Fara í efni

Bæjarstjórn

555. fundur 12. júní 2002


Miðvikudaginn 12. júní 2002 kom nýkjörin bæjarstjórn Seltjarnarness saman til síns fyrsta fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
 
Einnig mætti á fundinn fráfarandi bæjarstjóri, Sigurgeir Sigurðsson.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Sunneva Hafsteinsdóttir, sá bæjarfulltrúi er lengsta reynslu hefur í bæjarstjórnarstörfum, setti fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum kosninganna 25. maí 2002 og stjórnaði kjöri forseta.

Á kjörskrá á Seltjarnarnesi voru 3362. Atkvæði greiddu samtals 2735 eða 81,35% kjósenda.

Í framboði voru tveir listar, D-listi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness.

Atkvæði féllu þannig:
D-listi hlaut 1610 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa kjörna.
N-listi hlaut 1062 atkvæði og þrjá bæjarfulltrúa kjörna.

Kjörnir voru af D-lista:
 Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12,
 Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1,
 Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
 Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
og kjörnir voru af N-lista:
 Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
 Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16,
 Árni Einarsson, Skólabraut 8.
Kosningar samkv. 6. gr. bæjarmálasamþykktar.


1. Sitjandi forseti bæjarstjórnar óskaði eftir tillögum um forseta bæjarstjórnar og var Ásgerður Halldórsdóttir tilnefnd og var tilnefningin samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn. Þakkaði hún það traust sem sér væri sýnt með kjörinu og óskaði eftir góðu og árangursríku samstarfi á kjörtímabilinu.
Bauð hún bæjarstjórnarfulltrúa velkomna til starfa og sérstaklega þá sem nú taka sæti í bæjarstjórn í fyrsta sinn.


2. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Inga Hersteinsdóttir með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.


3. Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sunneva Hafsteinsdóttir með 7 samhljóða atkvæðum.

 
4. Lögð var fram til síðari umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi breytingatillögur:

Breytingatillaga 1.
,,51. gr. B. no. 3.
Lagt er til að greinin verði á þessa leið:
Skipulags og mannvirkjanefnd:
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Fer með byggingar- og skipulagsmál skv. 6. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Umferðarmál skv. heimild í 2. mgr. 116. gr. laga um umferðarmál nr. 50/1987 og hafnarmál sbr. hafnarlög nr. 23/1994.”

 

Breytingartillaga 2.
51. gr. B. no. 4.
Lagt er til að greinin verði á þessa leið:
Félagsmálaráð:
Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara samkv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Fer með verkefni barnaverndarnefndar skv. lögum nr. 58/1991. Fer með verkefni barnaverndarnefndar skv. lögum nr. 58/1991 um málefni aldraðra. Fer með verkefni húsnæðisnefndar skv. 5. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 12. júní 2002 í tengslum við seinni umræðu um ,,Samþykkt um stjórn og fundarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar”:
,,Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að bæjarstjórn skipi sérstaka 3ja manna jafnréttisnefnd sbr. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.
Jafnréttisnefndin skal vera ráðgefandi fyrir bæjarstjórn Seltjarnarness í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnréttisnefnd á einnig að endurskoða jafnréttisáætlun bæjarins og gera sérstaka áætlun til næstu fjögurra ára.”
  Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir
   (sign)              (sign)
  Árni Einarsson
   (sign)

Fyrri tillaga Neslistans var samþykkt samhljóða.

Seinni tillaga Neslistans um jafnréttisráð var felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
,,Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness harma þessa afgreiðslu á tillögu Neslistans um skipan sérstakrar jafnréttisnefndar. Öll sveitarfélög hér á Reykjavíkursvæðinu hafa skipað sérstaka jafnréttisnefnd, nema Garðabær. Eins og fram kemur í tillögu Neslistans á jafnréttisnefnd samkvæmt lögum að hafa frumkvæði og vera ráðgefandi fyrir bæjarstjórn. Það er skoðun okkar að full þörf sé á að vinna markvisst að þessum málum hér hjá bæjarfélaginu og við teljum að það sé best gert með skipun sérstakrar jafnréttisnefndar.
  
Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir
   (sign)     (sign)
  Árni Einarsson
   (sign)

Jónmundur Guðmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Meirihlutinn telur að verkefni jafnréttisnefndar hafi verið leyst vel af hendi af Félagsmálaráði Seltjarnarness og hvetur ráðið til að halda áfram á sömu braut á nýju kjörtímabili.”
  
Jónmundur Guðmarsson
       (sign)

Bæjarmálasamþykktin með áorðnum breytingum var samþykkt samhljóða.


5. Kosningar skv. 51. grein bæjarmálasamþykktar.
a. Kosningar til eins árs.
Kjörstjórnir við alþingiskosningar:
Halldór Árnason formaður, Víkurströnd 11,
María E. Ingvadóttir, Vallarbraut 6,
Bolli Thoroddsen, Sæbraut 6.
Kjöri varamanna var frestað.
Í undirkjörstjórnir voru kjörnir:
Helgi Njálsson, Skerjabraut 1,
Þórhallur Bergmann, Hamarsgötu 2,
Guðmundur Vigfússon, Tjarnarbóli 12,
Gunnar V. Hansson, Sævargörðum 18,

 

og til vara voru kjörnir:
Grímur Sigurðsson, Austurströnd 12,
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30,
Sigrún Benediktsdóttir, Sólbraut 13,
Valgerður Janusdóttir, Miðbraut 1.
Kjöri fulltrúa meirihlutans í undirkjörstjórnir var frestað til næsta fundar.
 
b. Kosningar til fjögurra ára.
I. Í Almannavarnanefnd voru kjörin:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Þorvaldur Árnason, Skólabraut 2,
og til vara voru kjörnir:
Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
Kristján Einarsson, Tjarnarbóli 14.

II. Í Bláfjallanefnd var kjörin:
Hildur Jónsdóttir, Melabraut 52,
og til vara var kjörinn:
Egill Jóhannsson, Selbraut 24.


III. Í Skipulags- og mannvirkjanefnd voru kjörnir:
Inga Hersteinsdóttir formaður, Eiðistorgi 5,
Tómas Már Sigurðsson, Nesbala 122,
Ingimar Sigurðsson, Selbraut 70,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2,
og til vara voru kjörnir:
Þórður Búason, Sólbraut 16,
Elín Guðmundsdóttir, Bollagörðum 26,
Sólveig Pálsdóttir, Unnarbraut 14,
Þorvaldur K. Árnason, Skólabraut 2,
Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstíg 20.


IV. Í félagsmálaráð voru kjörnir:
Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður, Tjarnarmýri 39,
Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd39,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Skerjabraut 1,
Edda Kjartansdóttir, Lambastaðabraut 9,
og til vara voru kjörnir:
Berglind Magnúsdóttir, Grænumýri 26,
Magnús Margeirsson, Valhúsabraut 2,
Jóhanna Runólfsdóttir, Lindarbraut 15,
Grímur Sigurðsson, Austurströnd 12,
Margrét Guðmundsdóttir, Víkurströnd 14.

V. Í  Fjárhags- og launanefnd voru kjörnir:
Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Bollagörðum 1,
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 16,
og til vara voru kjörnir:
Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
Ingimar Sigurðsson, Selbraut 70,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.

VI. Forðagæslumaður er bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12.

VII. Í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands var kjörinn:
Jón Hákon Magnússon, Látraströnd 6,
og til vara var kjörin:
Erna Nielsen, Barðaströnd 11.

VIII. Í fulltrúaráð SSH voru kjörnir:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
og til vara voru kjörnir:
Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.

IX. Í fulltrúaráð Sorpu voru kjörnir:
Pétur Jónsson, Selbraut 10,
Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2,
og til vara voru kjörnir:
Gunnar Lúðvíksson, Bollagörðum 119,
Kristján Einarsson, Tjarnarbóli 14.

X. Í stjórn Sorpu var kjörinn:
Sigurgeir Sigurðsson, Miðbraut 29,
og til vara var kjörin:
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.

XI. Í stjórn Strætó bs. var kjörin:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
og til vara var kjörin:
Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84.

XII. Í stjórn Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins situr bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12, og til vara var kjörinn Ingimar Sigurðsson, Selbraut 70.

XIII. Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er forseti bæjarstjórnar sjálfkjörinn í stjórn hans.
Annar aðalmaður í stjórn sjóðsins var kjörinn Jón Jónsson, Melabraut 28.

XIV. Í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis voru kjörnir:
Erna Nielsen, Barðaströnd 11,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Skerjabraut 1,
og til vara voru kjörnir:
Áslaug Harðardóttir, Látraströnd 6,
Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2.

XV. Í kjörstjórn við sveitastjórnarkosningar voru kjörnir:
Halldór Árnason, formaður, Víkurströnd 1,
María E. Ingvadóttir, Vallarbraut 6,
Bolli Thoroddsen, Sæbraut 6.
Kjöri varamanna var frestað.

Í undirkjörstjórnir voru kjörnir:
Helgi Njálsson, Skerjabraut 1,
Þórhallur Bergmann, Hamarsgötu 2,
Guðmundur Vigfússon, Tjarnarbóli 12,
Gunnar V. Hansson, Sævargörðum 18,
og til vara voru kjörnir:
Grímur Sigurðsson, Austurströnd 12,
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Eiðismýri 30,
Sigrún Benediktsdóttir, Sólbraut 13,
Valgerður Janusdóttir, Miðbraut 1.
Kjöri fulltrúa meirihlutans í undirkjörstjórn var frestað til næsta fundar.

XVI. Til setu á landsþingi Sambands ísl. sveitarfélaga voru kjörnir:
Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12,
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
og til vara voru kjörnir:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Bjarni Torfi Álfþórsson, Barðaströnd 41,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16. 

XVII. Í Launanefnd sveitarfélaga voru kjörnir:
Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12,
og til vara var kjörin:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5.

 

XVIII. Í Menningarnefnd voru kjörnir:
Sólveig Pálsdóttir, formaður, Unnarbraut 14,
Bjarki Harðarson, Tjarnarmýri 27,
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Sefgörðum 4,
Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14,
Jakob Þór Einarsson, Miðbraut 1,
og til vara voru kjörnir:
Bjarni Dagur Jónsson, Lambastaðabraut 4,
Auður Hafsteinsdóttir, Unnarbraut 5,
Sonja B. Jónsdóttir, Unnarbraut 9,
Kristján Einarsson, Tjarnarbóli 14,
Ingveldur Viggósdóttir, Fornaströnd 16.

XIX. Í stjórn Reykjanesfólkvangs var kjörin:
Hildur Jónsdóttir, Melabraut 52,
og til vara var kjörinn:
Egill Jóhannesson, Selbraut 24.

XX. Skoðunarmenn bæjarreikninga voru kjörnir:
Stefán Pétursson, Hofgörðum 20,
Guðmundur Einarsson, Víkurströnd 14,
og til vara voru kjörnir:
Pétur Kjartansson, Bollagörðum 26,
Ágúst Einarsson, Fornuströnd 19.

XXI. Í Skólanefnd voru kjörnir:
Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður, Barðaströnd 41,
Gunnar Lúðvíksson, Bollagörðum 119,
Lárus B. Lárusson, Lindarbraut 8,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16,
Árni Einarsson, Skólabraut 8,
og til vara voru kjörnir:
Jens Pétur Hjaltested, Nesbala 33,
Þórdís Sigurðardóttir, Bollagörðum 121,
Petrea I. Jónsdóttir, Vallarbraut 6,
Hildigunnur Gunnarsdóttir, Bollagörðum 97,
Valgerður Janusdóttir, Miðbraut 1.

XXII. Í Starfskjaranefnd voru kjörnar:
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
og til vara voru kjörnar:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.

XXIII. Í Starfsmatsnefnd var kjörinn:
Álfþór B. Jóhannsson, Látraströnd 2,
og til vara var kjörin:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5.

XXIV. Í stjórn Starfsmenntunarsjóðs voru kjörnar:
Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1,
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61,
og til vara voru kjörnar:
Inga Hersteinsdóttir, Eiðistorgi 5,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Bollagörðum 16.

XXV. Í Umhverfisnefnd voru kjörnir:
Ingimar Sigurðsson, formaður, Selbraut 70,
Magnús Örn Guðmundsson, Nesbala 34,
Margrét Pálsdóttir, Steinavör 6,
Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2,
Kristín Ólafsdóttir, Vallarbraut 2,
og til vara voru kjörnir:
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Eiðismýri 4,
Guðmundur Óskarsson, Sævargörðum 1,
Hannes Rúnar Ríkharsson, Grænumýri 20,
Kristján Jónasson, Melabraut 25.
Fulltrúar Neslistans tilkynna val varafulltrúa síðar.

XXVI. Í stjórn Veitustofnana voru kjörnir:
Jónmundur Guðmarsson, formaður, Nesbala 12,
Atli Atlason, Melabraut 8,
Guðmundur Jón Helgason, Nesbala 102,
Jens Andrésson, Grænumýri 28,
Guðjón Jónsson, Selbraut 36,
og til vara voru kjörnir:
Friðrik Friðriksson, Bollagörðum 7,
Stefán Jón Friðriksson, Unnarbraut 5,
Atli Björn Bragason, Selbraut 34,
Þorvaldur K. Árnason, Skólabraut 2,
Kristín Ólafsdóttir, Vallarbraut 2.

XXVII. Í stjórn Æskulýðs- og félagsheimilis Seltjarnaress.
Sjö fulltrúar, bæjarstjórnin öll, situr í stjórn eigandafélags æskulýðs og félagsheimilisins.

XXVIII. Í stjórn Æskulýðs- og íþróttaráðs sitja:
Ásgerður Halldórsdóttir, formaður, Bollagörðum 1,
Sjöfn Þórðardóttir, Lindarbraut 8,
Sigrún Edda Jónsdóttir, Selbraut 84,
Árni Einarsson, Skólabraut 8,
Nökkvi Gunnarsson, Tjarnarbóli 14,
og til vara voru kjörnir:
Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15,
Ágúst Bogason, Eiðistorgi 7,
Haraldur Eyvinds Þrastarson, Unnarbraut 28,
Hildigunnur Gunnarsdóttir, Bollagörðum 97.


6. Kosning bæjarstjóra samkvæmt 53. gr. bæjarmálasamþykktar.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Bæjarstjórn samþykkir að ráða Jónmund Guðmarsson í starf bæjarstjóra Seltjarnarness kjörtímabilið 2002-2006. Forseta bæjarstjórnar er falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við bæjarstjóra sem lagður skal fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.”
Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.

 
7. Lögð var fram 105. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 29. maí 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8. Lögð var fram 31. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 22. maí 2002 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


9. Lögð var fram 34. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 23. maí 2002 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


10. Lögð var fram 5. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 2002 dagsett 22. maí og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


11. Lögð var fram 15. fundargerð stjórnar Alþjóðahússins ehf. dagsett 17. apríl 2002 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


12. Lögð var fram 245. fundargerð stjórnar SSH dagsett 3. júní 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


13. Lögð var fram 25. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 26. apríl 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


14. Lögð var fram 2. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands dagsett 29. maí 2002 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


15. Lögð var fram 14. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands dagsett 17. maí 2002.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


16. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Lína.net dagsett 2. maí 2002.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Árni Einarsson.
Bréfið gaf ekki tilefni til samþykktar.

b. Lagt var fram bréf Gróttu-KR dagsett 21. maí 2002 þar sem óskað er eftir leyfi til dansleikjahalds í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í ágúst.
Til máls tók Árni Einarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til Æskulýðs- og íþróttaráðs.

c. Lagt var fram bréf ÍSÍ dagsett 16. maí 2002 og var efni þess:
,,Ályktun um aukinn þátt bæjar- og sveitarfélaga í fjámögnun og rekstri íþrótta- og ungmennafélaga.”
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa bréfinu til Æskulýðs- og íþróttaráðs.

d. Lagt var fram bréf SSH dagsett 4. júní 2002.


e. Atvinnumál ungs fólks sbr. 14. lið síðustu fundargerðar.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Afgreiðslu málsins var frestað.


17. Samþykkt var samhljóða að heimila Fjárhags- og launanefnd fyrra kjörtímabils að ljúka sérverkefni sem hún hefur verið með í vinnslu.

18. Rætt var um stefnu er bæjarsjóði hefur verið birt.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

19. Sunneva Hafsteinsdóttir gerði athugasemd við 14. lið síðustu fundargerðar en þar hafði verið bókað:
,,að bæjarsjóður veitti allt að 2-5 milljónum til atvinnuskapandi verkefna”
en rétt er að upphæðin átti að vera ,,allt að 2.5 milljónum.”

20. Inga Hersteinsdóttir lagði fram eftirfarandi:
Vegna fjarveru síðustu viku óska ég eftir að eftirfarandi verði fært til bókar:
,,Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fráfarandi bæjarstjórnarfulltrúum samvinnuna og alveg sérstaklega bæjarstjóra fyrir langt og gæfuríkt starf í þágu bæjarins.
Einnig vil ég sérstaklega þakka Ernu Nielsen, Jens Pétri Hjaltested og Högna Óskarssyni árangursríkt starf til margra ára.”
  
Inga Hersteinsdóttir (sign)

 

Fundi var slitið kl. 18:10   Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?