Fara í efni

Bæjarstjórn

511. fundur 22. mars 2000


Miðvikudaginn 22. mars 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.     
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 753. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 15. mars 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Högni Óskarsson.
Fulltrúar Bæjarmálafélagsins lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Að gefnu tilefni er bæjarstjóri áminntur um að tryggja að allar framkvæmdir á vegum Seltjarnarnesbæjar séu í samræmi við gildandi lög og reglur.“
Högni Óskarsson     Sunneva Hafsteinsdóttir    (sign)      (sign)
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 
2. Lögð var fram 281. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarrnarness dagsett 21. mars 2000 og var hún í 6 liðum. 
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Lögð var fram 58. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 13. mars 2000 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu Skólanefndar um flutning 7.bekkjar Mýrarhúsaskóla í Valhúsaskóla haustið 2000 sbr. fundargerð skólanefndar frá 31. janúar s.l.

        Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Neslistans samþykkja tillögu skólanefndar í trausti þess að           flutningur 7. bekkjar verði vandaður og faglegur.  Fulltrúar Neslistans treysta Valhúsaskóla fyllilega til að taka að sér aukin verkefni.
Allar framkvæmdir sem verða samfara þessum flutningi þurfa að koma sem viðbótarfjármagn til skólans.  Mikilvægt er að sérstök fjárhagsáætlun varðandi þennan flutning verði lögð fram í bæjarstjórn til umræðu".
Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson        (sign)        (sign)
4. Lögð var fram 50. fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 21. mars 2000 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða og taka liðir 2. og 4. gildi 1.september 1999.

5. Lögð var fram 131. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 15. mars 2000 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Formaður nefndarinnar upplýsti að fundargerðin væri ekki í því formi sem hún hefði átt að vera og yrði það leiðrétt.
Fulltrúar Bæjarmálafélagsins lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Bæjarmálafélagsins átelja formann Umhverfisnefndar fyrir         þann mikla seinagang sem orðið hefur á skipan verkefnastjórnar vegna Staðardagskrár 21 á Seltjarnarnesi, en Umhverfisnefnd samþykkti skipan verkefnisstjórnar fyrir tæpum 9 mánuðum."
 Högni Óskarsson   Sunneva Hafsteinsdóttir   (sign)       (sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 2. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 28.febrúar 2000 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 157. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 2. mars 2000 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 44. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 29. febrúar 2000 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 38. fundargerð Samvinnunefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 1. mars 2000 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram 145. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 23. febrúar 2000 og var hún í 13. liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 11. fundargerð Samstarfs Samflots og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 10. febrúar 2000 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lagt var fram bréf UMSK dagsett 2. mars 2000.

13. Lögð var fram til fyrri umræðu bæjarmálasamþykkt Seltjarnarneskaupstaðar.
Fulltrúar Bæjarmálafélagsins leggja til að bætt verði einni setningu aftan við 44. gr.:
 "Skal dagskrá fylgja fundarboði".
Högni Óskarsson    Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)      (sign)
Fulltrúar Bæjarmálafélagsins lögðu til að lok 19. greinar orðaðist þannig:
"Leyfi forseta bæjarstjórnar þarf til að taka myndir eða hljóðrita fundina eða einstaka dagskrárliði til opinberrar birtingar".
Greinargerð:
Það getur staðið þannig á að bæjarstjórnarmaður eða gestur telji sig knúinn til þess að hljóðrita sér til minnis það sem gerist á fundinum.  Sjálfsagt er hins vegar að gera skýran greinarmun á slíkum hljóðritunum og hljóðritunum sem eru ætlaðar til birtingar í fjölmiðlum.
Högni Óskarsson                                             Sunneva Hafsteinsdóttir     (sign)                                                                (sign)
       Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Bæjarmálasamþykktinni var vísað til síðari umræðu.

14. Lögð var fram til fyrri umræðu lögreglusamþykkt fyrir Seltjarnarnes.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Lögreglusamþykktinni var vísað til síðari umræðu.

15. Lögð var fram 36. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16. Samþykkt var samhljóða að senda tvo fulltrúa frá meirihluta, einn fulltrúa frá minnihluta og einn fagaðila á vinabæjarmót í Finnlandi 9. og 10. júní n.k.

17. Samþykkt var samhljóða að veita ÁTVR ótímabundið leyfi til reksturs vínbúðar að Eiðistorgi.


  Fundi var slitið kl.18.08. Álfþór B. Jóhannsson

Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?