Fara í efni

Bæjarstjórn

549. fundur 13. mars 2002

Miðvikudaginn 13. mars 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Bæjarstjórn Seltjarnarness sendir Jens Pétri Hjaltested bæjarstjórnarfulltrúa og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginkonu hans Maríönnu Haraldsdóttur.

1.           Lögð var fram fundargerð 309. fundar Fjárhags- og launanefndar dagsett 5. mars 2002 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun vegna 309. fundargerðar Fjárhags- og launanefndar.

“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn gera athugasemdir við að tvær tillögur sem fulltrúar Neslistans lögðu fram í tengslum við fjárhagsáætlun 2002 frá 28.11.2001 og var vísað til nefndarinnar en hafa ekki verið teknar á dagskrá.  Þrír fundir hafa verið haldnir síðan tillögurnar voru lagðar fram og tæplega 4 mánuðir liðnir.  Þetta eru gagnrýniverð og ólýðræðisleg vinnubrögð.”

 

                     Högni Óskarsson            Sunneva Hafsteinsdóttir

                     (sign)                              (sign)

 

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

2.           Lögð var fram fundargerð 275. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 26. febrúar 2002 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Vegna 9. og 10. liða fundargerðarinnar er óskað eftir nánara yfirliti.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

3.           Lögð var fram fundargerð 41. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 7. mars 2002 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lögð var fram fundargerð 101. fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 6. mars 2002 og var hún í 15 liðum.

Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Erna Nielsen, Gunnar Lúðvíksson, Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun vegna 5. liðar í 101.fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness frá 6. mars 2002.

“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn fagna því að loksins myndast svigrúm til að loka Lerkilundi.  Lerkilundur var tekinn í notkun vegna þrengsla og þar er húsnæðið óviðunandi.  Fulltrúar Neslistans leggja áherslu á að undirbúningur á nýjum leikskóla verði haldið áfram þrátt fyrir að börnum sé að fækka töluvert í bili.  Fulltrúar Neslistans benda á að eitt af stefnumálum Neslistans er að bæjarfélagið bjóði í áföngum börnum leikskóladvöl frá eins árs aldri.”

 

                     Sunneva Hafsteinsdóttir             Högni Óskarsson

                     (sign)                                        (sign)

 

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis á árinu 2002 dagsett 20. febrúar og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6.           Lögð var fram fundargerð framhaldsaðalfundar SSH fyrir árið 2001, dagsett 1. mars 2002 og var hún í 3 liðum, ásamt dagskrá.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.           Lagðar voru fram fundargerðir samvinnunefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins, 64. fundar dagsett 13. febrúar 2002 sem var í 3 liðum og 65. fundar dagsett 27. febrúar 2002 sem var í 6 liðum.

Til máls tóku Erna Nielsen og Högni Óskarsson.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

Einnig var lagt fram bréf þar sem lagt er til að stofnað verði til varanlegrar samvinnunefndar um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Einnig var lagt fram til kynningar samþykkt til breytingar á töflu 3.1 og töflu 3.2 um fjölgun íbúa og breytingu á atvinnuhúsnæði á tímabilinu 1998-2024.

 

8.           Lögð var fram fundargerð 22. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 22. febrúar 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.           Lögð var fram fundargerð 14. fundar Strætó bs. dagsett 22. febrúar 2002 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

10.      Lagðar voru fram fundargerðir samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga við;

a)                 Kennarasamband Íslands, 44. fundar dagsett 23. febrúar 2002 og var hún í 8 liðum.

b)                Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, 10. fundar dagsett 28. febrúar 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lögð var fram til afgreiðslu tillaga að svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 frá Svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins samanber lið 8 b. í síðustu fundargerð.

Til máls tóku Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

12.      Lagt var fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til Hjúkrunarheimilis Eirs þar sem fram kom að ekki var úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2002 til byggingar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Neslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:

“Borist hafur bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti þar sem fram kemur að ekki reynist unnt að verða við umsókn um fjárveitungu til væntanlegs hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.  Þetta gefur tilefni til að gera alvarlega athugasemd við vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar í þessu mikla hagsmunamáli þar sem rokið var áfram í undirbúningsvinnu og um leið gefið í skyn að framkvæmdir gætu hafist fljótt.

Sú staðreynd lá alltaf fyrir að Seltjarnarnesbær væri ekki framarlega í forgangsröð bæjarfélaga þegar kemur að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða.   Fulltrúar Neslistans harma flumbrugang Sjálfstæðismanna í þessu máli og harma sömuleiðis þá leynd sem þeir hafa beitt við vinnslu málsins.  Fulltrúar Neslistans leggja áherslu á að þetta mál verði unnið áfram á opinn og vandaðan hátt og með samráði aðila í bæjarstjórn og nefndum og sömuleiðis í samvinnu við bæjarbúa.”

                     Sunneva Hafsteinsdóttir             Högni Óskarsson

                     (sign)                                        (sign)

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunar Neslista um bréf Heilbrigðisráðuneytið dags. 14. febrúar 2002.

“Meirihlutinn mun áfram vinna að því að fá samþykkt heilbrigðisráðuneytis fyrir fjármagni úr framkvæmdasjóði aldraðra sem fyrst þannig að hjúkrunarheimili rísi hér á Seltjarnarnesi, öldruðum Seltirningum til hagsbóta og öryggis.”

                                                            Bæjarstjóri.

 

Neslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:

“Að gefnu tilefni skal tekið fram að fulltrúar Neslistans munu að sjálfsögðu vinna ötullega áfram að framgangi byggingar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, leggja áherslu á fullt samráð allra aðila í þessu máli.”

 

                     Sunneva Hafsteinsdóttir             Högni Óskarsson

                     (sign)                                        (sign)

 

13.      Bæjarstjóri lagði fram frekari gögn samanber lið 10 í síðustu fundargerð.

 

14.      Lagt var fram bréf frá Björgunarsveitinni Ársæl dagsett 11. mars 2002 þar sem farið var fram á frekari fjárstuðning vegna byggingar björgunarstöðvar fyrir Björgunarsveitina Ársæl og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi.

Erindinu vísað til fjárhags- og launanefndar.

 

Fundi var slitið kl. 18:36                        Stefán Bjarnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?