Fara í efni

Bæjarstjórn

547. fundur 13. febrúar 2002


Miðvikudaginn 13. febrúar 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
 
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Gerð var athugasemd við afgreiðslu á 7. lið síðustu fundargerðar.  Samþykkt var með 6 atkvæðum heimild til afnota á sal í íþróttamiðstöð fyrir þorrablót, Jens Pétur Hjaltested sat hjá.
Fyrri bókun sem sagði samþykktina hafa verið samþykkta samhljóða leiðréttist nú.

1. Lögð var fram 308. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 5. febrúar 2002 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lögð fram 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árin 2003-2005.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Til máls tóku Högni Óskarssson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð fjárhags- og launanefndar var samþykkt samhljóða.
Samþykkt var samhljóða að vísa 3ja ára áætlunni til afgreiðslu á næsta fundi.


2. Lagðar voru fram 266. og 267. fundargerðir Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness, dagsettar 31. janúar og 7. febrúar 2002 og voru þær í 4 og 5 liðum.
Til máls tóku: Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 266. fundargerðar Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar 1. lið frá 31. janúar 2002:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn vilja benda á að fundargerð 266. fundar skipulagsnefndar er meingölluð að því leiti að undir lið 1 eru þrjú mál, sem hvert um sig ætti að vera undir sérstökum lið í fundargerð.
Málin eru þessi:
1. Athugasemdir, sem borist hafa frá bæjarbúum vegna auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi.
2. Umkvartanir Arkitektafélags Íslands vegna útboðsmála tengdum Hrólfskálamel.
3. Tillaga fulltrúa Neslistans um frestun breytinga á aðalskipulagi, sem vísað var frá bæjarstjórn til skipulagsnefndar.

Fulltrúar Neslistans gera þá kröfu að fundargerðinni verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar og að hún verði jafnframt endurrituð þannig að hvert mál verði skráð undir sérstökum lið.
Fulltrúar Neslistans telja ríka ástæðu til þess að kvarta undan þessu vinnulagi, sem er til þess fallið að gera lítið úr eða jafnvel tilraun til að fela mikilvæg mál fyrir bæjarbúum.”

    Seltjarnarnesi, 13. febrúar 2002.
  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)

Og fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 266. fundargerðar Skipulags-, umferðar og hafnarnefndar 1. lið frá 31. janúar 2002:
 “Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn mótmæla harðlega þeirri málsmeðferð sem tillaga þeirra um frestun á afgreiðslu tillögu tengdri Hrólfskálamel um breytingu á aðalskipulagi hefur hlotið í höndum skipulagsnefndar.
Tillögunni var vísað til nefndarinnar af bæjarstjórn 16. janúar 2002.
Er það ótrúlegt virðingarleysi við lýðræðisleg vinnubrögð að skipulagsnefnd skuli hafa haldið tvo fundi frá því að erindið barst frá bæjarstjórn án þess að nokkuð liggi fyrir um það hvernig nefndin hyggst afgreiða málið.
Fulltrúar Neslistans gera þá kröfu til formanns nefndarinnar að hún hlutist til um það nú þegar, að tillagan hljóti formlega afgreiðslu og komi til bæjarstjórnar fyrir næsta fund þann 27.02.2002.”

    Seltjarnarnesi, 13. febrúar 2002.

  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)

Og fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 267. fundargerðar Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar 1. lið frá 7. febrúar 2002:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn mótmæla harðlega þeirri málsmeðferð sem kemur fram við vinnslu athugasemda bæjarbúa við tillögu tengdri Hrólfskálamel um breytingu á aðalskipulagi.
Hvergi kemur fram hversu margar athugasemdir hafa borist.
Hvergi kemur fram á hvern hátt skipulagsnefnd hyggst bregðast við þessum athugasemdum.
Þar sem vitað er að vinna arkitekta ÍAV við hönnun mannvirkja á Hrólfskálamel heldur áfram má ætla að meirihluti sjálfstæðismanna í skipulagsnefnd láti sér í léttu rúmi liggja alla þá gagnrýni sem fram hefur komið á fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir.
Fulltrúar Neslistans krefjast þess að öll vinna í þessu máli verði unnin á gagnsæjan hátt, þannig að bæjarstjórn geti á formlegan hátt fylgst með þeim hugmyndum, sem kunni að vera í þróun varðandi nýtingu Hrólfskálamels.  Yrði það best gert með því að formaður skipulagsnefndar gæfi skriflega skýrslu um þróun málsins undir sérstökum lið á hverjum bæjarstjórnarfundi þar til málið kemur til endanlegrar afgreiðslu.”

    Seltjarnarnesi, 13. febrúar 2002.

  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)

Óskað var eftir að 1. liður fundargerðar nr. 266 verði sundurliðaður og endurritaður eftir efnisatriðum.

Fundargerð 267. fundar var afgreidd án andmæla en samkvæmt 5. lið fundargerðarinnar voru lagðar fram og ræddar hugmyndir tæknimanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um vegaáætlun 2002-2006 og skipulagsnefnd mælir með við bæjarstjórn að áætlunin verði samþykkt.


3. Lagðar voru fram 99. og 100. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 17. janúar og 4. febrúar 2002 og var hvor um sig í 2 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

4. Lögð var fram 274. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 22. janúar 2002 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 1. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis árið 2002 dagsett 23. janúar 2002 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 29. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 4. febrúar 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 13. fundargerð stjórnar Strætó bs. dagsett 1. febrúar 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 21. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 25. janúar 2002 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lagt var fram fundarboð og dagskrá framhaldsaðalfundar S.S.H. fyrir árið 2000.
Jafnframt var lögð fram samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykktin var samþykkt samhljóða.

10. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Alþjóðahúss dagsettar 10. og 12. ágúst og 10. október og 10. desember 2001 og voru þær í 7, 7, 5 og 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

11. Lagðar voru fram fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga dagsettar 20. og 21. desember 2001 og 23. janúar 2002.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

12. Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 772. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 13. febrúar 2002 og var hún í 4 liðum.
Til mál tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

13. Lagt var fram bréf VSÍ dagsett 21. janúar 2002 um brunavarnir sveitarfélagsins.

14. Lagt var fram bréf Nesodden dagsett 29. janúar 2002 þar sem boðið er til vinabæjarmóts í Nesodden dagana 6.-7. júní n.k.

 


Fundi var slitið kl. 18.50.   Álfþór B. Jóhannsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?