Fara í efni

Bæjarstjórn

515. fundur 24. maí 2000


Miðvikudaginn 24. maí 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen,   Gunnar Lúðvíksson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jens Pétur Hjaltested.
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lagðir voru fram til síðari umræðu ársreikningar Seltjarnarnesbæjar og stofnana árið 1999.
Jafnframt voru lögð fram bréf kjörinna endurskoðenda Guðmundar Einarssonar og Harðar Felixsonar.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Ársreikningarnir voru samþykktir samhljóða og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun:
”Fulltrúar Neslistans geta fyrir sitt leiti samþykkt reikninga Seltjarnarnessbæjar fyrir reikningsárið 1999 sem rétt færða.  Fulltrúar Neslistans eru hins vegar ekki ábyrgir fyrir þeirri pólitísku stefnu meirihlutans eins og hún kemur fram í ársreikningunum.
Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir hratt vaxandi tekjur bæjarsjóðs undanfarin ár og tekjur séu meiri en áætlun árið 1999 þá ákvað meirihlutinn engu að síður að íþyngja barnafjölskyldum með hækkun leikskólagjalda.  Þau eru nú með því hæsta sem þekkist í sambærulegum sveitarfélögum.“
   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)

2. Samþykkt var að taka fyrir 283. fundargerð fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 23. maí 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Lögð var fram 45. fundargerð stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 19. maí 2000 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
”Fulltrúar Neslistans fagna því að hönnun og byggingu dæluhúss við borholu 12 skulu verða lokið á þessu ári og á því næsta og að lokið verði frágangi við næsta umhverfi þess.  Er þess þá vænst að vegarspottinn frá borholu og út að veginum að Snoppu verði fjarlægður enda var hann lagður í óleyfi á sínum tíma.
Þrátt fyrir að samþykkt hafi verið í bæjarstjórn fyrir nokkrum árum að þessi vegarspotti skyldi fjarlægður þá hefur framkvæmdastjórn bæjarins undir stjórn bæjarstjóra ekki sýnt neinn lit á því enn að fylgja þessari samþykkt bæjarstjórnar eftir.  Fulltrúar Neslistans átelja þá lítilsvirðingu sem bæjarstjóri hefur sýnt vilja bæjarstjórnar með þessu.
   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)
Bæjarstjóri Sigurgeir Sigurðsson og forseti bæjarstjórnar Erna Nielsen, lögðu fram eftirfarandi bókun:
”Nefndur vegarspotti er grunnur göngustígs sem er samkvæmt skipulagi.  Vegur samkvæmt skipulagi kemur innar og hefur ekki verið lagður.“
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


4. Lögð var fram 255. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 4. mars 2000 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 19. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 3. maí 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram 62., 63. og 64. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 27. apríl og 2. og 4. maí 2000 og voru þær í 3, 3 og 1 lið.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.


7. Lögð var fram 22. fundargerð ÆSÍS dagsett 11. maí 2000 og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Högni Óskarsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun.
”Fulltrúar Neslistans vísa til bókunar sinnar um starfslýsingu forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs frá fyrri bæjarstjórnarfundi.  Nú kemur fram að ÆSÍS tekur undir þau sjónarmið sem þar voru sett fram og sýnir þetta enn einu sinni hve bæjarstjóri hefur unnið þetta mál af fljótfærni og án nauðsynlegs samráðs.“
   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 159. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 11. maí 2000 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
”Fram kemur í fundargerð Sorpu að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki mótað sér stefnu varðandi söfnun úrgangs.  Fulltrúar Neslistans leggja því til að Seltjarnarnesbær taki frumkvæði í þessu máli, semji drög að stefnu í þessu mikilvæga umhverfismáli, sem verði síðan lögð fyrir stjórn Sorpu til að skapa umræðu meðal aðildarsveitarfélaga sem leiði til umhverfisvænnar stefnu í söfnun og vinnslu lífræns úrgangs.“
   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)
Til máls um tillöguna tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 219. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 12. maí 2000 og var hún í 6 liðum ásamt niðurstöðum nefndar um samstarf Sveitarfélags á Höfuðborgarsvæðinu.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram 203. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 8. maí 2000 og var hún í 10 liðum.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 42. fundargerð Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 9. maí 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram 147. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 23. mars 2000 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Í.S.Í. dagsett 9. maí 2000 ásamt samþykkt frá 2. íþróttaþingi Í.S.Í. dagana 24.-26. mars 2000 um viðurkenningar til fyrirmyndarfélaga/deilda.
Erindinu var vísað til æskulýðs- og íþróttaráðs.
b. Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 5. maí 2000 ásamt ályktun Hafnarfjarðarráðstefnunnar 4. apríl 2000.
c. Lagt var fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 15. maí 2000 ásamt drögum að samþykkt um friðun trjáa í Reykjavík.
Erindinu var vísað til garðyrkjustjóra.
d. Lagt var fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 15. maí 2000 um samþykkt stjórnar samtakanna að næsti aðalfundur verði 6. október 2000 á Seltjarnarnesi.

14. Lögð var fram tilkynning frá formanni Starfsmannafélags Seltjarnarness um að félagið hefði samþykkt kjarasamninga félagsins og Launanefndar sveitarfélaga frá 4. maí 2000.

15. Í tilefni af 125 ára afmælis Mýrarhúsaskóla 27. maí 2000 og 25 ára afmælis Valhúsaskóla s.l. ár var bæjarstjóra falið að velja í samráði við formann skólanefndar gjafir til skólanna í tilefni þessara tímamóta.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.

16. Rætt var um að SVR biðskýli vanti við Vesturströnd.

17. Jens Pétur Hjaltested lagði fram eftirfarandi svar við óformlegri fyrirspurn Högna Óskarssonar:
”Verkefnið Staðardagskrá 21 (SD21) heyrir stjórnskipulega séð undir umhverfisnefnd Seltjarnarness.  Nefndin fól nefndarmanninum Tómasi M. Sigurðssyni vorið 1999 að sinna SD21 verkefninu fyrir hennar hönd en jafnframt halda nefndinni upplýstri um framgang þess.  Í nær öllum fundargerðum fyrir árið 1999 og 2000 kemur fram, að SD21 hefur verið þar á dagskrá.
Á 130. fundi u-nefnar var tilkynnt um væntanlegan almennan kynningarfund og framkvæmd hans.  Verkefnanefnd SD21 var sett á laggirnar í framhaldi af því, en hún heyrir undir umhverfisnefnd.  Verkefnahópar SD21 heyra undir verkefnanefnd SD21.
Verkefnanefnd hefur haldið 3 fundi frá skipan nefndarinnar.  Allt frá fyrsta fundi nefndarinnar í mars s.l. hefur verið stefnt að því, að nefndina skipi áhugasamir einstaklingar í bland við fyrirtæki, ráðamenn og stofnanir.“
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur  Hjaltested.

 

Fundi var slitið kl.18.20. Álfþór B. Jóhannsson.


Sigurgeir Sigurðsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Gunnar Lúðvíksson (sign)
Erna Nielsen (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?