Fara í efni

Bæjarstjórn

561. fundur 09. október 2002

561. (1487) Bæjarstjórnarfundur.


Miðvikudaginn 9. október 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Stefán Bergmann, Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir kl. 17.08.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


1. Lögð var fram greinargerð vegna 1. liðs 38. fundar Menningarnefndar, sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók Stefán Bergmann.
Fyrsti liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.
 

2. Lögð var fram fundargerð 281. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 19. september 2002, og var hún í 14. liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Inga Hersteinsdóttir mætti nú á fundinn.


3. Lögð var fram fundargerð 319. fundar Fjárhags- og launanefndar, dagsett 9. október 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4. Lögð var fram fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og launanefndar sveitarfélaga, dagsett 20. september 2002 og var hún í einum lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram fundargerð 27. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 30. september 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6. Lögð var fram fundargerð 24. fundar stjórnar Alþjóðahúss ehf., dagsett 2. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7. Lögð var fram fundargerð 49. fundar samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga, dagsett 27. ágúst 2002 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8. Lögð var fram fundargerð 7. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar, dagsett 8. október 2002 og var hún í 6 liðum, ásamt drögum að verksamningi við ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. vegna fyrirhugaðs íbúaþings á Seltjarnarnesi.
Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða og bæjarstjóra var falið að ganga frá samningi við Alta ehf. samkvæmt 6. lið fundargerðarinnar.

 

9. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytis dagsett 17. september 2002 þar sem staðfest er að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum á Seltjarnarnesi.

b. Lagt var fram bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins dagsett 1. október 2002, með Fjárhags- og starfsáætlun 2003.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

10. Bæjarstjóri lagði fram svar við fyrirspurn Neslistans á 559. fundi bæjarstjórnar um símenntun starfsmanna samkvæmt kjarasamningum.

1. Hvað hefur verið gert til að undirbúa framkvæmd atkvæðis um símenntun í síðustu kjarasamningum við Starfsmannafélag Seltjarnarness?

2. Hvernig verður staðið að undirbúningi þess af hálfu bæjaryfirvalda og stofnana Seltjarnarnesbæjar?
Fulltrúar Seltjarnarness sátu ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga s.l. vor þar sem rætt var um framkvæmd á símenntunaráætlunum í kjarasamningum.  Á ráðstefnunni kom í ljós að sveitarfélögunum væri nokkur vandi á höndum að leysa þetta nýja hlutverk af hendi svo vel væri og gæta þyrfti að mörgum þáttum eins og kostnaði, samspili starfsmenntunarsjóða og þess náms/námskeiða sem þegar er í boði.  Á ráðstefnunni kom jafnframt fram að ekkert sveitarfélag hafði þegar gengið heilstætt frá símenntunaráætlun fyrir alla sína starfsmenn.
Seltjarnarnesbær gekk til samstarfs við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu (án Rvíkur) um námsframboð fyrir leikskólastarfsmenn um síðustu áramót og einnig hefur fjármagn sem ætlað var til endurmenntunar grunnskólakennara verið flutt frá skólaskrifstofu til skólanna sjálfra og skólastjórum uppálagt að gera símenntunaráætlanir fyrir kennra viðkomandi skóla.

 

Í september s.l. var tekin ákvörðun um að sveitarfélög, á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Seltjarnarnesbær, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnarfjörður tækju sig saman og hæfu samstarf um efndir þessa ákvæðis í kjarasamningnum.  Ákveðið hefur verið að kaupa námskeið af KPMG um gerð símenntunaráætlana.  Forstöðumenn stofnana verða sendir á námskeiðin og að því búnu leiða gerð símenntunaráætlana bæjarins.  Fyrsta námskeiðið verður haldið í Hafnarfirði fyrir skólastjórnendur og hefst um miðjan mánuð.  Þá verða haldin sambærileg námskeið fyrir forsvarsmenn bæjarskrifstofa, tæknideilda o.fl. eigi síðar en í janúar á næsta ári.  Það er samdóma álit þeirra sem hafa staðið að því að koma þessu samstarfi sveitarfélaganna á laggirnar að með tilliti til hagsmuna starfsmanna, sé vænlegast að byrja á grunninum, sem felst m.a. í því að koma ákveðinni þekkingu og hugmyndafræði við gerð símenntunaráætlana inni í starfsemi sveitarfélaganna, fremur en fara of geyst af stað takast ef til vill síður upp en væntingar stæðu til.
      Virðingarfyllst,
     Jónmundur Guðmarsson (sign)

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.


11. Sunneva Hafsteinsdóttir benti fundarmönnum á að tillögu II. í 1. lið fundargerðar 544. fundar bæjarstjórnar, þar sem fulltrúar Neslistans lögðu til að ráðinn yrði fagaðili til að skoða skipurit Seltjarnarnesbæjar og yfirstjórn bæjarins, hefði verið vísað til fjárhags- og launanefndar og tillögunni var vísað til afgreiðslu nýrrar bæjarstjórnar.  Ný bæjarstjórn hefur ekki enn fengið þessa tillögu til meðferðar og afgreiðslu.

 

Fundi var slitið kl. 18:15    Stefán Bjarnason
     (sign)

 Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?