Fara í efni

Bæjarstjórn

625. fundur 09. nóvember 2005

625. (1551.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 9. nóvember 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 624. fundar var samþykkt.

1.           Lögð var fram fundargerð 360. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. nóvember 2005 og var hún í 12 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 185. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 27. október 2005 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 168. (63.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. október 2005 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 314. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. október 2005 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 67. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 27. október 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð sameiginlegs ársfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., Strætó bs., Sorpu bs. og 29. aðalfundar SHS, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,  dagsett 28. október 2005 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 9. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 18. október 2005 og var hún í 6 liðum.

Þessi fundargerð var afgreidd undir 9. lið 624. fundar bæjarstjórnar.

8.           Lögð var fram fundargerð 51. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs,  dagsett 21. október 2005 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 63. fundar stjórnar Strætó bs.  dagsett 21. október 2005 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 64. fundar stjórnar Strætó bs.  dagsett 26. október 2005 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 218. fundar stjórnar Sorpu bs.  dagsett 21. október 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lagðar voru fram fundargerðir Stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 22. júní 2005 í 3 liðum, dagsett 20. september 2005 sem var málþing í Norræna húsinu, dagsett 5. október 2005 í 6 liðum og fundargerð dagsett 26. október 2005 í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Bæjarstjóri lagði fram minnisblað  frá Tæknideild Seltjarnarnesbæjar dagsett 4. nóvember 2005, varðandi skýrslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um skólpmengun.

14.      Bæjarstjóri lagði fram yfirlit vegna fyrirspurnar um kostnað vegna menningarhátíðar á Seltjarnarnesi.

15.      Bæjarstjóri lagði fram bréf Félagsmálaráðuneytis dagsett 7. nóvember 2005 vegna fyrirspurnar um röð varamanna í nefndum.

 

Fundi var slitið kl.  18:05Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?