Fara í efni

Bæjarstjórn

559. fundur 11. september 2002

Miðvikudaginn 11. september 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

 

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 

 

1.           Guðrún Helga Brynleifsdóttir gerði athugasemd við síðustu fundargerð bæjarstjórnar.

Misritast hefði í 2. málsgrein bókunar Neslistans í byrjun fundar og stæði þar “hæfnisreglur” en ætti að standa “hæfisreglur”.

Einnig benti hún á að lokamálsgrein sem rituð var á eftir bókun Neslistans átti að vera:

“Þar sem ekki þykir efni til frekari aðgerða samkvæmt framanskráðu þykir því ekki tilefni til að endurtaka afgreiðslu málsins.”

 

2.           Sunneva Hafsteinsdóttir ræddi greinargerð Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra vegna viðbyggingar við Valhúsaskóla sbr. 16. lið a. í síðustu fundargerð bæjarstjórnar og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn eru afar ósáttir við greinargerð bæjarstjóra vegna aukins kostnaðar við viðbyggingu Valhúsaskóla.  Bæjarstjóri reynir í löngu máli að útskýra málið og það er engu líkara en að hann hafi hvorki verið í bæjarstjórn né í skólanefnd á síðasta kjörtímabili.

Af hálfu skólanefndar fór fram vandleg þarfagreining og það lá fyrir löngu áður en verkið var boðið út að þarna yrðu sérgreinastofur.

Bæjarstjóri gefur í skyn að viðmiðunarmörk á stærð kennslustofa hafi nýlega breyst og séu 60 fm.  Í reglugerð nr. 519 frá 1996 um lágmarksaðstöðu í grunnskóla kemur fram að þar sem bekkjardeildir eru með 22-28 börnum eigi almennar kennslustofur að vera að minnsta kosti 60 fm.

Bæjarstjóri upplýsir einnig að í viðbyggingunni sem var áætluð vatnslaus og án loftræstingar hafi verið reiknað með að fermeterinn kosti 200 þúsund.

Síðan er útskýrt í löngu máli hve sérgreinastofur séu miklu dýrari en venjulegar stofur.  Byggingin kostar 70 millj. og er 470 fm.   Kostnaður pr. fm. er því tæplega 150 þúsund.  Hlutfallslega er kostnaður við viðbygginguna því lægri pr. fm. en áætlað var.

Í stað þess að viðurkenna að vinnubrögð við undirbúning þessarar stækkunar Valhúsaskóla af hálfu framkvæmdavaldsins hafi verið ábótavant og freista þess að bæta þennan þátt í stjórnsýslunni, þá reynir bæjarstjóri að verja þau vinnubrögð, að farið er á skjön við faglegan undirbúning nefnda við fyrirhugaðar framkvæmdir með rökum sem ekki fá staðist.  Neslistinn harmar slíkan málflutning.”

 

                   Sunneva Hafsteinsdóttir   Guðrún Helga Brynleifsdóttir

                   (sign)                              (sign)

 

                                      Stefán Bergmenn

                                                (sign)

 

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

“Tilgangur greinargerðarinnar var að draga saman staðreyndir um málsatvik sem bæjarfulltrúar sjálfir geta tekið afstöðu til eða dregið af eigin ályktanir.

Vert er að benda á að nettó umframkostnaður er um 14 millj., þar af um 10 millj. vegna loftræstingar.”

                                      Jónmundur Guðmarsson

                                                          (sign)

 

3.           Lögð var fram 316. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 27. ágúst 2002 og var hún í 5 liðum.

Annar liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

Aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 317. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 10. september 2002 og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún K. Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Áttundi liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða, aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram 3. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness og var hún í 2 liðum.

Til máls tók Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6.           Lögð var fram 4. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 4. september 2002 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.           Lögð var fram 3. (264.) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 27. ágúst 2002 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku Stefán Bergmann og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

8.           Lögð var fram 4. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 22. ágúst 2002 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og  Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.           Samþykkt var að taka til afgreiðslu 5. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 6. september 2002 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.

Inga Hersteinsdóttir, formaður Skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Á grundvelli samþykktar Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6. september síðastliðinn samþykkir bæjarstjórn Seltjarnarness að efna til íbúaþings laugardaginn 16. nóvember n.k. í því markmiði að hlýða á og vinna úr skoðunum og hugmyndum bæjarbúa í skipulagsmálum, umhverfismálum, útivistar- og menningarmálum og fjölskyldumálum.  Skipulagsnefnd verði falið að annast framkvæmd íbúaþingsins í samvinnu við ráðgjafa Alta ehf.”

Greinargerð:

Fyrir síðustu kosningar kom í ljós að skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um ýmsa þætti er lúta að aðal- og deiliskipulagi Seltjarnarness.

Til að undirbyggja ákvarðanir um ofangreinda þætti með opinskáum og lýðræðislegum hætti er fyrirhugað að halda íbúaþing í haust með aðferðafræði sem kallast samráðsskipulag í samvinnu við ráðgjafa Alta ehf.  Þessi aðferð þykir hafa reynst vel bæði hérlendis og erlendis við úrlausn slíkra mála.  Samhliða skipulagsmálum nýtist slíkt þing vel til upplýsingaöflunar á öðrum sviðum.

Samráðsskipulag glæðir áhuga íbúa á málefnum bæjarfélagsins um leið og hún er lýðræðisleg leið til að ná sem viðtækasti sátt meðal íbúa um framtíðarskipulag Seltjarnarness.

                                                  Seltjarnarnesi, 10. september 2002.

                                                  f.h. Skipulags- og mannvirkjanefndar

 

                                                            Inga Hersteinsdóttir

                                                                    (sign)

 

 

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

10.      Lögð var fram 280. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 22. ágúst 2002 og var hún í 13 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lögð var fram 150. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 28. ágúst 2002 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

12.      Lögð var fram 183. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 29. ágúst 2002 og var hún í 4 liðum.

Jafnframt var lögð fram framvinduskýrsla nr. 38 fyrir júlí/ágúst.

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

13.      Lögð var fram 248. fundargerð stjórnar SSH dagsett 2. september 2002 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

14.      Lögð var fram 15. fundargerð samstarfsnefndar Þroskaþjálfafélags Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga dagsett 20. ágúst 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

15.      Lögð var fram 17. fundargerð stjórnar Alþjóðahúss ehf. dagsett 3. júlí 2002 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

16.      Lögð var fram 18. fundargerð stjórnar Alþjóðahúss ehf. dagsett 11. júlí 2002 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

17.      Lögð var fram 19. fundargerð stjórnar Alþjóðahúss ehf. dagsett 14. ágúst 2002 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

18.      Lögð var fram 27. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 2002 dagsett 21. ágúst og var hún í 6 liðum.

Til máls tók Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

19.      Erindi og önnur mál:

a.      Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytisins dagsett 20. ágúst 2002 um félagsleg húsnæðismál sveitarfélaga.

Bréfið gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

b.     Lagt var fram bréf Landbúnaðarráðuneytis dagsett 22. ágúst 2002 um reglugerð um búfjáreftirlitssvæði og framkvæmd eftirlits.

Bréfið gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

c.     Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um XVII. landsþing sambandsins og tillögur að breytingum á lögum sambandsins.

Bréfið gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

d.     Lagt var fram bréf Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 3.september 2002.

Samþykkt var að vísa erindinu til Sóknarnefndar til umsagnar og álitsgerðar.

 

e.      Lögð var fram umsögn Sorpu dagsett 30. ágúst 2002 um frumvarp um meðhöndlun úrgangs.

Samþykkt var samhljóða að fela Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að ræða málið á næsta fundi bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu.

 

f.       Lagt var fram bréf Árna Einarssonar dagsett 23. ágúst þar sem hann óskar eftir leyfi frá bæjarstjórnarstörfum frá 1. september og til 15. desember vegna námsdvalar erlendis.

Námsleyfið var veitt samhljóða.

 

g.     Lagt var fram eftirfarandi svar tæknideildar dagsett 11.september 2002 við fyrirspurn Neslistans sbr. 1. lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar.

1.  Var lagt mat á hvort umfang og áhrif malarnáms, skv. hinum nýja samningi ætti að fara í umhverfismat skv. lögum um umhverfismat frá 2002?

Ekki var unnin greinargerð til skipulagsstofnunar til að fá mat á því hvort framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum og var sú ákvörðun tekin með vísan til reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum frá sept. 2002, viðauki 2. liður 2, námuiðnaður grein a.  Viðauki þessi er samhljóða 2. viðauka laga nr. 106 um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000.  Viðaukinn gildir um framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilfelli með tilliti til eðlis umfangs og staðsetningar hvort háðar skulu mati samkvæmt lögunum.

 

Þar er talin efnistaka þar sem áætluð efnistaka raskar 25.000 m² svæði eða stærra eða er 50.000 m³ eða meiri.  Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður ná til samans yfir 25.000 m² svæði eða stærra.  Efnistaka á verndarsvæðum.

Ennfremur er vísað til laga 106/2000 20. gr. um gildistöku.

Grennslast var fyrir um kostnað annars vegar vegna greinargerðar til Skipulagsstofnunar til að fá úrskurð um matsskyldu og var áætlaður kostnaður kr. 0.5 millj. og sjálft umhverfismatið áætlað 5 millj.

Að mati Tæknideildar er ljós að varla verður farið að kosta umhverfismat vegna námuvinnslu nema að stefnan sé að vinna þar verulegt efnismagn.

 

2.     Er vitað hve efnistaka raskar stóru yfirborði lands?

Með vísan til reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum, viðauki 2, liður 2.  Námuiðnaður grein a. kemur seljandi ekki til með að veita heimild til að vinna stærra svæði en 25.000 m².  Efnistökunni verður þannig háttað að verktaki uppfylli grein 2 í efnistökusamningnum.

Kaupanda er þar gert að gera skriflega grein fyrir hvar og hvernig hann ætlar að vinna námuna og hvernig frágangi hennar verður hagað, sjá nánar grein 2 í samningi.

3.     Var tekin afstaða til þess við samningsgerðina hvort ástæða væri til að taka fram á samningnum að malarnám er starfsleyfisskyld starfsemi?

Verktaki þarf að hafa starfsleyfi eins og flest önnur fyrirtæki í margskonar starfsemi og uppfylla kröfur ýmissa eftirlitsstofnana á mismunandi sviðum t.d. vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits og fleiri stofnana sem ekki hefur verið venja að telja upp í samningum.

Sjálfsagt er að eftirlitsmaður verkkaupa bendi verktaka á að hafa starfsleyfi í gildi en það mun vera á sviði Heilbrigðiseftirlits að gefa út leyfið.

 

Að lokum til fróðleiks.

Tæknideild Seltjarnarnesbæjar hefur undir höndum eftirfarandi gögn:

Stefna Kópavogsbæjar í efnistökumálum.

Framkvæmdaáætlun byggð á Staðardagskrá 21.

Tillaga umhverfisráðs Kópavogs júní 1998.

Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, sept. 2000.

 

                                        Virðingarfyllst,

                                        Einar Norðfjörð

                                             (sign)

 

20.      Bæjarfulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn vegna ákvæðis um símenntun í síðasta kjarasamningi Starfsmannafélags Seltjarnarness við Seltjarnarnesbæ.

Umrætt ákvæði á kjarasamninginn á að gagnast báður aðilum og taka gildi 1. des. n.k. það getur haft ótvíræða þýðingu fyrir stofnanir bæjarins og starfsmannastefnu þeirra.

1.     Hvað hefur verið gert til að undirbúa framkvæmd ákvæðis um

símenntun í síðastu kjarasamningum við Starfsmannafélag Seltjarnarness?

2.     Hvernig verður staðið að undirbúningi þess af hálfu bæjaryfirvalda og stofnana Seltjarnarnesbæjar?

 

Stefán Bergmann             Guðrún Helga Brynleifsdóttir

      (sign)                                    (sign)

                   Sunneva Hafsteinsdóttir

                             (sign)

 

 

Næsti bæjarstjórnarfundur var ákveðinn 24. september 2002.

 

Fundi var slitið kl. 18:50            Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?