Miðvikudaginn 10. maí 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lagðir voru fram til fyrri umræðu reikningar Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja fyrir árið 1999.
Jafnframt var lagt fram bréf Deloitte & Touche h.f. dagsett 9. maí 2000.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningunum og lagði til að reikningunum yrði vísað til síðari umræðu.
Samþykkt var samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
2. Lögð var fram 754. fundargerð Bygginganefndar Seltjarnarness dagsett 26. apríl 2000 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
3. Lögð var fram 61. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 17. apríl 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 132. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 25. apríl 2000 og var hún í 10 liðum. Jafnframt var lögð fram leiðrétt 131. fundargerð dagsett 15. mars 2000.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
5. Lagðar voru fram 4. og 5. fundargerðir Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsettar 6. og 17. apríl 2000 og voru þær í 1 og 6 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lagðar voru fram 40. og 41. fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 5. og 25. apríl 2000 og voru þær í 5 og 3 liðum.
Jafnframt var lögð fram 47. fundargerð Framkvæmdanefndar dagsett 25. apríl 2000.
Til máls tóku Erna Nielsen og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
7. Lögð var fram fundargerð kynningarnefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 3. apríl 2000.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Fjölskylduráðs dagsett 25. apríl 2000.
Bréfinu var vísað til æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness.
b. Lagt var fram bréf Brunavarðafélags Reykjavíkur dagsett 18. apríl 2000.
Bréfið hefur verið afturkallað.
9. Lagður var fram kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmanna dagsettur 4. maí 2000 og gildir hann til 31. desember 2000.
Kjarasamningurinn var samþykktur samhljóða.
10. Lagt var fram leiðrétt erindisbréf forstöðumanns Fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarness.
11. Lagt var fram eftirfarandi svar bæjarstjóra við fyrirspurn N-lista í 10.gr. 513. fundargerðar bæjarstjórnar:
”1. Vinna við stígagerð liggur niðri yfir varptímann.
2. Munnlegt mat Jóhanns Ó. Hilmarssonar liggur fyrir, jákvætt.
Jóhann Óli er höfundur fuglalífskafla Skýrslu um náttúrufar á
Seltjarnarnesi.“
Bæjarstjóri.
12. Lagt var fram eftirfarandi svar bæjarstjóra við fyrirspurn Neslistans í 11. grein 513. fundargerð bæjarstjórnar.
”1. Starfið hefur ekki verið lagt niður eins og fullyrt er. Samkvæmt tillögum ÆSÍF hefur starfinu til reynslu verið skipt milli 3ja starfa þ.e. vaktformenn sundlaugar og íþróttamiðstöðvar eru gerðir að vaktstjórum og ÆSÍF sinnir sjálfur þeim hluta starfsins er snýr að innkaupum og öryggismálum.
2. Hér er um að ræða breytingu í rekstri sem er til reynslu og verður metin í árslok.
3. Sama svar og við spurningu 2.
4. Já, skipuritið greinir ÆSÍF sem yfirmann íþróttamannvirkja og bæjarstjóra sem næsta yfirmann.
5. Stjórnunarhættir Seltjarnarnesbæjar eins og annara sveitarfélaga eiga að vera í stöðugri endurskoðun með það fyrir augum að veita sem besta þjónustu án kostnaðarhækkunar.“
Bæjarstjóri.
Til máls tók Högni Óskarsson og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun:
”Svör bæjarstjóra við fyrirspurn fulltrúa Neslistans varðandi breytingar á stöðu framkvæmdastjóra íþróttamiðstöðvar sanna svo ekki verður um villst að hér hefur bæjarstjóri staðið að ákvörðun á ólýðræðislegan og óviðunandi hátt sem ekki verður við unað.
Fulltrúar Neslistans krefjast þess að bæjarstjóri sinni starfi sínu í samræmi við kröfur lýðræðislegra vinnubragða um leið og skorað er á viðeigandi nefndir á vegum bæjarstjórnar að taka þetta mál til umfjöllunar út frá grundvallarforsendum.
Neslistinn styður allar tilraunir til hagræðingar og umbóta en einungis séu þær unnar á opinn og lýðræðislegan hátt.“
Högni Óskarsson Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign) (sign)
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
13. Sunneva Hafsteinsdóttir gerði athugasemd við 6. lið 513. bæjarstjórnarfundargerðar, en þar féll niður að bóka afgreiðslu á breytingartillögum Neslistans við bæjarmálasamþykkt Seltjarnarness.
Fyrri tillaga Neslistans um breytingu á 44. grein bæjarmála-samþykktarinnar var samþykkt samhljóða.
Seinni tillaga Neslistans um breytingu á 19. grein bæjarmála-samþykktarinnar var felld með 5 atkvæðum gegn 2.
Fundi var slitið kl.18.35. Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Erna Nielsen (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)