Fara í efni

Bæjarstjórn

510. fundur 08. mars 2000


Miðvikudaginn 8. mars 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.      
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 280. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 1. mars 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
 
2. Lögð var fram 57. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett       28. febrúar 2000 og var hún í 2 liðum. 
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 20. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness dagsett
29. febrúar 2000 og var hún í 5 liðum.
        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 37. fundargerð Samvinnunefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.  Lögð var fram 43. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram 1. og 2. fundargerð samstarfsnefndar stéttarfélags bókasafns og upplýsingafræðinga og launanefndar sveitarfélaga dagsettar 2. og 25. febrúar 2000.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta. 

7.   Erindi: 
a. Lagt var fram ódagsett bréf Lundo kommun varðandi heimsókn unglinga frá Seltjarnarnesi 12.-18. júní 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bréfinu var vísað til æskulýðs- og  íþróttaráðs.
 
b. Lagt var fram minnisblað vegna sameiningaráforma slökkviliðanna á höfuðborgarsvæðinu dagsett 25. febrúar 2000.
 
c. Lögð var fram greinargerð SSH dagsett 9. febrúar 2000 varðandi akstur fatlaðra grunnskólanema og skjólstæðinga Styrktarfélags vangefinna árið 1999.

8 .   Högni Óskarsson spurði hvort gengið hefði verið formlega frá samþykki  
       byggingarnefndar vegna niðurrifs á frystigeymslu á Hrólfskálamel.

       Bæjarstjóri kannar málið.

 
  Fundi var slitið kl.17.22. Álfþór B. Jóhannsson


  Sigurgeir Sigurðsson (sign)    Erna Nielsen (sign)
  Jens Pétur Hjaltested (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign), Inga Hersteinsdóttir (sign)
  Högni Óskarsson (sign).Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?