Fara í efni

Bæjarstjórn

629. fundur 18. janúar 2006

Miðvikudaginn 18. janúar 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

 

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

 

Fundargerð 628. fundar samþykkt.

 

1.           Lagt var fram bréf frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness dagsett 18. janúar 2006 vegna samþykktar Fjárhags- og launanefndar þann 10. janúar 2006 um eingreiðslu til starfsmanna.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Fjárhags- og launanefndar.

2.           Lögð var fram til fyrri umræðu langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2007-2009. Bæjarstjóri gerði grein fyrir forsendum og niðurstöðum áætlunarinnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu.

3.           Lögð var fram fundargerð 363. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. janúar 2006 og var hún í 14 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun vegna liðar 8 í fundargerð Fjárhags- og launanefndar.

“Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að öllum bæjarstarfsmönnum yrði afhent gjafakort að fjárhæð kr. 20.000.- sem umbun fyrir vel unnin störf. Sú tillaga og meðfylgjandi greinargerð er ekki bókuð í fundargerðinni, eins og vera ber. Úr því verður að bæta. Fulltrúi Neslistans í nefndinni benti á að ekki væri eðlilegt að bæjarfélag veitti starfsmönnum sínum gjafakort í tilteknum verslunarmiðstöðvum, auk þess sem greiða verður skatt eftirá af kaupaukum sem þessum. Samþykktu nefndarmenn því að fara þá leið sem fulltrúi Neslistans lagði til að greiða öllum starfsmönnum eingreiðslu sem næmi 20.000.- eftir skatta. Gjafakort þau sem búið var að afhenda starfsmönnum leikskólanna voru ekki til afgreiðslu á fundinum, enda lítur bæjarstjóri svo á, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að hann “hafi fjárheimilidir og vald” til að taka ákvarðanir sem þessar.

Fulltrúar Neslista geta ekki fallist á þá skoðun hans og telja afgreiðslu bæjarstjóra á gjafakortunum fádæma stjórnsýslu. Hann telur augljóslega að hann geti upp á sitt eindæmi ráðstafað skatttekjum bæjarsjóðs framhjá bæjarstjórn, og lögboðnum nefndum bæjarins.”

  Guðrún Helga Brynleifsdóttir      Sunneva Hafsteinsdóttir      Árni Einarsson

                     (sign)                                     (sign)                           (sign)

 

 

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

Að gefnu tilefni skal ítrekað að bæjarsjóri féllst á tillögu leikskólastjóra bæjarins í því skyni að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin störf við erfið skilyrði vegna manneklu.

Jónmundur Guðmarsson

(sign)

 

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 82. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2005 og var hún í 8 liðum.

Liður 2 í fundargerðinni samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 171. (66.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. janúar 2006 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

6.           Lögð var fram fundargerð 187. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. desember 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 316. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. desember 2005 og var hún í 5 liðum, ásamt fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dagsett 29. nóvember 2005.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dagsett 29. nóvember 2005.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 10. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 13. desember 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 1. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 3. janúar 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 286. fundar stjórnar SSH  dagsett 12. desember 2005 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 730. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga  dagsett 12. desember 2005 og var hún í 23 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 220. fundar stjórnar SORPU bs.,  dagsett 12. desember 2005 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 68. fundar stjórnar Strætó bs.  dagsett 9. desember 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Tillögur og erindi:

a)     Lögð voru fram drög að fjölskyldustefnu Seltjarnarness ásamt fundargerðum áranna 2004 og 2005 hjá undirnefnd Félagsmálaráðs um fjölskyldustefnu.  

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn þakkar nefndinni fyrir vel unnin störf og beinir því til  Félagsmálaráðs að fá utanaðkomandi sérfræðing til að samræma fyrirliggjandi drög.

b)    Lögð var fram ályktun frá fundi trúnaðarmanna leikskólakennara í 2. svæðadeild Félags leikskólakennara, dagsett 29. desember 2005.

c)     Lagt var fram bréf frá Samiðn dagsett 16. desember 2005 varðandi störf erlendra starfsmanna við framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.

d)    Lögð var fram umsagnarbeiðni Lögreglustjórans í Reykjavík um tækifæris veitingaleyfis fyrir Íþróttafélagið Gróttu vegna þorrablóts í íþróttahúsinu laugardaginn 28. janúar n.k.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitingu þessa.

e)     Lögð var fram eftirfarandi tillaga um breytingu á álagningarstuðli fasteignaskatts fyrir árið 2006.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja til að álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði (A- hluta) árið 2006 verði lækkaður úr 0.30% í 0.24% af fasteignamati.

Greinargerð.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verðmæti fasteigna á Seltjarnarnesi hækkað verulega síðustu misseri. Um áramótin 2005-2006 tók gildi nýtt fasteignamat frá Fasteignamati Ríkisins sem kveður m.a. á um 35% hækkun sérbýlis á Seltjarnarnesi og um 30% hækkun fjölbýlis sem hefði að óbreyttu í för með sér verulega hækkun á útgjöldum heimilanna á Seltjarnarnesi vegna fasteignagjalda eins og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þeirrar áherslu sem Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi hafa lagt á ábyrga fjármálastjórn bæjarins og lágar álögur telja undirrituð að koma eigi til móts við íbúa og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi með frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda þ.a. tekjur bæjarins af fasteignagjöldum verði í samræmi við væntar verðlagsbreytingar á árinu 2006. Eftirspurn eftir húsnæði á Seltjarnarnesi og hækkun fasteignaverðs ber glöggt vitni um öflugt og blómlegt bæjarfélag. Á grundvelli traustrar fjárhagsstöðu bæjarins telja Sjálfstæðismenn mikilvægt að deila þeim ávinningi með skattgreiðendum á Seltjarnarnesi. Fasteignatengdar álögur á Seltjarnarnesi hafa um langt skeið verið með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu og verða það áfram að óbreyttu. Seltjarnarnesbær leggur t.d. ekki á holræsagjald, eitt sveitarfélaga á landinu en það eitt sparar fjölskyldum á Seltjarnarnesi tugi þúsunda í útgjöldum á ári.

                Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                          (sign)                                        (sign)

                Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                          (sign)                                        (sign)

                 

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Neslistans fagna viðsnúningi meirihlutans í þessu máli, en á bæjarstjórnarfundi hinn 23. nóvember sl. felldu Sjálfstæðismenn tillögu Neslistans um að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts í ljósi gríðarlegrar hækkunar á fasteignamati.

Skatttekjur bæjarsjóðs af hverjum íbúa á Seltjarnarnesi eru með þeim allra hæstu á landinu og hafa fjármál bæjarfélagsins einkennst af því. Bæjarfulltrúar Neslista telja óþarft að ganga lengra í þeim efnum og því rétt að láta bæjarbúa njóta þess í formi lækkunar á fasteignasköttum.

Í greinargerð meirihlutans með tillögu um lækkun fasteignaskatta kemur fram að hækkun fasteignaverðs beri glöggt vitni um öflugt og blómlegt bæjarfélag. Það verður að taka hattinn ofan fyrir meirihlutanum, sem hefur með sinni frábæru fjármálastjórn á Seltjarnarnesi, afrekað að hækka fasteignamat á landsvísu um 30-35%.

   Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Sunneva Hafsteinsdóttir  Árni Einarsson

                (sign)                                        (sign)                    (sign)

 

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bent skal á að meirihluti bæjarstjórnarmanna á Seltjarnarnesi hefur leitt umræðu um lágar álögur á íbúa, bæði í útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum. Álagningastuðull fasteignaskatts hefur verið lækkaður í þrígang á innan við ári í þeirri viðleitni meirihlutans til að láta skattgreiðendur á Seltjarnarnesi njóta þess þegar vel árar í rekstri bæjarfélagsins. Sú leið var farin í nóvember að lækka bæði fasteignagjöld og útsvar. Nú er gengið skrefi lengra í ljósi mats Fasteignamats ríkisins og munu fasteignatengdar álögur á eigendur verða hinar lægstu á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar ofangreindrar tillögu.

                Jónmundur Guðmarsson           Ásgerður Halldórsdóttir

                          (sign)                                        (sign)

                Inga Hersteinsdóttir                   Bjarni Torfi Álfþórsson

                          (sign)                                        (sign)

 

 

16.      Tekin var til að afgreiðslu tillaga Neslistans samkvæmt 9. lið 628. fundar bæjarstjórnar, um “mótun heildstæðrar safnastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ”.

Tillagan var samþykkt samhljóða og vísað til Menningarnefndar Seltjarnarness.

17.      Lögð var fram eftirfarandi tillaga að tekjuviðmiðun elli/örorkulífeyrisþega vegna afsláttar á fasteignaskatti árið 2006:

Einstaklingar með heildartekjur allt að kr. 1.573.155.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.160.624.-

Hjón/sambýlisfólk með heildartekjur allt að kr. 2.116.205.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.703.674.-

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

Fundi var slitið kl.  18:25



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?