Fara í efni

Bæjarstjórn

560. fundur 24. september 2002

560. (1486) Bæjarstjórnarfundur.


Þriðjudaginn 24. september 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Í byrjun fundar tilnefndu fulltrúar Neslistans Valgerði Janusardóttur sem 2. varamann Neslistans í Umhverfisnefnd.


1. Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2002.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir áætluninni, en gjöld hækka um kr. 13.115.000.- og tekjur um kr. 28.000.000.-
Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Stefán Bergmann.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.


2. Lögð var fram 110. (5.) fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 18. september 2002 og var hún í 16. liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


3. Lagðar voru fram 36., 37. og 38. fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsettar 28. ágúst, 4. september og 19. september 2002 og voru þær í 5, 2 og 3 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir. 
Afgreiðslu 1. liðs 38. fundargerðarinnar var frestað, 3. liður 36. fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða, aðrir liðir fundargerðanna gáfu ekki tilefni til samþykkta.

 

4. Lögð var fram 6. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 12. september 2002 og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram 151. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 19. ágúst 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6. Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 318. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. september 2002 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Við umræðu um 2. lið fundargerðarinnar véku Bjarni Torfi Álfþórsson og Álfþór B. Jóhannsson af fundinum og var þessi liður samþykktur með 6 samhljóða atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða.

 

7. Lögð var fram 8. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dagsett 17. september 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 


8. Lögð var fram 18. fundargerð stjórnar Strætó b.s. dagsett 30. ágúst 2002 og var hún í 12 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


9. Lagðar voru fram 180. og 181. fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dagsettar 21. ágúst og 4. september 2002 og voru þær í 6 og 3 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.


10. Lögð var fram 49. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans dagsett 9. september 2002 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


11. Lögð var fram 26. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 6. september 2002 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


12. Lagðar voru fram 20., 21., 22. og 23. fundargerðir Alþjóðahússins ehf., dagsettar 28., 30. og 31. ágúst og 4. september 2002 og voru þær í 4, 1, 2 og 3 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.


13. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 10. september 2002 ásamt dagskrá 26. aðalfundar samtakanna 18. október 2002 í Hlégarði í Mosfellsbæ.
Jafnframt var lögð fram samþykkt samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

 

b. Lagt var fram bréf U.M.S.K. dagsett 10. september 2002.
Bréfinu var vísað samhljóða til Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness.

c. Vegna aðalfundar Sambands ísl. sveitarfélaga 25.-27. september 2002 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að tilkynna óbreytta skipan fulltrúa Seltjarnarness í nefndir og ráð innan Sambandsins.

 

Fundi var slitið kl. 18:20    Álfþór B. Jóhannsson
     (sign)

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?