Fara í efni

Bæjarstjórn

627. fundur 08. desember 2005

627. (1553.) Bæjarstjórnarfundur. Fimmtudaginn 8. desember 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 8:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

1.          Lögð var fram fundargerð 81. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. desember 2005 og var hún í 4 liðum.

Lögð var fram samkvæmt 2. lið fundargerðarinnar tillaga að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 ásamt athugasemdum og umsögnum Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, Sveitarfélagsins Álftanes, Garðabæjar, Kópavogsbæjar og Fornleifavernd ríkisins.

Á fundinn mætti Hlín Sverrisdóttir frá Alta ehf og kynnti bæjarfulltrúum tillöguna að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 til 2024 eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni í framhaldi af athugasemdum ofangreindra aðila.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, samkvæmt 18. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarfélaga og stofnana sem borist hafa.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

 Fundi var slitið kl.  8:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?