Fara í efni

Bæjarstjórn

522. fundur 11. október 2000

Miðvikudaginn 11. október 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson,  Erna Nielsen,  Sunneva Hafsteinsdóttir,  Jens Pétur Hjaltested,  Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 


1. Lögð var fram 759. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 11. október 2000 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.


2. Lögð var fram 259. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 2. október 2000 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkta.


3. Lagðar voru fram 10., 11. og 12. fundargerðir undirnefndar um jafnréttismál dagsettar 13., 25.  september og 2. október 2000.
Jafnframt var lögð fram Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar ásamt greinargerð.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Afgreiðslu fundargerðarinnar og Jafnréttisáætlunarinnar var frestað til næsta fundar.

4. Lögð var fram 4. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 4. september 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lagðar voru fram 221. og 222. fundargerðir stjórnar S.S.H. dagsettar 8. og 15. september 2000 og voru þær í 8 og 5 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

6. Lögð var fram 151. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 14. september 2000 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lagðar voru fram 72. og 73. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 28. september og 4. október 2000 og voru þær í 5 og 2 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
 “Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að stofnaður verði starfshópur til að skoða húsnæðismál Valhúsaskóla.  Í starfshópnum verði skólastjóri Valhúsaskóla eða fulltrúi skipaður af honum, grunnskólafulltrúi og fulltrúi frá skólanefnd.
Starfshópnum verði falið að skoða hvort og/eða hvernig hægt er að koma fyrir 14 bekkjardeildum í skólanum næsta skólaár.
Lagt er til að starfshópurinn skili áliti sínu í síðasta lagi 1. nóvember 2000 þ.e. áður en fjárhagsáætlun næsta árs verður samþykkt”.

Greinargerð:  Mikilvægt er að skoða sem fyrst hvort mögulegt er að koma þessum nemendafjölda fyrir í skólanum með góðu móti.
Reynist svo ekki vera, verður að bregðast fljótt við.  Ef byggja þarf við skólann strax á næsta ári er nauðsynlegt að strax fari í gang fagleg og vönduð umræða um þessa nýju skólabyggingu.
Það er mikilvægt að vel takist til og byggingin taki mið af nýrri aðalnámsskrá grunnskóla og hafi til að bera sveiganleika sem nauðsynlegt er skólastarfi í miklu framþróunar og breytingarskeiði.

 

   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)

Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.

 Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

8. 
a) Lagt var fram bréf Málræktarsjóðs dagsett 22. september 2000 varðandi tilnefningu fulltrúa Seltjarnarness á fund fulltrúaráðs sjóðsins 27. október n.k.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Samþykkt var með 5 atkvæðum að tilnefna Jón Jónsson, Melabraut 28, fulltrúa Seltjarnarness í fulltrúaráðið, fulltrúar Neslistans sátu hjá.
b) Lögð var fram tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. september 2000 um fjármálaráðstefnu sambandsins 2. og 3. nóvember n.k.


9. Samþykkt var samhljóða að leggja fyrir fundinn 290. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 10. september 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

  1. liður  fundargerðarinnar,  2ja  m.k.  aukaframlag  til   skólaskrifstofu
      vegna stöðuaukningu var samþykkt samhljóða.
  2. liður  fundargerðarinnar,   hækkun  álagningarprósentu  útsvars   um
      0.56% eða í 11.80%, var samþykktur samhljóða.
  3. liður fundargerðarinnar gaf ekki tilefni til samþykktar.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
 “Fulltrúar Neslistans samþykkja tillögu meirihluta Sjálfstæðismanna um hækkun á álagningarprósentu útsvara fyrir árið 2001, en vilja jafnframt taka fram eftirfarandi:
Þessi staða var fyrirsjáanleg, reyndar fyrir síðustu kosningar.  Undirstrikar þetta á hvern hátt sjálfstæðismenn sigldu undir fölsku flaggi í síðustu kosningabaráttu þegar þeir hófu fagurgala sinn um góða fjármálastjórnun með tilvísan til lágrar útsvarsprósentu og góðrar skuldastöðu.  Skuldastaðan breyttist strax eftir kosningar og útsvarsprósentan nú.

Stóran hluta ábyrgðarinnar á þessari stöðu verða flokksbræður- og systur meirihlutans í landsstjórn að axla, en með þvergirðingshætti og fullkomnu ábyrgðarleysi neitar forsætisráðherra, ráðherrar fjármála og menntamála, að veita stærri hluta af skattfé ríkisins til sveitastjórna þannig að þær geti staðið undir eðlilegum kröfum um metnaðarfullt skólastarf.
Þó svo að hvergi séu útsvarstekjur af hverjum einstaklingi hærri en á Seltjarnarnesi verður nú að fara þessa leið, en jafnframt ber að herða sóknina á hendur ríkisvaldinu til að sveitarfélög fái það rekstrarfé sem þeim ber til að tryggja eðlilegt skólastarf.

 Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
 (sign)    (sign)
  

  Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Hækkun útsvarsprósentu er nauðsynleg vegna aukinnar þjónustu við bæjarbúa m.a. stórauknum kostnaði við fræðslumál.
Skuldastaða bæjarsjóðs hefur batnað eins og að var stefnt”.

10. Erna Nielsen lagði fram og ræddi umsögn um tillögur um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Umsögnin var samþykkt samhljóða.


 


Fundi var slitið kl. 18.05.           Álfþór B. Jóhannsson (sign)

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Erna Nielsen  (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?