Fara í efni

Bæjarstjórn

556. fundur 26. júní 2002

Miðvikudaginn 26. júní 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

 

Sunneva Hafsteinsdóttir gerði athugasemdir við síðustu fundargerð.

a.      Kjör Felix Ragnarsonar sem varamanns í Æskulýðs- og íþróttaráð féll niður í bókun.

b.     Kjör Daníels Gestssonar sem varamanns í yfirkjörstjórn féll niður í bókun.

c.     Við kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar sat Sunneva Hafsteinsdóttir hjá.

 

1.           Lögð var fram 312. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. júní 2002, og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

2.           Lagðir voru fram ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og SHS fasteigna ehf. fyrir árið 2001 ásamt endurskoðunarskýrslu.

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.

 

3.           Lögð var fram 180. fundargerð Sorpu bs., dagsett 30. maí 2002 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lögð var fram 179. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga, dagsett

15. maí 2002, og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram áhættugreining fyrir höfuðborgarsvæðið, dagsett í maí 2002.

Til máls tóku Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Samþykkt var að senda áhættugreininguna Skólanefnd, Æskulýðs- og íþróttaráði og stjórn Veitustofnana Seltjarnarness til kynningar.

 

6.           Önnur mál.

a.      Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytisins, dagsett 19. júní 2002, um barnaverndarnefndir.

b.     Lagt var fram bréf Lögreglustjórans í Reykjavík varðandi samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga, dagsett 4. júní 2002.

Til máls um bréfið tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Jafnframt var lögð fram eftirfarandi auglýsing Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsett 19. mars 2002, um umferð á Seltjarnarnesi.

,,Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, og að fenginni tillögu bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur verið ákveðið að leyfilegur hámarkshraði á Seltjarnarnesi verði sem hér segir:

1.     Á Norðurströnd og Suðurströnd að Nesbala verði hámarkshraði 60 km/klst.

2.     Á Lindarbraut, Nesvegi og vegi í Suðurnes frá Nesbala verði hámarkshraði 50 km/klst.

3.     Á öðrum götum bæjarins verði hámarkshraði 30 km/klst.”

Ofangreind ákvörðun tekur gildi við birtingu auglýsingar þessarar.

 

7.           Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

,,Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að beina því til starfshóps sem nú starfar á vegum skólanefndar um byggingu nýs leikskóla að skoða og gera tillögur til skólanefndar og bæjarstjórnar um að bjóða börnum á Seltjarnarnesi leikskólavist frá 1 árs aldri.”

Greinargerð:

Nú starfar á vegum skólanefndar starfshópur sem á að gera tillögu til skólanefndar og bæjarstjórnar um byggingu nýs leikskóla á Seltjarnarnesi. Starfshópurinn á að skila tillögum til skólanefndar     1. október 2002. Ljóst er að flestir foreldrar þurfa á gæslu að halda fyrir börn sín er fæðingarorlofi lýkur. Að mati fulltrúa Neslistans í bæjarstjórn er tímabært að skoða vandlega þennan kost. Hér er um að ræða einn árgang og þ.e. 60 til 70 börn. Að okkar mati er þetta sjálfsögð þjónusta og mikilvægt er að Seltjarnarnesbær standi í fremstu röð hvað varðar þjónustu af þessu tagi.

 

Sunneva Hafsteinsdóttir                         Guðrún Helga Brynleifsdóttir

          (sign)                                                           (sign)

                                     Árni Einarsson

                                          (sign)

 

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til skólanefndar.

 

Fundi var slitið kl. 17:31.                     Álfþór B. Jóhannsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?