Fara í efni

Bæjarstjórn

553. fundur 08. maí 2002

553. (1479) Bæjarstjórnarfundur.


Miðvikudaginn 8. maí 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Benediktsdóttir, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.

Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.


1. Lögð var fram 269. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 18. apríl 2002 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


2. Lögð var fram 147. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 23. apríl 2002 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


3. Lögð var fram 16. fundargerð stjórnar Strætó bs. dagsett 12. apríl 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lagðar voru fram 13. og 14. fundargerðir Alþjóðahúss dagsettar 20.mars og 5.apríl 2002 og var hvor um sig í 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

5. Lagðar voru fram 178. fundargerð launanefndar sveitarfélaga dagsett 20.mars 2002 og var hún í 9 liðum og 46. fundargerð með samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands dagsett 9. apríl 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 24. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 26. apríl 2002 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen, sem óskaði byggðasamlaginu til hamingju með Slökkvistöðina sem vígð var í Hafnarfirði 27. apríl og sagði hana og búnað þar eignaraðilum til mikils sóma.

7. Lögð var fram ársskýrsla ársins 2001.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Vegna útgáfu ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar um starfsemina árið 2001 vilja fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn taka eftirfarandi fram.
Af ársskýrslunni er ljóst að starfsfólk Seltjarnarnesbæjar hefur unnið ötullega að þeim mörgu verkefnum, sem þeim hafa verið falin á starfsárinu og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra framlag við að veita bæjarbúum þjónustu.
Það vekur hins vegar sérstaka athygli við lestur ársskýrslunnar, að ekki er birt greinargerð um störf skipulagsnefndar á árinu.  Það er sláandi, og í raun ótrúleg bíræfni af hálfu bæjarstjóra, sem er ábyrgur fyrir útgáfu ritsins, að ekki skuli vera minnst einu orði á þau tvö mál, sem hvað mest hafa verið í umræðu meðal bæjarbúa á árinu.
Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis og því síður á þær deilur sem hafa sprottið upp vegna málsmeðferðar meirihlutans á þessu mikilvæga hagsmunamáli.
Í öðru lagi er ekki minnst einu orði á tillögur um byggingar á Hrólfskálamel, örlög þau sem samþykkt meirihlutans í því máli hefur hlotið, né á þá skriflegu andstöðu við tillögurnar, sem kom frá um 300 Seltirningum.  Og hvergi er minnst á það, hvar þetta mál stendur í dag.
Það er ekki sæmandi fyrir meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn að sýna bæjarbúum öllum það virðingarleysi að láta sem þessi mál hafi aldrei verið til.
Því kerfjast fulltrúar Neslistans þess að ársskýrslan verði dregin til baka og lögð fram aftur þegar bætt hefur verið í hana köflum um ofangreind mál.

Seltjarnarnesi, 8. maí 2002.

Högni Óskarsson   Sigrún Benediktsdóttir
(sign)     (sign)

Til máls um tillöguna tóku Sigrún Benediktsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.
Tillaga Neslistans var samþykkt samhljóða.
Afgreiðslu ársskýrslunnar var frestað.
 
8. Kjör til endurkjörstjórnar.
Kosnir voru:
 Ægir Ólafsson, Tjarnarbóli 15.
 Þór Sigurgeirsson, Bollagörðum 15.
 Kristján Guðlaugsson, Bollagörðum 1.
 Sigmundur Ríkarðsson, Melabraut 52.
 Ómar V. Gunnarsson, Skólabraut 8.
 Þórður Búason, Sólbraut 16.
 Hildur Guðlaugsdóttir, Sólbraut 16.
 Jónas Friðgeirsson, Tjarnarbóli 8.
 Þórhallur Bergmann, Hamarsgötu 2.
 Sigrún Benediktsdóttir, Sólbraut 13.
 Guðmundur Vigfússon, Tjarnarbóli 12.
 Gunnar V. Hansson, Sævargörðum 18.
og til vara voru kjörnir:
 Guðmundur Jón Helgason, Nesbala 102.
 Jón Guðmundsson, Látraströnd 12.
 Gréta Birgisdóttir, Bollagörðum 119.
 Kristinn Guðmundsson, Vallarbraut 6.
 Jóhanna Runólfsdóttir, Lindarbraut 15.
 Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Barðaströnd 39.
 Þór Gunnarsson, Unnarbraut 14.
 Tómas Sigurðsson, Nesbali 122.
Varafulltrúar N-listans verða tilnefndir á næsta fundi.


9. Lagðir voru fram útreikningar vegna smábátahafnar sbr. 14. lið b. síðustu bæjarstjórnarfundargerðar og eftirfarandi svar við 14. lið a. sömu fundargerðar og eru þau í sömu töluröð og spurt var.
“  1. Sameiginlegt bréf form. stjórnar Eirar, forstjóra og bæjarstjóra sent heilbrigðisráðuneyti og því fylgt eftir með heimsókn til ráðherra.
 Móttekið bréf ráðuneytis þar sem tekið er fram að fjármagn fáist ekki á þessu ári og bent á að endurnýja umsókn.
2.      Ekki  hefur  verið  unnið  að  verkinu  frá  þeim  tíma  er því var
skilað til ráðneytis.
3.      Hér er um framkvæmd Eirar  að  ræða með  þátttöku bæjarsjóðs
en bæjarsjóður er aðili að Eir.  Engir reikningar hafa borist frá Eir.”

Bæjarstjóri (sign)

10. Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson ræddu um atvinnumál skólafólks á Seltjarnarnesi.

 


Fundi var slitið kl. 17:42   Álfþór B. Jóhannsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?