Fara í efni

Bæjarstjórn

533. fundur 09. maí 2001


Miðvikudaginn 09.maí 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteins-dóttir, Erna Nielsen, Arnþór Helgason, Gunnar Lúðvíksson og Jens Pétur Hjaltested.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson


1. Lagðir voru fram til síðari umræðu ársreikningar Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja  árið 2000.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Reikningar voru samþykktir samhljóða.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna ársreikning-anna fyrir árið 2000.
Ársreikningur fyrir árið 2000 hefur nú verið lagður fram. Endurskoð-endur hafa staðfest með áritun sinni að ársreikningur gefi glögga mynd af afkomu bæjarsjóðs. En bent er að á að annar skoðunarmaður bæjar-reikninga Guðmundur Einarsson og endurskoðendur vekja athygli á að frávik eru heldur meiri frá fjárhagsáætlun árið 2000 en verið hefur og tökum við undir þær athugasemdir.
Þegar ýmsar lykiltölur eru skoðaðar kemur fram að langt bil er á mili þess raunveruleika sem þar endurspeglast og kosningayfirlýsinga Sjálf-stæðisflokksins fyrir kosningar. Á milli ára hafa skatttekjur aukist um tæp 10%. Þar fyrir utan hafa ýmis þjónustugjöld hækkað verulega og lendir sú hækkun helst á barnafjölskyldum. Er hér um að ræða duldar skattahækkanir, eins og ársreikningur Hitaveitu ber til dæmis með sér. Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað að hækka hitaveitugjöld um 15%, þó engin ástæða væri til þess, eins og sést af því að af 55 milljón króna  brúttótekjum Hitaveitu Seltjarnar-ness renna tæpar 26 milljónir beint í bæjarsjóð í formi leigu fyrir vatnsréttindi og arðgreiðslu.
Þetta framkvæmir meirihluti Sjálfstæðismanna þrátt fyrir það að hver einstakur Seltirningur greiðir meira til síns bæjarfélags en gerist í nokkru öðru sambærilegu bæjarfélagi á Íslandi. Á sama tíma hafa skuldir sem hlutfall af skatttekjum aukist í 65%, sem þýðir að skuld á hvern íbúa hefur aukist um 10% ( er nú kr. 130.000 per íbúa ) þrátt fyrir það að eignfærð fjárfesting er miklu minni en árið 1999.
Þessar tölur sýna það eitt, að peningastefnan, sem Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi reka, er ekki fjölskylduvæn; stefnan íþyngir barnafjöl-skyldum gróflega. Hinar háu tekjur bæjarfélagsins koma ekki fram í hærra þjónustustigi en gerist annars staðar, nema síður sé.
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn geta fyrir sitt leiti samþykkt að ársreikningar séu rétt færðir, en eru ósammála þeim pólisísku áherslum sem endurspeglast þar.

Sunneva Hafsteinsdóttir   Arnþór Helgason
( sign )      ( sign )


2. Lögð var fram 298. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 3. maí 2001 og var hún í 5 liðum. Jafnframt var lagt fram dreifibréf til foreldra og forráðamanna barna á leikskólum Seltjarnar-ness dagsett 8. maí 2001 frá bæjarstjóra.
Til máls tóku Arnþór Helgason, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“ Fulltrúar Neslistans leggja til að leiskólagjöld verði ekki hækkuð um 10% eins og lagt er til í ofangreindri fundargerð og leitað verði annara leiða til að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa vegna samninga við faglært og ófaglært starfsfólk leikskóla”.

Sunneva Hafsteinsdóttir   Arnþór Helgason
( sign )      ( sign )

Tillaga Neslistans var felld með 5 atkvæðum gegn 2.
Liður 1 í fundargerðinni: hækkun leikskólagjalda um 10% frá 1. júní nk. var samþykktur með 5 atkvæðum gegn 2 og lögðu fulltrúar Nes-listans fram eftirfarandi bókun:
 
 “Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkja ekki tillögu Fjárhags- og launanefndar um hækkun á leikskólagjöldum á Seltjarnarnesi og leggja fram eftirfarandi bókun:
“Aftur er hoggið þar sem síst skyldi. Fulltrúar meirihlutans í bæjar-stjórn Seltjarnarness hika ekki við að auka skattbyrði barnafjölskyldna. Enn einu sinni er leikskólagjöld hækkuð um 10% fyrirvaralaust og án samráðs við foreldra. Eftir síðustu hækkun sem var 20% voru foreldrar á Seltjarnarnesi að greiða hæstu leiskólagjöld á landsvísu og enn er gjaldið hækkað. Fulltrúar Neslistans furða sig á úrræðaleysi meiri- hlutans við stjórn á þessum málaflokki. Þessi hækkun er langt umfram eðlilega verðlagsþróun og er algerlega óásættanleg”.
Sunneva Hafsteinsdóttir   Arnþór Helgason
( sign )      ( sign )

Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Leikskólar á Seltjarnarnesi eru metnaðarfullar stofnanir sem hafa góðu fagfólki á að skipa. Laun þessara stétta hækkuðu mikið í síðustu kjarasamningum og þar með rekstrarkostnaður leikskólanna. Meiri-hlutinn telur að foreldrar kunni að meta það góða starf sem unnið er á leikskólunum og vilji að starfsfólk fái fyrir það góð laun.
Arnþór Helgason tók til máls og ræddi um dagskrármál.
Sigurgeir Sigurðsson tók einnig til máls.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 765. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dag-
sett 2. maí 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

4. Lögð var fram 253. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar
Seltjarnarness dagsett 7. maí 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Haf-steinsdóttir og Gunnar Lúðvíksson.
4. og 5. liðir fundargerðarinnar voru samþykktir með 6 atkvæðum, Arnþór Helgason sat hjá.
Afgreiðslu annarra liða sem samþykkja þarf var frestað til næsta fundar.

5. Lögð var fram 266. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 24. apríl 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Arnþór Helgason, Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 25. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett
24. apríl 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 4. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett
23. apríl 2001 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 86. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 24.
apríl 2001 og var hún í 3 liðum.
Til máls tók Arnþór Helgason.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 64. fundargerð Framkvæmdanefndar um svæðisskipulag
höfuðborgarsvæðisins, dagsett 9. apríl 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.   Lögð var fram 230. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu dagsett 11. apríl 2001 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.   Erindi:
a. Lögð var fram dagskrá vinabæjarmóts á Seltjarnarnesi 4.-7.júlí 2001.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
b. Lagt var fram bréf Svifdrekafélags Reykjavíkur dagsett 5. apríl 2001.
c. Lagður var fram leigusamningur við Golfklúbb Ness sbr. 11 lið síðustu bæjarstjórnarfundargerðar.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson og Arnþór Helgason.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu við leigu-samning við Golfklúbb Ness sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 25. apríl 2001:
Lagt er til að síðasta málsgrein 3 gr. verði eftirfarandi:
“Engar aðrar framkvæmdir, umfram eðlilegt viðhald og endurbætur á brautum, eru heimilar án formlegs samþykkis bæjarstjórnar Seltjarnar-ness, að fenginni umsögn Umhverfisnefndar”.
Sunneva Hafsteinsdóttir   Arnþór Helgason
( sign )      ( sign )
Tillaga Neslistans var felld með 5 atkvæðum gegn 2.
Samningurinn var samþykktur  með 5 atkvæðum, fulltrúar minni-hlutans sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu á leigusamningi við golf-klúbb Ness þar sem 3. grein samningsins er ekki nógu skýr og ekki til þess fallin að tryggja vönduð vinnubrögð”.
Sunneva Hafsteinsdóttir   Arnþór Helgason
( sign )      ( sign )

d. Lögð var fram ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar árið 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

12. Samþykkt var með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá, að tilnefna Jónmund
Guðmarsson sem aðalmann og Sigrúnu Eddu Jónsdóttur sem varamann
í stjórn Strætó bs. út yfirstandandi kjörtímabil bæjarstjórnar.


Fundi var slitið kl. 18:15

Álfþór B. Jóhannsson                                        Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?