Fara í efni

Bæjarstjórn

545. fundur 19. desember 2001

Miðvikudaginn 19. desember 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen,  Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1.           Lögð var fram 307. fundargerð Fjárhags- og launanefndar dagsett 11. desember 2001 og var hún í 5 liðum.

Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað til næsta fundar.

2.           Lögð var fram 42. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 11. desember 2001 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram 49. fundargerð stjórnar Veitustofnunar Seltjarnarness dagsett 11. desember 2001 ásamt fjárhagsáætlunum fyrir árið 2002.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin og áætlanirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram 272. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 4. desember 2001 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram 264. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 29. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku Erna Nielsen og Jónmundur Guðmarsson, sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness beinir þeim tilmælum til Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar, að í þeirri undirbúningsvinnu sem framundan er við útfærslu deiliskipulags á Hrólfskálamelum, verði tekið fullt tillit til þeirra athugasemda, sem fram komu á opnum kynningarfundi Skipulagsnefndar hinn 12. desember síðastliðinn, m.a. um útlit og nýtingarhlutfall svæðisins.”

                                                Jónmundur Guðmarsson (sign)

 

Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram breytingartillögu við tillögu Jónmundar Guðmarssonar og bættist breytingin aftan við tillöguna

“og ekki síst um vinnuhraða og ábendingar um að fresta endanlegri staðfestingu deiliskipulags svæðisins fram yfir næstu kosningar”.

                   Sunneva Hafsteinsdóttir             Högni Óskarsson

                   (sign)                                        (sign)

          Breytingartillagan var samþykkt samhljóða.

Tillaga Jónmundar Guðmarssonar með breytingartillögu Neslistans verður því:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness beinir þeim tilmælum til Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar að þeirri undirbúningsvinnu sem framundan er við útfærslu deiliskipulags á Hrólfskálamelum verði tekið fullt tillit til þeirra athugasemda sem fram komu á opnum kynningarfundi Skipulagsnefndar hinn 12. desember síðastliðinn m.a. um útlit og nýtingarhlutfall svæðisins og ekki síst um vinnuhraða og ábendingar um að fresta endanlegri staðfestingu deiliskipulags svæðisins fram yfir næstu kosningar.”

Tillagan með breytingunum var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6.           Lögð var fram 31. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 21. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.           Lögð var fram 38. (255.) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 6. desember 2001 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram 20. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 7. desember 2001 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lagðar voru fram 4 fundargerðir launanefndar sveitarfélaga og samstarfsnefndar Þroskaþjálfafélags Íslands dagsett v/desember 2001 og 173., 174. og 175. fundargerðir launanefndarinnar dagsettar 7. nóvember og 5. desember 2001 og voru þær í 3, 8, 5 og 7 liðum.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

10.      Umhverfisstefna Seltjarnarness.

Afgreiðslu málsins var frestað.

11.      Erindi:

a)     Lögð var fram leiðrétting við greinargerð um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

b)    Tekin var til afgreiðslu tillaga Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra, sbr. 11. lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar um slit á stuðningi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Fulltrúar Neslistans lögðu til að síðasta málsgrein tillögunnar félli niður og í hennar stað komi:

“Er það augljós skylda ríkissjóðs gagnvart landsmönnum öllum að tryggja þessari merku menningarstarfsemi rekstraröryggi.”

 

Þessi breyting var samþykkt samhljóða.

Tillaga Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra verður því eftir breytinguna:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að afturkalla aðild sína að rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands miðað við árslok 2002.  Þegar bæjarstjórn samþykkti aðild 1982 var gert ráð fyrir að fleiri sveitarfélög en Reykjavík og Seltjarnarnes tækju þátt í rekstri en svo hefur ekki orðið.

Er það augljós skylda ríkissjóðs gagnvart landsmönnum öllum að tryggja þessari merku menningarstofnun rekstraröryggi.

Bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við menntamálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins að lagabreyting þar að lútandi verði samþykkt þegar á næsta þingi.

 

Tillagan með áorðinni breytingu var samþykkt samhljóða.

 

c)     Rædd voru málefni SSH.

 

d)    Lagt var fram bréf Strætó bs. dagsett 23. nóvember 2001.

Bréfinu var vísað til Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar.

 

12.      Samþykkt var samhljóða að fela bæjarstjóra að óska eftir heimild félagsmálaráðuneytisins til að fresta framlagningu 3ja ára fjárhagsáætlunar bæjarins fram í febrúar 2001.

 

13.      Rætt var um tölvutengingar fyrir bæjarstjórnarfulltrúa.

Málið verður frekar rætt í fjárhags- og launanefnd.

 

14.      Forseti bæjarstjórnar óskaði fundarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og góðs komandi árs og þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf á líðandi ári.

Fundi var slitið kl. 18.37.                       Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?