Fara í efni

Bæjarstjórn

536. fundur 27. júní 2001

                                                                                                                     


Miðvikudaginn 27. júní 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
 
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fráfarandi forseti, Inga Hersteinsdóttir þakkaði fyrir gott samstarf og óskaði
nýkjörnum forseta Jónmundi Guðmarssyni velfarnaðar í starfi forseta.


1. Mættir á fundinn voru Sigurður H. Guðmundsson frá Hjúkrunarheimilinu Eir og Halldór Guðmundsson arkitekt.  Kynntu þeir frumtillögur að byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi ætlaða fyrir 60 einstaklinga, og svöruðu fyrirspurnum bæjarstjórnarmanna.

2. Lögð var fram fundargerð 299. fundar Fjárhags- og launanefndar dagsett 19. júní 2001, og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

3. Lögð var fram Staðardagskrá 21 og var hún staðfest samhljóða.
Einnig var lögð fram “Ólafsvíkuryfirlýsingin” frá 13. október 2000 og var hún samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
4. Lagðar voru fram fundargerðir Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar, 255. fundar dagsett 12. júní 2001 sem var í 3 liðum og 256. fundar dagsett 18. júní 2001 sem var í 4 liðum.
Til máls tóku: Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð 172. fundar stjórnar SORPU, dagsett 7. júní 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar SSH, 232. fundar dagsett 25. maí 2001, sem var í 4 liðum og 233. fundar dagsett 15. júní 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð almannavarnarnefndar KMRS dagsett 01. júní 2001 og var hún í 4 liðum.  Með fundargerðinni var lögð fram greinargerð frá Hrólfi Jónssyni slökkviliðsstjóra dagsett 30. maí 2001 um sameiningarhugmyndir almannavarnarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 6. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 18. maí 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.

9. Erindi:

Lagt var fram bréf dagsett 31. maí 2001 frá Gísla Arnkelssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá kennarastarfi í Mýrarhúsaskóla.

Lausnarbeiðnin samþykkt og honum þökkuð vel unnin störf.


10. Bæjarstjóri lagði fram fundargerðir Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, 30. fundar dagsett 15. febrúar 2001 sem var í 2 liðum, 31. fundar dagsett 8. mars 2001 einnig í 2 liðum og 34. fundar dagsett 1. júní 2001 sem var í 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

11. Bæjarstjóri lagði fram fundargerð 40. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 26. júní 2001 og var hún í 2 liðum.  Einnig fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 26. júní 2001 sem var í 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

12. Bæjarstjóri lagði fram erindi dagsett 27. júní 2001 um aðild Seltjarnarnesbæjar til eins árs að sjálfseignarstofnuninni Fjölsmiðjunni.  Aðildin var samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 19:05.


Stefán Bjarnason



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?