Fara í efni

Bæjarstjórn

526. fundur 17. janúar 2001

Miðvikudaginn 17. janúar 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Erna Nielsen, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.  Inga Hersteinsdóttir mætti á fundinn kl.17:23

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Forseti bæjarstjórnar bauð fundarmenn velkomna á þennan fyrsta fund ársins og óskaði þeim gleðilegs nýs árs og þakkaði samstarfið á liðnu ári.

 

1. Lögð var fram 245. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 7. desember 2000 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku:  Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Gunnar Lúðvíksson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram 46. fundargerð stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness dagsett 21. desember 2000 og var hún í 2 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram fjárhagsáætlanir Vatnsveitu og Hitaveitu Seltjarnarness 2001.
         
         Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 11. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósavæðis dagsett 19. desember 2000 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 166. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 14. desember 2000 og var hún í 4 líðum.       

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lagðar voru fram 224. og 225. fundargerð stjórnar SSH dagsettar 13. október og 24. nóvember 2000.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 24. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnaness dagsett 30. nóvember 2000 og var hún í 2 liðum
Til máls tóku: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Inga Hersteinsdóttir tók við fundarstjórn kl.17:23

7. Lögð var fram 80. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 18. janúar 2001 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jens Pétur Hjaltested og Erna Nielsen.
Jafnframt var dreift yfirliti um niðurstöður samræmdra prófa í 4 og 7 bekk í Mýrarhúsaskóla.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8. Erindi:

a. Lagt var fram bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis dagsett 1. nóvember 2000 um breytingar á samkomulagi sorphirðu og hreinsun opinna svæða.
b. Lagt var fram bréf Landverndar dagsett 21. nóvember 2000.
Bréfinu var vísað til umhverfisnefndar.
c. Lagt var fram bréf Neytendasamtakanna dagsett 21. desember 2000 varðandi styrk til samtakanna.
Bréfinu var vísarð til fjárhags- og launanefndar.
d. Lagt var fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dagsett 28. nóvember 2000 ásamt fylgigögnum varðandi akstursæfingasvæði.
e. Lagt var fram bréf Leiklistarfélags Seltjarnarness dagsett 28. nóvember 2000.
Bréfinu var vísað til bæjarstjóra.
f. Lögð var fram auglýsing umhverfisráðuneytisins dagsett 30. nóvember 2000 um friðlýsingu Bakkatjarnar og næsta nágrennis.
Til máls tóku Sunneva Hafsteindóttir og Jens Pétur Hjaltested. 
 g.  Lagt var fram bréf  Jónmundar Guðmundssonar dagsett 31. desember       2000 um framlengingu á leyfi frá bæjarstjórnarstörfum til október n.k.
Samþykkt samhljóða.


9. Lagt var fram bréf skólaritara í Mýrarhúsakóla varðandi líkamsrækt.
Bréfinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.

10. Ákveðið var samhljóða að tilnefna Steinunni Árnadóttur, garðyrkjustjóra, fulltúa í nefnd  SSH um girðingu um höfuðborgarsvæðið í stað Hrafns Jóhannssonar, sem látið hefur af störfum hjá Seltjarnarnesbæ.

11. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi lillögu:

“Fulltrúar Neslistans leggja til að bæjarstjórn Seltjarnarness standi fyrir víðtækri skoðanakönnun eða atkvæðagreiðslu meðal íbúa Seltjarnarness um framtíð flugvallarins í Skerjafirði.  Staðsetning vallarins hefur tvímælalaut áhrif á búsetuskilyrði á Seltjarnarnesi og sjálfsagt að leita eftir áliti bæjarbúa.”

Sunneva Hafsteinsdóttir  Sigrún Benediktsdóttir
(sign)     (sign)


Fundi var slitið kl. 18:00.           Álfþór B. Jóhansson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?