Fara í efni

Bæjarstjórn

507. fundur 19. janúar 2000


Miðvikudaginn 19. janúar 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir,  Sigrún Edda Jónsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.      
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Í upphafi fundar minntist forseti bæjarstjórnar Magnúsar Georgssonar,
framkvæmdastjóra íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness sem andaðist 18. þ.m.
með eftirfarandi orðum.
 „Mig langar að minnast Magnúsar Georgssonar, framkvæmdastjóra íþróttamiðstövarinar, sem lést í gær. Magnús hóf störf hjá bæjarfélaginu 1968 sem forstöðumaður íþróttahússins og starfaði því hjá okkur í 32 ár.
 Magnús var kær vinur, góður félagi og alveg einstakur starfsmaður. Við munum sakna þess að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Það segir oft, að maður komi í manns stað en ég held að það komi aldrei annar Magnús.
 Bæjarstjórn Seltjarnarness sendir eiginkonu hans og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur og rís úr sætum og heiðrum minningu hans“.
 
1. Lögð var fram til fyrri umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar árin 2001-2003.        
Jafnframt var lögð fram greinargerð bæjarstjóra og gerð hann grein fyrir áætluninni
Til máls tók Högni Óskarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu á næsta fundi.

2. Lögð var fram 751. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness  dagsett 12. janúar 2000 og var hún í 6 liðum.       
Bæjarstjórnarmenn minntust Stefáns Ó Stefánssonar aðalfulltrúa í byggingarnefnd en hann andaðist 23. desember 1999.
             
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson. 
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.                   
 
3. Lögð var  fram 52. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 29. desember 1999 og var hún í 4 liðum.  
Til máls tóku Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson. .    
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 
 
4. Lagðar voru fram 15. og 16 fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness og var hvor um sig í 4 liðum.  
Til máls tóku Högni Óskarsson og  Sigrún Edda Jónsdóttir 
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta, en fallið hefur niður að bóka afgreiðslu á erindi Tónlistarskólans sbr. lið 2 og verður það leiðrétt.  

5. Lögð var fram 11. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett   20. desember 1999 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 200. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett  9. desember 1999 og var hún í 4 liðum.
Fundrgerðin  gaf ekki tilefni til samþykktar. 

7. Lögð var fram fundargerð almannavarnanefndar K.M.R.S. dagsett 15. október 1999,
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 154. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 16. desember 1999 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin  gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.   Erindi  
a. Lagt var fram bréf Umhverfisráðuneytisins dagsett 17. desember
1999 þar sem vakin er athygli  á lögum nr.  59/1999  um breytingu á lögum hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
 
 b.  Lagt var fram bréf Dóms og kirkjumálaráðuneytisins dagsett 
     7. desember 1999 um löggæslumál.
 
 c.  Lagt var fram bréf Paamiut Kommuuniat dagsett 16. desember
     1999 þar sem þakkaðar eru móttökur fulltrúa frá Paamiut í
     heimsókn þeirra til Seltjarnarness í 48. viku 1999.

d. Lagt var fram bréf Þroskahjálpar dagsett 9. desember 1999 ásamt ályktunum samþykktum á Landsþingi Þroskahjálpar 14-16 október 1999.                      .      
 Ályktanirnar verða sendar viðeigandi nefndum.
   
     e.   Lagðar voru fram dagsetningar bæjarstjórnarfunda 2000. 
   
10. Fulltrúar Neslistans tilnefndu Stefán Bergmann sem aðalfulltrúa í     Heilbrigðisnefnd í stað Katrínar Pálsdóttur sem látið hefur af störfum, og Þorvald Árnason, Skólabraut 2 sem varafulltrúa í sömu nefnd.
 Ennfremur var Sigrún Benediktsdóttir, Sólbraut 13, tilnefnd sem aðalfulltrúi í Skipulagsnefnd í stað Katrínar.

  Fundi slitið kl.17:55 Álfþór B. Jóhannsson
  Sigurgeir Sigurðsson (sign)    Erna Nielsen (sign)
  Inga Hersteinsdóttir (sign)   Jens Pétur Hjaltested  (sign)
  Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
  Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?