Fara í efni

Bæjarstjórn

518. fundur 19. júlí 2000


Miðvikudaginn 19. júlí 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Bryndís Richter.


1. Lögð var fram 287. fundargerð Fjárhags- og launanefndar dagsett 04.07.00.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga   Hersteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram fundargerð Starfskjaranefndar dags. 11. júlí 2000.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Lögð var fram fundargerð Starfsmenntunarsjóðs dags. 11. júlí 2000.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 134. fundargerð Umhverfisnefndar dags. 3. júlí 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Högni Óskarsson, Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Rætt um auglýsingu um friðlýsingu Bakkatjarnar og var hún samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.


5. Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dags. 19. júní 2000 var lögð fram.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð Almannaverndar KMRS dags. 21. júní 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 162. fundar Sorpu dags. 29. júní 2000.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 51. fundar í Framkvæmdanefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 204. fundargerð Bláfjallanefndar dags. 28. júní 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, en var að öðru leyti vísað til ÆSIS.

10. Erindi:
a. Lagt var fram bréf frá Borgarstjóranum í Reykjavík, þar sem óskað er eftir fundi um orkumál.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.

b. Lagt var fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu dags. 21.06.2000 varðandi sameiningu heilsugæslustöðva.
Samþykkt samhljóða.

c. Lagt fram bréf Náttúruverndar ríkisins varðandi náttúruverndaráætlun og gagnasöfnun.
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.


d. Lagt fram bréf frá Byggingarnefnd Nesstofusafns.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen og Högni Óskarsson.

e. Lagt var fram bréf frá verkefnisstjórn,  Ísland án eiturlyfja.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.

f. Frá síðasta fundi var tekið upp mál Eflingar, stéttarfélags, nýr kjarasamningur.
Samþykktur samhljóða.

g. Lagt var fram bréf frá Jónmundi Guðmarssyni dags. 17. júlí 2000.
Samþykkt að heimila leyfi til áramóta.
 

 

Fundi var slitið kl. 18.00.           Bryndís Richter (sign)

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Erna Nielsen (sign)  Högni Óskarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?