Fara í efni

Bæjarstjórn

546. fundur 16. janúar 2002


Miðvikudaginn 16. janúar 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Erna Nielsen,  Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir.
 
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 273. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 13. desember 2001 og var hún í 10 liðum.
Jafnframt var lögð fram 13. fundargerð undirnefndar um jafnréttismál dagsett 13. desember 2001.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.


2. Lögð var fram 265. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 20. desember 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að frestað verði afgreiðslu tillögu um breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var í desember 2001 og málið tekið upp að nýju og afgreitt að lokinni heildarendurskoðun aðalskipulags Seltjarnarness”.

    Seltjarnarnesi, 16. janúar 2002.
  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)

        Greinargerð:
Aðalskipulag Seltjarnarness er nú í endurskoðun.  Hin auglýsta breyting felur í sér takmarkanir á nýtingu Hrólfskálamels sem er í hæsta máta óheppileg.  Mikil andstaða hefur komið fram meðal bæjarbúa við þær tillögur sem kynntar hafa verið um byggð á svæðinu, bæði hvað varðar byggingarhlutfall, form bygginga og áhrif á skólalóð Mýrarhúsaskóla, svo fátt eitt sé nefnt.  Auk þess er í auglýsingunni einungis gert ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu og engri þjónustu.
Því er ljóst að málið þarfnast ítarlegrar skoðunar og umræðu og því eðlilegt að afgreiða þetta mál með heildarendurskoðun aðalskipulags Seltjarnarness.

Samþykkt var með 5 atkvæðum að vísa tillögunni til Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar, 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans sitja hjá við atkvæðagreiðslu um frestun afgreiðslu á tillögu á breytingu á aðalskipulagi með eftirfarandi rökum:
Andstaða bæjarbúa við fyrirhugaða nýtingu á Hrólfskálamel hefur komið mjög skýrt fram undanfarna mánuði.  Bæjarstjórn hefur á fyrri fundi verið sammála um að öllum ákvörðunum varðandi Hrólfskálamel verði slegið á frest fram yfir kosningar í maí.
Því er það eina rökrétta ákvörðunin sem bæjarstjórn getur tekið nú að samþykkja frestunina þannig að bæjarbúum verði ljóst í hvaða farvegi málefni Hrólfskálamels eru.

  Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
  (sign)    (sign)


3. Lögð var fram 12. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 18. desember 2001 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lagðar voru fram 213., 214., 215. og 216. fundargerðir Bláfjallanefndar, dagsettar 12. nóvember og 8., 9. og 10. desember 2001 og voru þær í 14, 1, 1 og 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

5. Lögð var fram 176. fundargerð stjórnar Sorpu b.s. dagsett 13. desember 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 12. fundargerð stjórnar Strætó b.s. dagsett 14. desember 2001 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Erindi:
a) Samþykkt var að taka til afgreiðslu 39. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 3. janúar 2002 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt voru lögð fram afrit af bréfi Gróttu/KR til bæjarstjóra dags. 19.12.2001 og bréfi bæjarstjóra til ÆSÍS dags. sama dag varðandi þorrablót Gróttu/KR sem fyrirhugað er 26. janúar 2002.
Til mál tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson og Erna Nielsen.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heimila afnot af sal í íþróttamiðstöð Seltjarnarness til þorrablótshalds 26. janúar 2002 að því tilskyldu að nauðsynleg leyfi til þessa fagnaðar væru til staðar og að reglur um reykingarbann í íþróttasal yrðu virtar.
b) Lagt var fram bréf framkvæmdastjóra samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, dagsett 3. janúar 2002.
Bréfinu var vísað til Umhverfisnefndar.
c) Lögð var fram umsögn stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt.

8. Rætt var um málefni S.S.H.

 


Fundi var slitið kl. 18.10.    Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?