Fara í efni

Bæjarstjórn

530. fundur 28. mars 2001

Miðvikudaginn 28. mars 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.
 
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


1. Lögð var fram fundargerð 296. fundar Fjárhags- og launanefndar dagsett 14. mars 2001 og var hún í 6 liðum.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram fundargerð 265. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 20. mars 2001 og var hún í 11 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu vegna liðar 10 í 265. fundargerð félagsmálaráðs Seltjarnarness frá 20. mars 2001.
“Fulltrúar Neslistans leggja til að Jafnréttisnefnd félagsmálaráðs stuðli að því að á næsta ári, þ.e. 2002 taki vinnustaðir bæjarfélagsins þátt í átaki sem kallað er “Auður í krafti kvenna.”  Þetta er verkefni sem byrjaði árið 2000 og tókst ákaflega vel hjá mörgum stórfyrirtækjum, ríkisstofnunum og bæjarfélögum.  Nú í ár er dagurinn 10. apríl og ljóst er að ekki nægur tími er til stefnu til undirbúnings þessa verkefnis.”

   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)

Tillögunni var vísað til Félagsmálaráðs.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 19. mars 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Erna Nielsen og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 85. fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 21. mars 2001 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Högni Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna 2. liðs fundargerðarinnar:
“Undirritaður fulltrúi Neslistans í bæjarstjórn vekur athygli á því hve skattastefna sjálfstæðisflokksins kemur fram enn og aftur í hækkun þjónustugjalda, í þetta sinn hækkun á gjaldskrá Skólaskjóls.  Telur undirritaður þetta mestu óhæfu í ljósi þess að þessi aukna gjaldtaka á barnafjölskyldur er langt umfram almenna launahækkanir í þjóðfélaginu.”
      Högni Óskarsson
      (sign)

Sigurgeir Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
“Gjaldskrár heilsdagsskóla (Skólaskjóls) eru hækkaðar í samræmi við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en hafa um skeið verið lægstar á Seltjarnarnesi.”
      Sigurgeir Sigurðsson
      (sign)

Fundargerðin var samþykkt með 5 atkvæðum.  1 var á móti og 1 sat hjá.

5. Lögð var fram fundargerð 169. fundar stjórnar SORPU, dagsett 15. mars 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 764. fundar Bygginganefndar Seltjarnarness, dagsett 28. mars og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

7. Lögð var fram fundargerð fundar formanna samvinnunefndar og ráðgjafa um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 5. mars 2001 og var hún í 4 liðum.  Jafnframt var lögð fram fundargerð vinnufundar með ráðgjöfum dags. 16. mars 2001 ásamt fylgiskjali dagsett 5. mars um bindandi og leiðbeinandi ákvarðanir í svæðisskipulagi.
Til máls tóku Erna Nielsen og Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Erindi:
a) Lögð var fram beiðni frá Björgunarsveitinni Ársæli dagsett 15. mars 2001 um styrk fyrir fasteignagjöldum og hitaveitu.
Erindunum var vísað til Fjárhags- og launanefndar og til stjórnar Hitaveitu Seltjarnarness.
b) Lagt var fram bréf frá foreldraráði Mýrarhúsaskóla dagsett 13. mars 2001, varðandi skipulagshugmyndir á Hrólfskálamel.
Erindinu var vísað til skipulagsnefndar.

9. 
a) Tekið var til afgreiðslu bréf borgarverkfræðings í Reykjavík dagsett 7. mars 2001, sbr. 5. lið i síðasta bæjarstjórnarfundar um varanlega samvinnunefnd um svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið.
Til máls tóku Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson.
Þátttaka í nefndinni var samþykkt samhljóða.
b) Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 7/3 samanber 5. lið h í síðustu fundargerð um samráðsnefnd höfuðborgarsvæðis um skipulagsmál með þátttöku atvinnulífsins og ríkis.
Samþykkt var þátttaka og eftirtaldir fulltrúar kjörnir:

Frá meirihluta Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson og frá minnihluta Sigrún Benediktsdóttir.
 
10. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans um fuglalíf á Seltjarnarnesi, sbr. 7. lið síðasta bæjarstjórnarfundar.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.
Samþykkt var að vísa tillögunni til Umhverfisnefndar.

11. Tekin var til afgreiðslu starfsmannastefna Seltjarnarnesbæjar sbr. 4. lið síðasta fundar.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.
Afgreiðslu málsins var frestað.

12. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í sandnámum á Sandskeiði og við Bolöldu.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Erna Nielsen.

Fundi var slitið kl. 18.08.   Stefán Bjarnason (sign)


Sigurgeir Sigurðsson (sign)  Inga Hersteinsdóttir (sign) 
Erna Nielsen (sign)    Jónmundur Guðmarsson (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?