Miðvikudaginn 24. október 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 302. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 16. október 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram 270. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 9. október 2001 og var hún í 7 liðum. Jafnframt var lögð fram fundargerð samráðshóps um vímuefni.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
3. Lögð var fram 37. (254.) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 4. október 2001 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lagðar voru fram 28., 29. og 30. fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness dagsettar 4. og 11. september og 10. október 2001 og voru þær í 3, 2 og 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
5. Lögð var fram 10. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 8. október 2001 og var hún í 5 liðum.
6. Lögð var fram 28. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 11. október 2001 og var hún í 4 liðum. Jafnframt voru lagðar fram tillögur nefndarinnar að breyttum starfsreglum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, en breytingarnar á starfsreglunum voru samþykktar samhljóða.
7. Lögð var fram 174. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 4. október 2001 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 69. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 2. október 2001 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram 60. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 3. október 2001 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lagðar voru fram 234., 235. og 236. fundargerðir stjórnar SSH dagsettar 20. júlí, 24. ágúst og 14. september 2001.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
11. Erindi:
a. Tekin var til afgreiðslu eftirfarandi tillaga sem lögð var fram á skólanefndarfundi 1. október 2001.
“Meirihluti skólanefndar leggur til að hafinn verði undirbúningur að fjölgun leikskólaplássa á Seltjarnarnesi með nýbyggingu eða viðbyggingu við núverandi leikskóla. Stefnt skal að því að framkvæmdir hefjist þegar á næsta ári.”
Greinargerð:
Seltjarnarnesbær hefur rekið metnaðarfulla leikskóla sem hafa hingað til annað því að taka við börnum 2ja ára og eldri. Fjölgun barna í bænum á síðasta misseri hefur orðið til þess að fyrirsjáanlegt er að ekki er unnt miðað við núverandi stærð leikskóla að veita öllum börnum vistunarúrræði til samræmis við óskir. Vegna þessa er orðið brýnt að bæta við plássum. Ítarleg umræða og hagkvæmisathugun þarf að fara fram til að meta hvort er vænlegra að byggja við núverandi leikskóla eða byggja nýjan leikskóla t.d. við Vallarbraut.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
b. Tekin var til afgreiðslu tillaga sem lögð var fram á fundi skólanefndar 1. október 2001.
“Skólanefnd Seltjarnarness samþykkir að standa fyrir tilraunaverkefni um skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla í samvinnu skólans, foreldraráðs og foreldrafélags. Settur verði á laggirnar fimm manna undirbúningshópur er vinni að því að verkefnið hefjist hinn 01.01.2002. Markmið verkefnisins er að finna og reyna heppilegar leiðir til að bjóða nemendum Mýrarhúsaskóla upp á skólamáltíðir.”
Greinargerð:
Þriðjudaginn 4. september s.l. átti formaður skólanefndar ásamt varaformanni, forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs og grunnskólafulltrúa óformlegan fund með formönnum foreldraráðs og foreldrafélags Mýrarhúsaskóla. Á fundinum var m.a. fjallað um skólamáltíðir fyrir nemendur skólans og áhuga aðila á að ganga til formlegs samstarfs um tilraunaverkefni sem undirbúið væri á haustmisseri og hleypt af stokkunum í upphafi næsta árs. Tilgangur verkefnisins er að gera tilraun með skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla í því skyni að kanna ávinning slíkrar þjónustu fyrir nemendur og hvaða leiðir eru heppilegastar fyrir skólasamfélagið í Mýrarhúsaskóla. Fundarmenn voru sammála um að verkefnið miðaði við að þátttakendur í tilrauninni mötuðust inni í stofum enda væri kominn grundvöllur fyrir slíku með því að kennarar fá greiddar 20 mínútur á dag í yfirvinnu vegna næðisstundar svo sem samþykkt var af skólanefnd frá og með s.l. hausti.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
c. Lagður var fram þjónustusamningur Bókasafns Seltjarnarness og Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.
Bæjarstjórn var sammála um að lýsa yfir ánægju sinni með samninginn.
Fundi var slitið kl. 17.20. Álfþór B. Jóhannsson
(sign)