Fara í efni

Bæjarstjórn

505. fundur 24. nóvember 1999

Miðvikudaginn 24. nóvember 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Jens Pétur Hjaltested. 
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 
1. Lögð var fram til  fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2000.         
Jafnframt voru lagðar fram 276. og 277. fundargerðir Fjárhags-og launanefndar dagsettar 16. og 19. nóvember 1999 og voru þær í 1 og 4 liðum.                 
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri fór yfir áætlunina og gerði grein fyrir henni og lagði fram greinargerð með fjárhagsáætluninni.
Tekjur eru áætlaðar kr. 920.800.000,- gjöld eru áætluð 834.445.000,- og til eignabreytinga eru kr. 86.355.000,-
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu 15. desember 1999.
Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
Álagningareglur voru samþykktar samhljóða sem hér segir:
        a.   Gjalddagar  fasteignagjalda  2000 verða  5, þ.e. 15. dag janúar,   
                febrúar, mars, apríl og maí mánaðar.
b. Álagning útsvars verður 11,24%.
c. Álagning fasteignagjalda verður 0,375 af matsverði   íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1,12% af atvinnuhúsnæði og lóð og af óbyggðum lóðum og löndum.
d. Vatnsskattur verður 0,15% af fasteignamati.
e. Urðunargjald verður kr. 4.000 pr. íbúð.
f. Sorphreinsunargjald verður kr. 800, pr. íbúð.
g. Niðurfelling fasteignagjalda hjá elli og örorkulífeyrisþegum.
hjá einstaklingum:
Með tekjur allt að kr. 1.126.500,- 100% niðurfelling og lækkar niðurfelling fasteignagjaldenda  um 1% stig fyrir hverjar  kr. 4.250,- sem tekjur hækka og fellur alveg niður ef tekjur fara yfir kr. 1.547.250,-.
hjá hjónum:
Með tekjur allt að kr. 1.408.600,- 100% niðurfelling og lækkar niðurfelling fasteignagjaldanna um 1% stig fyrir hverjar kr. 4.250,- sem tekjur hækka og fellur alveg niður er tekjur fara yfir 1.829.350,-
          
2. Samþykkt var að taka til afgreiðslu 49. fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness  dagsett 19. nóvember 1999 og var hún í 5 liðum.       
Jafnframt var lögð fram 35. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 19. nóvember 1999.       
Fundargerð Starfskjaranefndar var samþykkt, samhljóða fundargerð Starfsmenntasjóðs þarf ekki að samþykkja.       
 
3. Lögð var fram 750. fundargerð  Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 24. nóvember 1999 og var hún í 5 liðum.  
Til máls um um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.    
Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 
 
4. Lögð var fram 244. fundargerð Skipulags- umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 18. nóvember 1999 og var hún í 6 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Erna Nielsen. 
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

5. Lögð var fram 152.  fundargerð stjórnar Sorpu   dagsett  11.  nóvember 1999 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 199. fundargerð Bláfjallanefndar  dagsett 11. nóvember 1999 og var hún í 6 liðum.
Jafnframt voru lögð fram fylgiskjöl.
Til máls um fundargerðina tók Arnþór Helgason.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.   
    
7. Lögð var fram 143. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga. dagsett 22. október 1999 og var hún í 15 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram  fundargerð aðalfundar S.S.H dagsett 9. október  1999 og  var hún 15 liðum.

9.  Lögð var fram fundargerð kynningarfundar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett  15. október   1999 og var hún í 4 liðum.

10. Lagðar voru fram fundargerðir samvinnunefndar um svæðisskipulag                    höfuðborgarsvæðisins no. 30 og fundargerð framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins no. 38.

11. Lagt var fram svar félagsmálastjóra Snorra Aðalsteinssonar við              fyrirspurn á bæjarstjórnarfundi 10. nóv. sl. um störf undirnefndar um jafnréttismál
  „Undirnefnd  Félagsmálaráðs um jafnréttismál hefur fundað 5 sinnum á þessu kjörtímabili.
   Nefndin hefur kynnt sér jafnréttisáætlanir í nokkrum byggðarlögum, fengið fulltrúa frá skrifstofu jafnréttismála á fund til að fá fræðslu og upplýsingar um jafnréttismál.
  Stefnt er að gerð jafnréttisáætlunar.  Hún  lítur væntanlega dagsins ljós á næsta ári“.
Með vinsemd
Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri  (sign)

12.   Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra kynnti komu sveitarstjórnarmanna frá Paamiuet Kommuuniat n.k. laugardag og til 3. desember 1999 og lagði fram dagskrá fyrir vikuna.

  Fundi slitið kl.18:30 Álfþór B. Jóhannsson
  Sigurgeir Sigurðsson (sign))    Erna Nielsen (sign)
  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)   Arnþór Helgason  (sign)
  Jónmundur Guðmarsson (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
  Jens Pétur Hjaltested (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?