Fara í efni

Bæjarstjórn

558. fundur 21. ágúst 2002

Miðvikudaginn 21. ágúst 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Stefán Bergmann.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

 

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 

 

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri gerði athugasemd við 23. lið síðustu fundargerðar bæjarstjórnar.

Vakti hann athygli á því að afgreiðsla bæjarstjórnar á samningi bæjarstjóra frá 17/7 s.l. kynni að stangast á við ákvæði bæjarmálasamþykktar.  Til að taka af öll tvímæli um afgreiðslu málsins fór Jónmundur Guðmarsson fram á að afgreiðsla bæjarstjórnar yrði endurtekin á næsta bæjarstjórnarfundi.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Að gefnu tilefni vill Neslistinn leggja fram eftirfarandi bókun vegna þátttöku bæjarstjóra á afgreiðslu bæjarstjórnar á eigin ráðningarsamningi.  Í 23. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar segir “bæjarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð máls þegar það varðar hann.”  Þátttaka í afgreiðslu á eigin ráðningarsamningi er því í andstöðu við umrædda samþykkt og í andstöðu við allar almennar hæfnisreglur.  Slík vinnubrögð eru ámælisverð, þótt ekki þyki efni til frekari aðgerða af hálfu Neslistans.

 

            Árni Einarsson                Guðrún Helga Brynleifsdóttir

            (sign)                              (sign)

 

                               Stefán Bergmann

                               (sign)

 

Þar sem ekki er neinn efniságreiningur um samninginn þótti ekki tilefni til að endurtaka afgreiðslu málsins og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að afgreiðsla málsins frá 17/7 stæði.

 

 

1.           Lögð var fram 315. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 13. ágúst 2002 og var hún í 8 liðum.

Jafnframt var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fyrirhuguð kaup á íbúð að Skólabraut 1 (neðri hæð).

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

1.     liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

2.     liður fundargerðarinnar, starfslokasamningur við Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóra var samþykktur með 6 atkvæðum, Stefán Bergmann sat hjá.

Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar en varðandi 5. lið fundargerðarinnar lögðu fulltrúar Neslistans  fram eftirfarandi fyrirspurn vegna samnings um malarnám við Bolöldu.

1.     Var lagt mat á hvort umfang og áhrif malarnáms skv. hinum nýja samningi ætti að fara í umhverfismat skv. lögum um umhverfismat frá 2000.

2.     Er vitað hvað heimiluð efnistaka raskar stóru yfirborði lands?

3.     Var tekin afstaða til þess við samningsgerðina hvort ástæða væri til að taka fram í samningnum að malarnám er starfsleyfisskyld starfsemi?

Stefán Bergmann             Árni Einarsson

(sign)                              (sign)

 

          Guðrún Helga Brynleifsdóttir

          (sign)

         

          Fyrirspurninni verður svarað á næsta fundi.

 

 

2.           Lögð var fram 148. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 16. júlí 2002 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

 

3.           Lögð var fram 149. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 8. ágúst 2002  og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku Stefán Bergmann, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

3. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða, aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

 

4.           Lögð var fram 1. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar dagsett 27. júní 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

5.           Lögð var fram 2. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar dagsett 31. júlí 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tók Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

6.           Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 3. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar dagsett 15. ágúst 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

 

7.           Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 2. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 21. ágúst 2002 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson,  Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Árni Einarsson.

2.liður fundargerðarinnar var samþykktur með 5 atkvæðum, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann sátu hjá og hækka því skólagjöld í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir næsta skólaár um 9% en forskólagjöld haldast óbreytt.

 

Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

 

8.           Lögð var fram 279. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 1. ágúst 2002 og var hún í 6 liðum.

Jafnframt var lögð fram eftirfarandi tillaga Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir með vísan til ákvæðis IV til bráðabirgða í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, sbr. 3. gr. laga 86/2002, að fara þess á leit við félagsmálaráðherra að hann heimili að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti sveitarfélagsins vegna félagslegra eignaríbúða og kaupleiguíbúða í sveitarfélaginu.  Samþykkt þessi hefur ekki áhrif á rétt eiganda félagslegrar eignaríbúðar til að óska sérstaklega eftir því að Seltjarnarnesbær leysi til sín slíka íbúð sem kaupskylda hvílir á samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða I og II í áðurgreindum lögum.  Sama á við þegar um nauðungarsölu á félagslegum eignaríbúðum er að ræða.”

 

                                                  Jónmundur Guðmarsson

                                                            bæjarstjóri

                                                               (sign)

 

Tillaga bæjarstjóra var samþykkt samhljóða.

Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

 

9.           Lögð var fram 262. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs dagsett 4. júlí 2002 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

10.      Lögð var fram 263. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs dagsett 13. ágúst 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

11.      Lögð var fram 247. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 12. ágúst 2002 og var hún í 5 liðum.

Samþykkt var samhljóða að tilnefna Ásgerði Halldórsdóttur sem varafulltrúa Jónmundar Guðmarssonar í stjórn S.S.H.

Jafnframt var samþykkt samhljóða að tilnefna Ingu Hersteinsdóttur sem aðalfulltrúa Seltjarnarness í svæðisskipulagsráð S.S.H. og Stefán Bergmann sem varafulltrúa.

Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

 

12.      Lögð var fram 17. fundargerð Strætó b.s. dagsett 2. júlí 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

13.      Lögð var fram 182. fundargerð stjórnar Sorpu b.s. dagsett 11. júlí 2002 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

14.      Lögð var fram 6. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 25. júlí 2002 og var hún í 12 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

 

 

15.      Lögð var fram 48. fundargerð samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga vegna grunnskólans dagsett 23. júlí 2002 og var hún í 16 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

16.

a.      Lögð var fram eftirfarandi greinargerð Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra vegna byggingar Valhúsaskóla:

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness hinn 17. júlí síðastliðinn var samþykkt að óska eftir skriflegri greinargerð um orsakir hækkunar áætlaðs byggingarkostnaðar við Valhúsaskóla miðað við fjárhagsáætlun 2002.  Sú greinargerð sem fer hér á eftir byggir meðal annars á upplýsingum frá Tækni- og umhverfissviði sem hefur framkvæmd verksins með höndum, byggingarnefnd skólans, skólaskrifstofu og skólastjóra Valhúsaskóla.

Við gerð kostnaðaráætlunar fyrir nýbyggingar við Valhúsaskóla var í upphafi gengið út frá því að byggðar yrðu 3-4 kennslustofur ásamt tengigangi.  Stofur áttu að vera 50 m² hver og voru áætlaðar fyrir almenna kennslu.  Ekki var gert ráð fyrir vatnslögnum í byggingunni sem átti að vera 200-250 m² að stærð og ekki var talin þörf á loftræstingu.  Við gerð fjárhagsáætlunar 2002 var tekið mið af þessum forsendum og kostnaður við framkvæmdir ársins var áætlaður 50 m.kr. eða um það bil 200.000 kr. á m².

Á verktíma kom hins vegar í ljós að stærð kennslustofa var undir viðmiðunarmörkum sem nú eru 60 m².  Að tillögu byggingarnefndar skólans var ákveðið að stækka stofurnar til að mæta þessum kröfum.  Einnig var tekin ákvörðun um að breyta stofunum í þrjár sérhæfðar stofur og eina almenna kennslustofu.  Niðurstaðan varð sú að útbúa tvær stofur til náttúru-, eðlis- og efnafræðikennslu sem hvor um sig er 70 m².  Þriðja sérgreinastofan var sérstaklega ætluð til kennslu í tölvu- og upplýsingatækni, og er hún 74 m² að flatarmáli.  Fjórða stofan, ætluð til almennrar kennslu var færð upp í viðmiðunarmörk eða 60 m².

Með gerð þriggja nýrra sérgreinastofa í raungreinum með tilheyrandi tölvu og sérgreinabúnaði eru forsendur skólans fyrir öflugri raungreinakennslu styrktar til muna í samræmi við áherslur í nýrri aðalnámskrá grunnskóla og áskorunar menntayfirvalda um eflingu raungreinakennslu.  Þá var vinnuherbergi og ræstiklefa bætt við og einnig bætist við tengigangur við þann sem fyrir var ásamt rúmgóðum gangi með setustofu.  Salerni fyrir fatlaða nemendur var bætt við auk þess sem vaskur var settur í stofur.  Samtals er stærð byggingarinnar  því um 470 m².

Breytingar þessar höfðu einnig veruleg áhrif á annan stofnkostnað framkvæmdarinnar þar sem stofnbúnaður sérstofu er mun dýrari en almennra kennslustofa.  Sérstofurnar þrjár í nýbyggingunni eru fyrir náttúrufræði, eðlisfræði og upplýsingar- og tæknimennt.  Sem dæmi um stofnbúnað í slíkar sérstofur má nefna lagnagólf í tölvustofu, raflagnir í lofti og vaskaborð í raungreinastofur.  Til stofnbúnaðar telst einnig tækjakostur í tölvustofu og ýmis áhöld í raungreinastofur.  Vegna efna og búnaðar í raungreinastofum reyndist nauðsynlegt að setja loftræstingu í bygginguna sem ella hefði ekki uppfyllt reglugerðir.  Nam viðbótarkostnaður vegna þeirra framkvæmda um 10 m.kr.

Til viðbótar var ráðist í nauðsynlegar endurbætur á snyrtingum og fatahengi kennara í gömlu byggingunni og útbúin skrifstofa fyrir deildarstjóra.  Ofangreind atriði tengjast stækkun skólans.  Einnig var annar tengigangur nýbyggingar hannaður þannig að hann tengist við báðar hæðir.  Ekki hefði verið gert ráð fyrir slíkum framkvæmdum við gerð fjárhagsáætlunar 2002.

Ofantaldar breytingar hafa leitt til fráviks frá því sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.  Áætlaður kostnaður sem fellur til á þessu ári að meðtöldum kostnaði við búnað (þ.m.t. húsgögn, 32 nýjum tölvum, netþjónum, lögnum og efnum og búnaði til raungreinakennslu) er um 70 m.kr. þó er vert að geta þess að félagsmálaráðuneytið hefur nýlega fallist á umsókn Seltjarnarnesbæjar um stofnframlag til framkvæmda úr Jöfnunarsjóði vegna nýbyggingarinnar.  Úthlutun ráðuneytisins nemur um 6.5 m.kr. og kemur til lækkunar á kostnaði við verkið.

 

                                        Virðingarfyllst,

                                        Jónmundur Guðmarsson (sign)

                                        bæjarstjóri.

 

 

b.     Lagt var fram bréf bæjarstjóra til umhverfisráðherra, dagsett 6. ágúst 2002, umsögn um stjórnsýslukæru vegna útgáfu starfsleyfis.  Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurflugvöll ásamt umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

 

c.     Tillaga fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar sbr. 17. lið síðustu fundargerðar bæjarstjórnar.

Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann,  Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.

Samþykkt var samhljóða að breyta fyrstu málsgrein tillögunnar þannig að hún verði:

“Bæjarstjórn Seltjarnarnes samþykkir að fela bæjarstjóra og félagsmálastjóra að gera úttekt á stöðu öldrunarmála á Seltjarnarnesi þar sem meðal annars verður gert grein fyrir.”

Aðrir liðir tillögunnar voru samþykktir óbreyttir.

 

d.     Tillaga Neslistans um skilgreiningu á hlutverki og verksviði nefnda.

Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, og Inga Hersteinsdóttir.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu Neslistans.

“Lagt er til að hlutverk og verkefni einstakra nefnda bæjarfélagsins verði skilgreind með setningu erindabréfa.  Markmið verkefnisins verði að auka festu og skilverkni í stjórnsýslu bæjarfélagsins.  Bæjarstjóra verði falið að leiða verkefnið og vinna það í samvinnu við formenn nefnda og forstöðumenn viðkomandi stjórnsýslusviða.”

Erindisbréf verði lögð fram bæjarstjórn til samþykkar.

Eftirfarandi nefndir verði skoðaðar:

Skipulags- og mannvirkjanefnd, Félagsmálaráð, Fjárhags- og launanefnd, Menningarnefnd, Skólanefnd, Umhverfisnefnd og Æskulýðs- og íþróttaráð.  Ljóst er að hlutverk og valdsvið er bundið í lögum, reglugerðum og samþykktum bæjarstjórnar.  Engu að síður þarf að endurskoða hvort einhverjir málaflokkar falli utan valdsviðs nefndanna sem og hvort skörun eigi sér stað í einhverjum málaflokkum.

 

            Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                     (sign)                                        (sign)

 

            Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                     (sign)                                        (sign)

 

Samþykkt samhljóða.

 

e.      Lagt var fram bréf heilbrigðis- og tryggingarráðuneytis dagsett 22. júlí 2002.

 

f.       Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 30. júlí 2002  varðandi ráðgjöf við gerð Staðardagskrá 21.

Bréfinu var vísað til Umhverfisnefndar.

 

g.     Lagt var fram bréf S.S.H. dagsett 13. ágúst 2002 varðandi viðurkenningar S.S.H.

 

h.     Lagt var fram bréf varasjóðs húsnæðismála, ódagsett.

 

i.        Lagt var fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 2. ágúst 2002 um verkefnastefnumót 13. og 14. september n.k. um “Northen Periphery” verkefnaáætlun ESB.

 

j.        Lögð var fram tilkynning um aðalfund S.S.H. 18. október 2002 í Mosfellsbæ.

 

k.     Lagðir voru fram ársreikningar Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar árið 2001.

 

l.        Lagðir voru fram ársreikningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2001.

 

Fundi var slitið kl. 18:40            Álfþór B. Jóhannsson (sign)

 Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?