Fara í efni

Bæjarstjórn

557. fundur 17. júlí 2002

Miðvikudaginn 17. júlí 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

 

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 

1.           Lögð var fram 313. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júlí 2002, og var hún í 9 liðum.

Til máls tóku Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Stefán Bergmann.

2. og 4. liður fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða. Aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

Samþykkt var að óska eftir skriflegri greinargerð um orsakir hækkunar byggingakosnaðar við Valhúsaskóla úr kr. 50.000.000.- í kr. 70.000.000.-

 

2.           Lögð var fram 1. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. júlí 2002, og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bermann, Ingimundur Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn var sammála um að kanna möguleika á að kaupa neðri hæð fasteignarinnar að Skólabraut 1.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar skólanefndar frá 03.07.2002, lið 1.:

,,Á fyrsta fundi nýrrar skólanefndar var tillaga formanns skólanefndar um að farið yrði að lögum varðandi áheyrnarfulltrúa í skólanefnd samþykkt með atkvæðum meirihluta D lista.

Í þessari tillögu fellst að foreldrafélög beggja skólanna þurfa að hafa sameiginlegan fulltrúa á fundum skólanefndar. Kennarar beggja skólanna verða að sameinast um fulltrúa og einnig leikskólakennarar. Í lögum er grunnskólinn skilgreindur sem ein heild þó að starfsemin hér á Seltjarnarnesi fari fram í tveimur aðskildum stofnunum. Á síðasta kjörtímabili, þ.e. 1998-2002, var ákveðið að bæði kennarafélögin, fulltrúar starfsmanna leikskólanna og foreldrafélögin hefðu heimild til að sitja fundi skólanefndar sem áheyrnarfulltrúar.

Rök formanns skólanefndar fyrir þessari breytingu voru þau að skilvirkni funda skólanefndar mundi aukast. Formaður skólanefndar taldi þessa tillögu einnig vera til þess fallna að auka samstarf milli skóla á Seltjarnarnesi og samstarf foreldrafélaga. Einhverjir fjármunir sparast því fulltrúar kennara og leikskólakennara fá greitt fyrir setu á fundum skólanefndar en fulltrúar foreldra fá ekki greitt fyrir setu á fundum nefndarinnar.

Það er mat fulltrúa Neslistans að góð tengsl og upplýsingastreymi milli skólanefndar og fulltrúa foreldrafélaga, kennara og leikskólakennara séu mjög mikilvæg. Það er engin ástæða til að breyta því fyrirkomulagi sem gekk vel á síðasta kjörtímabili.

Það voru ekki fulltrúar foreldra og kennara sem höfðu áhrif á skilvirkni funda skólanefndar á síðasta kjörtímabili.

Það er sjálfsagt fyrir sveitarfélag eins og Seltjarnarnes að nýta sér kosti smæðarinnar og hafa sem flesta vel upplýsta um málefni sem koma til umræðu á fundum skólanefndar. Fulltrúar foreldra mættu ágætlega á fundi skólanefndar á síðasta kjörtímabili og völdu að sitja fundi í sínum frítíma launalaust. Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn telja að þessi tillaga sé neikvæð og muni valda óþarfa óróa og sé skólastarfi á Seltjarnarnesi ekki til framdráttar og beri ekki vott um áhuga D-lista á að viðhafa opna og lýðræðislega stjórnsýslu.”

 

  Sunneva Hafsteinsdóttir(sign)    Guðrún Helga Brynleifsdóttir(sign)

                                                                              

  Stefán Bergmann(sign)

 

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson og lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Meirihluti sjálfstæðismanna treystir nýrri skólanefnd til að eiga gott samstarf við starfsfólk skólanna og foreldra um áframhaldandi uppbyggingu skólastarfs á Seltjarnarnesi hér eftir sem hingað til.”


3.           Lögð var fram 35. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 26. júní 2002, og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram 115. stjórnarfundargerð Eirar, dagsett 24. júní 2002, og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram 54. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara, dagsett 13. júní 2002, og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram 2. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Iðjuþjálfarafélags, dagsett 4. júlí 2002, og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram 278. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 1. júlí 2002, og var hún í 10 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Ingimar Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

8.           Lögð var fram 692. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. júní 2002, og var hún í 40 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð samstarfsnefndar lögreglu skv. 12.gr. nr. 90/1996, dagsett 19. júní 2002, og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lagðir voru fram ársreikningar Alþjóðahúss árið 2001 ásamt ársskýrslu og starfsáætlun 2002 ásamt tillögu um hlutafjáraukningu.

11.      Lögð var fram 1. fundargerð stjórnar Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 4. júlí 2002.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram 246. fundargerð stjórnar SSH, dagsett 1. júlí 2002, og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt var að óska eftir upplýsingum um lagafrumvarp og umsögn um frumvarpið sbr. 2. lið fundargerðarinnar.

13.      Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 314. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. júlí 2002 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

3., 4. og 5. liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða, aðrir liðir gáfu ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 9. júlí 2002, um námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn.

15.      Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 16. maí 2002.

Til máls tók Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Erindi.

a.      Lögð voru fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. júní og 1. júlí 2002, varðandi XVII landsþing sambandsins.

b.     Lagt var fram erindi ,,Saman-hópsins”, dagsett 2. júlí 2002.

Erindinu var vísað samhljóða til félagsmálaráðs.

c.     Lagt var fram bréf Kirkjugarðasambands Íslands, dagsett 24. júní 2002.

Erindinu var vísað samhljóða til Menningarnefndar.

d.     Lagt var fram bréf  Íbúðalánasjóðs, dagsett 5. júlí 2002, heimild til veitingar viðbótarlána.

Vísað til félagsmálaráðs.

e.      Lögð voru fram leiðbeiningablöð no. 1 og 9 frá Skipulagsstofnun.

Vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

f.       Lagt var fram bréf Kammerkórs Seltjarnarneskirkju, dagsett 5. júlí 2002, umsókn um menningarstyrk.

Erindinu var vísað samhljóða til menningarnefndar.

g.     Rætt var erindi Selkórsins, umsókn um styrk vegna kórferðar.

Erindinu var vísað samhljóða til menningarnefndar.

h.     Lagt var fram bréf Umhverfisráðuneytisins, dagsett 8. júlí 2002, ásamt afriti af stjórnsýslukæru Flugskóla Íslands.

Erindinu var vísað samhljóða til Heilbrigðisnefndar og afrit til Umhverfisnefndar.

17.      Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Ingimar Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi:

,,Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela bæjarstjóra að gera úttekt á stöðu öldrunarmála á Seltjarnarnesi þar sem meðal annars verður gert grein fyrir:

1.     Hversu margir aldraðir njóta heimahjúkrunar í dag?

-         Hversu margir til viðbótar þurfa slíka þjónustu?

2.     Hversu margir aldraðir sækja dagdvöl?

-         Hversu margir til viðbótar þurfa slíka þjónustu?

3.     Hversu margir aldraðir þurfa að fá möguleika á hvíldarinnlögn?

-         Hversu margir hafa notað þá þjónustu undanfarið?

4.     Hjúkrunarrými; hversu mörg eru í notkun hjá okkur í dag?

-         Hverjir dvelja á sjúkrastofnun?

-         Er biðlisti eftir hjúkrunarrými?

 

Félagsstarf aldraðra; hvað erum við að bjóða upp á í dag og hvað eru önnur sambærileg bæjarfélög að bjóða upp á?

Hreyfing og þjálfun; hvað erum við að bjóða upp á í dag og hvað eru önnur sambærileg bæjarfélög að bjóða upp á?

Þjónustuíbúðir aldraðra Skólabraut 3-5 og Eiðismýri 30 fá aldursgreiningu íbúa og þjónustuþörf þeirra í dag. Einnig að meta komandi þörf.

Fara í gegnum ýmsa sérþjónustu eins og heimilisþjónustu, ferðaþjónustu, baðþjónustu, mötuneytisþjónustu, fjárhagsaðstoð og fleira. Hvað veitum við í dag og hver er þörfin?

        og skili skýrslu til bæjarstjórnar eigi síðar en 1. desember n.k.”

Seltjarnarnesi 17. júlí 2002

Ásgerður Halldórsdóttir   Inga Hersteinsdóttir    Ingimar Sigurðsson

                   (sign)                              (sign)                    (sign)

18.      Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

,,Fulltrúar Neslistans leggja til að hlutverk og valdsvið einstakra nefnda verði skilgreint til að auka skilvirkni í starfsemi bæjarfélagsins.

Bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við formenn nefnda að þeir hlutist til um að gerð verði skrifleg lýsing á hlutverki og valdsviði viðkomandi nefnda sem lagðar verði fyrir bæjarstjórn.

Eftirfarandi nefndir verði skoðaðar:

Skipulags- og mannvirkjanefnd, Félagsmálaráð, Fjárhags- og launanefnd, Menningarnefnd, Skólanefnd, Umhverfisnefnd og Æskulýðs- og íþróttaráð.

Ljóst er að hlutverk og valdsvið er bundið í lögum, reglugerðum og samþykktum bæjarstjórnar. Engu að síður þarf að endurskoða hvort einhverjir málaflokkar falli utan valdsviðs nefndanna sem og hvort skörun eigi sér stað í einhverjum málaflokkum.”

 

        Sunneva Hafsteinsdóttir                        Guðrún Helga Brynleifsdóttir

          (sign)                                                           (sign)

                                Stefán Bergmann

                                        (sign)        

 

Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.

 

19.      Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

,,Hefur Seltjarnarnesbær gert nýlega samning um framhald malarnáms í landi Seltjarnarness við Bolöldu?

Ef svo er, hvenær er áætlað að kynna hann fyrir bæjarstjórn Seltjarnarness?”

 

Sunneva Hafsteinsdóttir                        Guðrún Helga Brynleifsdóttir

            (sign)                                                           (sign)

                                  Stefán Bergmann

                                         (sign)

 

Fyrirspurninni verður svarað á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

20.      Stefán Bergmann vakti athygli á eðli framkvæmda við sjóvarnargarð á Kotagranda við Seltjörn og mikilvægi þess að undirbúningur fari í þann farveg sem hæfir svæði sem sett hefur verið á náttúrumenjaskrá.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Ingimar Sigurðsson.

 

21.      Eftirtaldir voru kjörnir af meirihluta bæjarstjórnar til setu í undirkjörstjórn:

Ægir Ólason, Tjarnarbóli 15

Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15

Ómar V. Gunnarsson, Skólabraut 8

Þórður Búason, Sólbraut 16

Hildur Jónsdóttir, Sólbraut 16

Jónas Friðgeirsson, Tjarnarbóli 8

Sigmundur Ríkharðsson, Melabraut 52

Kristinn Guðmundsson, Vallarbraut 6

og til vara voru kjörnir:

            Guðmundur Jón Helgason, Nesbala 102

            Jón Guðmundsson, Látraströnd 12

            Gréta Bergsdóttir, Bollagörðum 119

            Jóhanna Runólfsdóttir, Lindarbraut 15

            Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd 39

            Þór Gunnarsson, Unnarbraut 14

            Tómas Sigurðsson, Nesbala 112

             Kristján Guðlaugsson, Bollagörðum 1

 

22.      Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar gerðu eftirfarandi breytingu á nefndaskipan:

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir hættir sem fulltrúi í Menningarnefnd og sæti hennar tekur Bjarni Dagur Jónsson, Lambastaðabraut 4.

Sæti Bjarna Dags sem varamaður í nefndinni tekur Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41.

Guðmundur Hannesson, Nesbala 34 tekur sæti sem varaskoðunarmaður bæjarreikninga í stað Péturs Kjartanssonar, Bollagörðum 24.

 

23.      Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi samkomulagstillögu um starfskjör bæjarstjórnar:

a.          Föst grunnlaun fyrir dagvinnu greiðast skv. ákvörðun Kjaranefndar ft. aðrir ráðuneytisstjórar.

b.         Föst yfirvinna 40 klst/mán.

c.         Bifreiðastyrkur 800 km pr. mán.

d.         Iðgjald af líf- og sjúkratryggingu greiðist skv. nánara samkomulagi.

Starfskjarasamningurinn var samþykktur með 4 atkvæðum meirihlutans, 3 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

 

24.      Reiknað er með að bæjarstjórn heimsæki stofnanir bæjarins í lok ágúst.


Fundi var slitið kl. 18:52.                     Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?