Miðvikudaginn 26. september 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 36. (253.) fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 16. ágúst 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lagðar voru fram 143. og 144. fundargerðir Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsettar 17. júlí 2001 og 11. september 2001 og voru þær í 4 og 5 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 27. fundargerð húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett 10. september 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 269. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 6. september 2001 og var hún í 11 liðum.
Jafnframt var lagt fram svar Snorra Aðalsteinssonar, félagsmálastjóra við fyrirspurn fulltrúa Neslista sbr. 1. lið bæjarstjórnarfundar 12. september 2001.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 18. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins bs. dagsett 31. ágúst 2001 og var hún í 6 liðum.
Jafnframt var lögð fram fjárhagsáætlun S.H.S. fyrir árin 2002-2004.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, fjárhagsáætluninni 2002-2004 var samþykkt og vísað til fjárhags- og launanefndar.
6. Lögð var fram 173. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 13. september 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lagðar voru fram 1.-7. fundargerðir stjórnar Strætó bs. dagsettar 14. maí, 16. maí, 21. maí, 25. maí, 15. júní og 29. júní 2001 og voru þær í 6, 3, 5, 5, 3, 5 og 4 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð samstarfsnefnd Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélaga opinberra starfsmanna dagsett 11. júlí 2001.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Erindi:
a. Lagt var fram umsókn Búseta dagsett 14. september 2001 um leiguíbúðalóðir.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Bent er á byggingarframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Hrólfskálamel.
b. Lögð var fram tilkynning um ráðstefnu undir yfirskriftinni – Áhætta – hættuleg efni, fimmtudaginn 27. september n.k.
Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
c. Lögð var fram eftirfarandi tillaga Neslistans v. landfyllingar:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að fulltrúar Seltjarnarness í Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði falið að bæta eftirfarandi inn í tillögur að svæðisskipulagi:
Seltjarnarnesbær áskilur sér rétt til þess að stækka landfyllingu þá, sem gert er ráð fyrir utan Eiðisgranda, Reykjavíkurmegin og sem nær inn á land Seltjarnarness, þannig að hún nái lengra frá strönd til samræmis við landfyllingu sem tillaga er um Reykjavíkurmegin og að hún megi ná til vesturs allt þar til kemur að byggð við Víkurströnd. Á landfyllingunum megi gera ráð fyrir bæði íbúðabyggð og þjónustu. Fulltrúa Seltjarnarness í Samvinnunefndinni er falið að ganga frá orðalagi til samræmis við greinargerð með svæðisskipulagi til ársins 2024.”
Seltjarnarnesi, 21. september 2001.
Högni Óskarsson Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign) (sign)
Greinargerð:
Hér er gert ráð fyrir heimild til handa Seltjarnarnesbæ til að gera og skipuleggja stærri landfyllingu en þegar er gert ráð fyrir í þeim tillögum, sem nú liggja fyrir. Einungis er um heimildarákvæði að ræða svipað því sem fulltrúi Seltjarnarnesbæjar, Erna Nielsen hefur látið bóka í tillögur um möguleika til landfyllingar sunnan megin á Seltjarnarnesi.
Tryggir þetta ákveðinn rétt innan umrædds svæðis en engar framkvæmdaskyldur á þessu stigi málsins, enda þarf málið miklu ítarlegri umfjöllun fagnefnda áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur.
Flutningsmenn fallast á að tillögunni verði vísað til umsagnar sýnist bæjarstjórn það nauðsynlegt.
Nánari greinargerð verður kynnt á bæjarstjórnarfundi.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn sjá sig til knúna að leggja fram eftirfarandi bókun vegna “svara” forseta bæjarstjórnar, formanns skipulagsnefndar og formanns umhverfisnefndar við spurningum fulltrúa Neslistans, sem fram koma í fundargerð 540. bæjarstjórnarfundar og tengjast afgreiðslu máls um byggingu hjúkrunarheimilis um leið og mótmælt er að forseti bæjarstjórnar leyfði ekki umræður um svörin á fundinum:
• Forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, virðist ekki átta sig á því hvað felst í hugtakinu “lýðræðislegur” og “faglegur”, heldur snýr hann þeim hugtökum á haus með forgöngu um að bæjarstjórn tæki ákvarðanir um stórmál eins og byggingu hjúkrunarheimilis, eftir litla umræðu og enga umfjöllun fagnefnda.
• Forseti bæjarstjórnar túlkar á mjög sérkennilegan hátt þau gögn sem borist höfðu varðandi fyrirhugaða byggingu lækningaminjasafns og snýr reyndar staðreyndum sem þar komu fram á haus.
• Sama má segja um orð hans um “kröfur og óskir þrýstihópa”, en þar lítur hann gjörsamlega fram hjá því, að það voru fagnefndir bæjarins og bæjarstjórn sem höfðu samþykkt lóðablað og teikningar fyrir lækningaminjasafn, ekki þrýstihópar.
• Svör formanns skipulagsnefndar, Ernu Nielsen, fela í sér þá sorglegu staðreynd að hún hefur brugðist frumskyldu sinni sem formaður skipulagsnefndar með því að samþykkja að byggð verði 4.000 fm. hjúkrunarheimili við Nesstofu án umfjöllunar nefndarinnar og að hún leggur að jöfnu afgreiðslu á 850 fm. lækningaminjasafni fyrir fjórum árum og afgreiðslu á 4.000 fm. hjúkrunarheimili nú.
• Svör formanns umhverfisnefndar, Jens Péturs Hjaltested, eru kostuleg og dapurleg í senn, fyrir þær sakir að hann kveðst enn fylgja áður mótaðri stefnu um verndun Vestursvæðisins á sama tíma og hann samþykkir stórt strandhögg inn á svæði, sem Seltirningar, sbr. undirskriftir um eitt þúsund bæjarbúa árið 1996, og sömuleiðis bæjarstjórn, hafa almennt verið sammála um að byggja ekki á. Svar hans um að umhverfisnefnd muni einungis koma að málinu þegar fyrir liggja fullnaðarteikningar að hjúkrunarheimilinu er óskiljanlegt, því það er hlutverk bygginganefndar að fjalla um teikningar, en hlutverk umhverfisnefndar að veita umsögn um umhverfisþætti áður en til hönnunar kemur.
Svör forseta bæjarstjórnar og ofangreindra formanna fagnefnda sýna svo ekki verður um villst að þessir aðilar hafa ekki valdið hlutverki sínu sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar Seltirninga.
Seltjarnarnesi, 26. september 2001.
Högni Óskarsson Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign) (sign)
Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar ítrekur svör sín sbr. 12.-14. lið síðustu bæjarstjórnarfundar.
Fundi var slitið kl. 17.50. Álfþór B. Jóhannsson
(sign)