Fara í efni

Bæjarstjórn

528. fundur 28. febrúar 2001

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.
 
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


1. Lögð var fram til síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árin 2002-2004.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Lögð var fram bókun fulltrúa Neslista vegna afgreiðslu 3ja ára áætlunar árið 2001.
Þriggja ára áætlunin sem nú er til afgreiðslu er stefnuyfirlýsing meirihluta sjálfstæðismanna til næstu ára í málum er varða þjónustu og fjárfestingar.  Þar sem áætlunin er einungis unnin af fulltrúum meirihlutans og er þeirra stefnumótun, þá munu fulltrúar Neslistans ekki bera fram tillögur til breytinga.
Áætlunin byggir á hækkun útsvara og hækkun þjónustugjalda fyrir barnafjölskyldur og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á þeim.  Ekki síst byggir áætlunin á því að Seltirningar munu áfram greiða hæsta útsvar á landsvísu þegar lítið er til raungreiðslna skattborgaranna.
Engu að síður fer lítið fyrir metnaði sjálfstæðismanna og nýsköpun í tillögunni, og má segja að einu nýmælin eru endurgerð knattspyrnuvallar, þar sem stefna Neslistans úr síðustu kostningum er fylgt eftir, og svo undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, það hefur einnig verið á stefnuskrá Neslistans í öllum kostningum frá 1990.

 

Fulltrúar Neslistans styðja þau tvö mál en munu greiða atkvæði gegn áætluninni.
     Seltjarnarnesi, 28. febrúar 2001.

Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign)    (sign)
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum.

2. Lögð var fram fundargerð 295. fundar Fjárhags- og launanefndar dagsett 20. febrúar 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Lagðar voru fram fundargerðir dagsettar 20. febrúar 2001, Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness sem er í 2 liðum og fundargerð 53. fundar Starfskjaranefndar Seltjarnarness sem var í 3 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 264. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 20. febrúar 2001 og var hún í 11 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi spurningar í tengslum við fundargerð félagsmálaráðs Seltjarnarness frá 20. febrúar 2001.
“Nú eru liðnir röskir tveir mánuðir frá því að bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.  Undirnefnd félagsmálaráðs var falið að gera jafnréttisáætlun í upphafi núverandi kjörtímabils þ.e. um mitt ár 1998.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi spurningar í tengslum við áætlunina og vænta svars á næsta bæjarstjórnarfundi:
1) Hve oft hefur jafnréttisnefnd fundað síðan áætlunin var samþykkt í bæjarstjórn 12.12.2000?
2) Liggja fyrir áætlanir um kynningu á jafnréttisáætluninni?
3) Hefur verið ákveðið að ráða sérstakan starfsmann til starfa fyrir nefndina, og ef ekki, hver mun taka að sér þetta starf af núverandi starfsmönnum?”

Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
(sign)     (sign)


10. og 11. liður fundargerðarinnar var vísað til Skólanefndar Seltjarnarness, að öðru leyti gaf fundargerðin ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð 29. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 8. febrúar 2001, og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 763. fundar Byggingarnefndar Seltjarnarness, dagsett 21. febrúar 2001 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 
7. Lögð var fram fundargerð 139. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 15. febrúar 2001, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu til að frestur til athugasemda og ábendinga vegna Staðardagskrá 21 yrði lengdur til 10. apríl 2001.
Var það samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 251. fundar Skipulags-, umferðar-og hafnarnefndar, dagsett 22. febrúar 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

9. Lagðar voru fram fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness, 82. fundar dagsett 12. febrúar 2001 og var hún í 2 liðum og 83. fundar dagsett 21. febrúar 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Tillaga Neslistans vegna 83. fundargerðar Skólanefndar frá 21. febrúar 2001, lið i):
“Forstöðumaður Fræðslu- og menningarsviðs hefur nú verið í starfi hjá bæjarfélaginu í 6 mánuði.  Fulltrúar Neslistans bentu ítrekað á er ráðning sviðsstjórans stóð fyrir dyrum að starfslýsing sú sem lögð var fram um starfið var ónákvæm og ófullnægjandi.  Ábyrgðarsvið og hlutverk sviðstjórans annarsvegar og grunnskólafulltrúa,  æskulýðs- og íþróttafulltrúa, leikskólafulltrúa hins vegar voru óskýr.  Það lá fyrir að þessi ónákvæmu vinnubrögð við starfslýsinguna gætu valdið óþarfa truflunum, óöryggi og misskilningi.  Þetta hefur gengið eftir.  Fulltrúar Neslistans leggja til að gerð verði úttekt á stöðunni.  Lagt er til að tekin verði trúnaðarviðtöl við alla forstöðumenn á sviðinu og reynt að skilgreina þennan vanda og leysa á farsælan hátt”.

                             Sunneva Hafsteinsdóttir    Högni Óskarsson
                             (sign)                                (sign)

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 19. febrúar 2001 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar S.S.H. 226. fundar dagsett 8. desember 2000 í 5 liðum, 227. fundar dagsett 12. janúar 2001 í 5 liðum og 228. fundar dagsett 9. febrúar 2001 í 4 liðum.  Auk þess var lögð fram fundargerð aðalfundar S.S.H. dagsett 20. október 2000, í 16 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð 168. fundar stjórnar SORPU dagsett 9. febrúar 2001 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Lögð var fram fundargerð 60. fundar Framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14. Tekin var til afgreiðslu starfsmannastefna Seltjarnarneskaupstaðar.
Samþykkt var að fresta afgreiðslu og umræðu.

15. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans um skoðanakönnun um framtíð flugvallarins í Skerjafirði samanber 11. lið 526. fundar.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielsen.
Tillagan var felld með 5 atkvæðum en 2 voru samþykkir.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
“Tillaga N-lista um framtíð flugvallar í Skerjafirði er ekki tímabær að sinni og er því ekki samþykkt”.

16. Erindi:
Lagt var fram bréf frá verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi dagsett 31. janúar 2001, Ólafsvíkuryfirlýsingin.
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.

17. Bæjarstjóri lagði fram bréf dagsett 23.02.01 frá Jónmundi Guðmarssyni þar sem hann tilkynnir flutning sinn til landsins í byrjun mars og mun hann þá taka að nýju við starfsskyldum sínum í bæjarstjórn og nefndum bæjarins.

18. Bæjarstjóri lagði fram bréf og undirskriftarlista dagsett 26.02.01 frá starfsfólki Mýrarhúsaskóla, varðandi starfsmannamál.

19. Bæjarstjórn Seltjarnarness óskar Tónlistarskóla Seltjarnarness til hamingju með glæsilegan árangur, eins og berlega kom fram á degi tónlistarinnar laugardaginn 24. febrúar 2001.

20. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu vegna hjúkrunarheimilisins:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að félagsmálaráði og félagsmálastjóra verði falið nú þegar að undirbúa samningaviðræður við Reykjavíkurborg um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra, sem þessi bæjarfélög muni reisa í sameiningu bendi hagkvæmnisrannsóknir til þess að slíkt samstarf yrði æskilegt.”
Við undirbúning skal m.a. taka tillit til eftirfarandi:
• Staðtölur sýna að íbúum yfir 45 ára fjölgar hlutfallslega meira á Seltjarnarnesi en íbúum í yngri aldurshópum.
• Framkvæma þarf mat á þjónustuþörf, sem horfir a.m.k. til 20 ára.
• Taka þarf tillit til skorts á byggingarlóðum á Seltjarnarnesi, þegar hugað er að staðsetningu.
• Taka þarf tillit til uppbyggingar þjónustu á öðrum sviðum, nálægð við heilsugæslu nú og til framtíðar.
• Taka þarf tillit til uppbyggingar umferðarmannvirkja í næstu framtíð.
• Taka þarf mið af áformum Reykjavíkurborgar um uppfyllingu og nýtt íbúðahverfi á uppfyllingu undan Selsvör og aðliggjandi strandar.
Lagt er til jafnframt að frumathugunum verði lokið fyrir 15. maí, þannig að samningaviðræður geti hafist fljótlega eftir það.

                                Seltjarnarnesi, 28. febrúar 2001.

              Högni Óskarsson                     Sunneva Hafsteinsdóttir
              (sign)                                       (sign)

 

 

  Fundi var slitið kl.19.08. Stefán Bjarnason.

Sigurgeir Sigurðsson (sign)  Erna Nielsen (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)  Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?