sjá meðfylgjandi yfirlit.

7. Nei, þetta er misskilningur.  Tillagan var send til allra starfsmanna bæjarfélagsins síðdegis föstudaginn 22. nóvember eftir að hún hafði verið afgreidd á fundi fjárhags- og launanefndar.  Var það gert starfsmönnum til upplýsingar um fyrirhagaðar breytingar.  Í starfsmannastefnu Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í 7. grein: “Seltjarnarnesbær vill halda uppi góðu upplýsingaflæði meðal starfsmanna, svo að þeir geti leyst öll verkefni sín af hendi á árangursríkan hátt og bærinn þannig náð fram markmiðum sínum. ... Forstöðumenn stofnana beri ábyrgð á því, að upplýsingamiðlun til starfsmanna þeirra sé virk.  Allir, er búa yfir upplýsingum, sem nauðsynlegar eru öðrum, bera ábyrgð á því, að þær berist réttum aðilum.”

Jónmundur Guðmarsson,
bæjarstjóri.

Yfirlit yfir laun verðandi framkvæmdastjóra:

 Svið 

  Heildarlaun 

 Kjarasamningur

 
  •  Tækni- og umhverfissvið
 469.822  Tæknifræðingafélagið
 
  •  Fjárhags-og stjórnsýslusvið
 472.767   Starfsmannafél.Seltj.ness  
  •  Félagsmálasvið
 453.856  Félag Félagsráðgjafa
 
  • Íþrótta- og tómstundasvið 
441.989 Starfsmannafél. Seltj.ness


                   

Bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og þakkaði bæjarfulltrúum samstarfið á árinu.  Þá færði hann sérstakar þakkir bæjarstjórnar, samstarfsfólks og Seltirninga allra til bæjarritara fyrir áratuga farsælt starf í þágu bæjarins og óskaði honum farsældar í framtíðinni.

 

Fundi var slitið kl. 20.00    Álfþór B. Jóhannsson
     (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?