Fara í efni

Bæjarstjórn

620. fundur 17. ágúst 2005

620. (1546.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 17. ágúst 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 619. fundar samþykkt.

1.      Lögð var fram fundargerð 311. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 28. júní 2005 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson.

Rætt um hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Lýsislóðinni. Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Borgarstjóranum í Reykjavík dagsett 28. júlí 2005. Einnig rætt um stöðu eignaskiptasamninga í Íbúðum aldraðra við Skólabraut.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 69. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. júlí 2005 og var hún í 10 liðum.

3. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 70. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 4. ágúst 2005 og var hún í 10 liðum.

3. og 8. liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 180. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. júní 2005 og var hún í 8 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 181. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. júlí 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 58. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 15. júlí 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 59. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 5. ágúst 2005 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 9. ágúst 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 45. fundar framkvæmdastjórnar um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 30. júní og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram til kynningar bréf frá SORPU bs. dagsett 13. júní 2005 varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

b)    Lagt var fram bréf stjórnar Golfklúbbsins Ness dagsett 8. júní 2005, vegna stækkunar golfvallarins.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Bréfið lagt fram og rætt en afgreiðslu frestað.

c)     Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans samkvæmt 12. lið 617. fundar bæjarstjórnar um framhald samráðsferlis í skipulagsmálum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Tillagan var rædd og lögð fram svohljóðandi breytingatillaga:

“Við leggjum til að haldið verði áfram formlegu samráðsferli við íbúa Seltjarnarness í skipulagsmálunum. Reynslan af starfi rýnihópsins hefur sýnt það sem við höfum áður bent á að farsælast er að vinna að gerð skipulags með þátttöku íbúa og í sem mestri sátt. Við leggjum því til að virku samráði við bæjarbúa verði haldið áfram þar til nýtt aðal- og deiliskipulag liggur fyrir, hugsanlega í breyttri mynd og með aðkomu nýrra aðila sem gætu skapað enn fjölbreyttari sýn á hugmyndir bæjarbúa. Bendum við þar m.a. á hlut kvenna. Í rýnihópnum sem nú hefur lokið störfum, voru einu konurnar sem þar voru úr röðum Neslista, sem gætti þess að bæði kynin ættu fulltrúa í honum.”

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna svo breytta með vísan í umsögn Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 4. ágúst og felur Skipulags- og mannvirkjanefnd að móta frekara samráð við íbúa á grundvelli tillögunnar í framhaldi skipulagsvinnunnar.

d)    Tekin var fyrir tillaga Neslistans samkvæmt 8. lið 617. fundar bæjarstjórnar  um skipan 3ja manna í jafnréttisnefndar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða með vísan í umsögn Félagsmálaráðs í 3. lið 311. fundar.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna því að nú loksins hefur meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness samþykkt skipun sérstakrar jafnréttisnefndar hjá Seltjarnarnesbæ. Neslistinn hefur í mörg ár lagt fram tillögur um stofnun jafnréttisnefndar sbr. lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000, þeim margsinnis verið hafnað af meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness og þess vegna ber að fagna sérstaklega þessari niðurstöðu”.

          Sunneva Hafsteinsdóttir  Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Árni Einarsson

                      (sign)                                     (sign)                         (sign)

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Meirihluti Sjálfstæðisflokks þakkar árnaðaróskir minnihlutans um skipun  sjálfstæðrar  jafnréttisnefndar sem raunar hefur starfað á vegum félagsmálaráðs um árabil með öflugum hætti.”

Jónmundur Guðmarsson                  Ásgerður Halldórsdóttir

                (sign)                                        (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson          Sigrún Edda Jónsdóttir

                (sign)                                        (sign)

e)     Lagt var fram bréf frá Fimleikadeild Gróttu dagsett 26. júlí 2005 varðandi stækkun fimleikasals.

Bréfinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Fundi var slitið kl.  18:05



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?