Fara í efni

Bæjarstjórn

622. fundur 21. september 2005

622. (1548.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 21. september 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 621. fundar samþykkt.

1.          Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2005. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Ásgerður Halldórsdóttir. 

Afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar var frestað til næsta fundar.

2.           Lagður var fram ársreikningur Félagsheimilis Seltjarnarness fyrir árið 2004.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

3.           Lögð var fram fundargerð 357. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. september 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Bjarni Torfi Álfþórsson gerði fyrirspurn um reglur varðandi boðun varamanna í nefndir sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að leita svara hjá Félagsmálaráðuneytinu.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 74. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. september 2005 og var hún í 7 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Liðir 3 og 5 voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 74. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. september 2005 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 163. (58.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 20. júní 2005 og var hún í 6 liðum

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 166. (61.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. september 2005 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 66. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 13. september 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 298. (37.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 13. september 2005 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur jákvætt í frumáætlun VSÓ um byggingu gervigrasvallar við Suðurströnd og ályktun Æskulýðs- og íþróttaráðs þar að lútandi. Bæjarstjórn felur Skipulag- og mannvirkjanefnd að annast gerð endanlegra skipulagsgagna og framkvæmdaáætlunar. Stefnt skal að því að jarðvinna vegna vallarins verði boðin út um mánaðarmótin september/október 2005 og ákvörðun um kaup á yfirborðsefni vallarins liggi fyrir um sama leyti með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006. Stúka við völlinn ásamt hlaupabraut verði tekin í gagnið í maí 2007”.

            Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                     (sign)                                        (sign)

            Ingimar Sigurðsson                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                     (sign)                                        (sign)

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum Sjálfstæðismanna en fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Bæjarfulltrúar Neslista fagna einróma ályktun Æskulýðs- og íþróttaráðs á fundi þann 13. september sl. um byggingu knattspyrnuvallar og mannvirkja tengdum honum á Seltjarnarnesi. Núverandi aðstaða til knattspyrnuiðkunar og þjálfunar er bágborin og nýs vallar hefur verið beðið með óþreyju í mörg ár. Brýnt er að framkvæmdum við fyrirhugaðan knattspyrnuvöll og umhverfi hans verði hraðað og teljum við að vinna beri að málinu á grundvelli ályktunar ÆSÍS, þ.á.m. með framkvæmdahraða sem þar er lagður til. Það vekur því mikla furðu að forseti bæjarstjórnar og formaður ÆSÍS skuli nú snúa við blaðinu og leggja til annan framkvæmdahraða en hún stóð að innan ÆSÍS.”

Árni Einarsson   Guðrún Helga Brynleifsdóttir   Sunneva Hafsteinsdóttir

       (sign)                           (sign)                                     (sign)

 

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Bæjarfulltrúar Neslistans hafa ítrekað lýst sig algerlega ábyrgðalausa af rekstri bæjarfélagsins, og þar af leiðandi fjármálum og fjárfestingum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks lýsir fullu trausti á formanni ÆSIS og forseta bæjarstjórnar sem unnið hefur málaflokk sínum ómælt gagn á umliðnum árum.

Jónmundur Guðmarsson    Bjarni Torfi Álfþórsson    Ingimar Sigurðsson

            (sign)                                 (sign)                           (sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 313. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. september 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Lið 2 var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar en fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 8. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 13. september 2005 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 283. fundar stjórnar SSH, dagsett 5. september 2005 og var hún í 6 liðum. Þá var einnig lögð fram gjaldskrá um kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi sem gildir frá og með haustinu 2005.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 61. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 31. ágúst 2005 og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga; 723. fundar dagsett 17. mars 2005 í 13 liðum, 724. fundar dagsett 29. apríl 2005 í 13 liðum, 725. fundar dagsett 10. júní 2005 í 20 liðum, 726.fundar dagsett 1. júlí 2005 í 16 liðum og 727. fundar dagsett 26. ágúst 2005 í 15 liðum.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

Fundi var slitið kl.  19:55Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?