Fara í efni

Bæjarstjórn

519. fundur 16. ágúst 2000


Miðvikudaginn 16. ágúst 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Gunnar Lúðvíksson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.


1. Lögð var fram fundargerð 288. fundar Fjárhags-og launanefndar dagsett 15. ágúst 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Gunnar Lúðvíksson.
Varðandi lið 5 í fundargerðinni skal koma fram að breyting álagningar frá áætlun er 1% hækkun tekna.
Fundargerðin var samþykkt með 6 atkvæðum en 1 sat hjá.

2. Lögð var fram fundargerð 248. fundar Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 25. júlí 2000 og var hún í 7 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 757. fundar Bygginganefndar Seltjarnarness dagsett 26. júlí 2000, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 69. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. júlí 2000 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram fundargerð 20. fundar Menninganefndar Seltjarnarness dagsett 10. júlí 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku  Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 28. júlí 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 149. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett 12. júlí 2000 og var hún í 22 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 5. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og launanefndar sveitarfélaga og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


9. Lagðar voru fram fundargerðir Svæðaskipulags höfuðborgarsvæðins:

a. 52. fundar Framkvæmdanefndar, dagsett 5. júlí 2000 og var hún í 6 liðum.

b. Fundar formanna Samvinnunefndar, dagsett 7. júlí 2000 og var hún í 3 liðum.

c. Kynningafundar Samvinnunefndar dagsett 21. júní 2000 og var hún í 3 liðum.


d. Fundar Samvinnunefndar með forsvarsmönnum sveitarfélaganna o.fl. dagsett 5. júlí 2000 og var hún í 10 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

Bæjarstjóri tilkynnti bæjarfulltrúum að Rótarýklúbbur Seltjarnarness ætlar að afhjúpa minnismerki um kirkju í Nesi, þann 24. ágúst 2000   kl. 18.00 og óskar eftir nærveru bæjarstjórnar.
 

 

Fundi var slitið kl. 17.50.           Stefán Bjarnason (sign)

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Erna Nielsen (sign)  Högni Óskarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?