Fara í efni

Bæjarstjórn

544. fundur 28. nóvember 2001


Miðvikudaginn 28. nóvember 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Benediktsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir,  Sigrún Edda Jónsdóttir,  Inga Hersteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2002.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni, en útgjöld vegna æskulýðs- og íþróttamála hafa hækkað um kr.4.080.000.- frá fyrri umræðu.
Tekjur eru áætlaðar kr.1.164.700.000.-, gjöld eru áætluð kr.1.022.734.000.- og til eignabreytinga kr.141.966.000.-
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögur:
Tillaga I:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að framlag bæjarsjóðs í lið 07-43-5390 6.4 m.kr. verði ekki nýtt til sjóvarna árið 2002.
Þessi upphæð verði notuð til hækkunar á fjárveitingu Valhúsaskóla og notuð til þess að hægt verði að ráða deildarstjóra vegna sérkennslu og standa við gefin loforð vegna endurnýjunar á húsgögnum í skólastofum nemenda.

 Sunneva Hafsteinsdóttir  Sigrún Benediktsdóttir
 (sign)     (sign)

Tillaga II:
“Fulltrúar Neslistans leggja til að bæjarstjórn Seltjarnarness ráði fagaðila til að skoða skipurit Seltjarnarnesbæjar og skoða yfirstjórn bæjarins og annarra stofnana sem eru hjá Seltjarnarnesbæ með það að markmiði að leita leiða til markvissari, ábyrgari stjórnunar og að ná fram sparnaði við rekstur bæjarfélagsins.  Á þessu ári eru rekstrargjöld bæjarsjóðs áætluð 88.46% af tekjum bæjarsjóðs og á næsta ári er reiknað með að rekstrargjöldin verði 85.30%.  Sú tala mun örugglega hækka við endurskoðaða fjárhagsáætlun ef að líkum lætur.
Lífeyrisskuldbindingar bæjarsjóðs eru miklar og nauðsynlegt að huga að sparnaði því fjármunir til eignabreytinga eru mjög litlir.
Til þessa verkefnis verði áætlaðar 400 þús. á fjárhagsáætlun 2002.”

 Sunneva Hafsteinsdóttir  Sigrún Benediktsdóttir
 (sign)     (sign)


Tillaga III:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að stofnaður verði starfshópur á næsta ári til að skoða starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar í heild, þ.e. íþróttahús, sundlaug, knattspyrnuvöll, félagsheimili og aðstöðu til líkamsræktar.
Lagt er til að Æskulýðs- og íþróttaráð geri tillögu um skipan starfshópsins.
Áætlað verði kr. 200.000.- í vinnu starfshópsins á næsta fjárhagsári.”

Greinargerð:
Framundan er, að húsnæði það sem nú hýsir Ræktina, verði rifið fljótlega eftir að framkvæmdir hefjast á Hrólfskálamel.  Þessi starfsemi er mikilvæg fyrir bæjarfélagið, ekki síst fyrir íþróttafélögin.
Breytingar verða einnig á rekstri Félagsheimilisins og skoða verður framtíðarhlutverk þess.

 Sunneva Hafsteinsdóttir  Sigrún Benediktsdóttir
 (sign)     (sign)  


 


Samþykkt var samhljóða að vísa tillögu I.og II. til Fjárhags- og launanefndar og tillögu III. til Æskulýðs- og íþróttaráðs.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 liggur nú fyrir til samþykktar.
Fræðslumálin eru nú ein og áður lang stærsti rekstrarliður bæjarsjóðs og til fræðslumáls er á næsta ári áætlað 523 m.kr.
Það er skoðun fulltrúa Neslistans í bæjarstjórn að áætlun þessi varðandi þennan málaflokk sé algerlega óraunhæf.
Í fjárhagsáætlun fyrir 2001 og endurskoðaðri áætlun eru framlög til fræðslumála áætluð 494 m.kr. eða 46.40% af heildartekjum bæjarsjóðs en á næsta ári þ.e. 2002 er áætlað að 44.88% fari í þennan rekstur.
Í kjölfar síðustu samninga við kennara og leikskólakennara hefur launakostnaður hækkað umtalsvert og ljóst er að meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness áætlar að mæta þessum aukna launakostnaði með því að skera niður annan aðbúnað og nauðsynlegt viðhald og endurnýjun í skólum bæjarins.
Skólastjórar og aðrir forstöðumenn stofnana hafa ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri við aðra en skólanefnd.  Skólanefnd hefur fundað þrisvar um fjárhagsáætlun og reynt að leggja faglegt mat á óskir skólastjóra og annarra forstöðumanna og reynt að forgangsraða verkefnum.
Á 97. fundi skólanefndar, ályktaði skólanefnd og lagði til við fjárhags- og launanefnd að ákveðna þætti í fyrirliggjandi áætlun yrði að endurskoða fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2002.
Það hefur ekki verið gert, og vakin er athygli á að formaður fjárhags- og launanefndar situr í skólanefnd og stóð að ályktun skólanefndar.
Það er ljóst að með þessari fjárhagsáætlun mun þrengja sérstaklega að grunnskólum bæjarins.
Nýtt fasteignamat tók gildi 1. september s.l. og hefur valdið miklum usla.
Meirihluti fjárhags- og launanefndar ákvað, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar bæjarstjóra í fjölmiðlum um að Seltjarnarnesbær hefði ekki í huga að hækka álögur á bæjarbúa, að hækka fasteignagjöld um 13% og bendir bæjarstjóri á í greinargerð að 8% af þessum 13% séu vegna verðbólgu.
Það verður ekki séð að þau rök gildi fyrir útgjaldaliði stofnana bæjarins í þessari fjárhagsáætlun.
Í greinargerð bæjarstjóra með fjárhagsáætlun 2002 kemur skýrt fram að meirihluti bæjarstjórnar áætlar að auka miðstýringu varðandi gerð fjárhagsáætlana á næsta ári.
Þessu eru fulltrúar Neslistans algerlega ósammála og telja það betri kost að auka sjálfstæði og ábyrgð skólastjórnenda.
Fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar, því við teljum hana illa unna og úr tengslum við raunveruleikann.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir   Sigrún Benediktsdóttir
  (sign)     (sign)


2. Lögð var fram 98. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 19.nóvember 2001 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 263. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 20. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Sigrún Benediktsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 11. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 12. nóvember 2001 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lögð fram gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarna-eftirlit Kjósarsvæðis.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Gjaldskráin var samþykkt samhljóða.

5. Lögð var fram 175. fundargerð stjórnar Sorpu bs. dagsett 8. nóvember 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6. Lagðar voru fram 61. og 62. fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 7. og 9. nóvember 2001 og voru þær í 3 og 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

7. Lögð var fram fundargerð aðalfundar S.S.H. dagsett 9. nóvember 2001 og var hún í 11 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram tillögur stjórnar S.S.H. og framkvæmdastjóra aðildarsveitarfélaganna um nýjar samþykktir fyrir S.S.H. og drög að samþykkt fyrir samstarfsráð S.S.H.
Tillögunum var samhljóða vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

8. Lögð var fram 145. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 20. nóvember 2001 og var hún í 6 liðum.
Jafnframt voru lögð fram drög að umhverfisstefnu Seltjarnarness.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, afgreiðslu umhverfisstefnunnar var frestað.

9. Samþykkt var að taka til afgreiðslu á fundinum 771. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lagt var fram tilboð Umsjónar dagsett 17. október 2001 sbr. 271.fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness 2. lið frá 543.bæjarstjórnarfundi.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

11. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykktir að afturkalla aðild sína að rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands miðað við árslok 2002.  Þegar bæjarstjórn samþykkti aðild 1982 var gert ráð fyrir að fleiri sveitarfélög en Reykjavík og Seltjarnarnes tækju þátt í rekstri en svo hefur ekki orðið.  Menningarlíf á Seltjarnarnesi hefur stóreflst á undanförnum 2 áratugum og telur bæjarstjórn því rétt að þeim fjármunum sem varið er til Sinfóníuhljómsveitarinnar verði nú varið til menningarmála í bænum.”
Bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við menntamálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins að lagabreyting þar að lútandi verið samþykkt þegar á næsta þingi.
Tillögunni var vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

 

 


Fundi var slitið kl. 18.20.       Álfþór B. Jóhannsson
       (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?