Fara í efni

Bæjarstjórn

634. fundur 12. apríl 2006

Miðvikudaginn 12. apríl 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

 

Fundargerð 633. fundar samþykkt.

1.           Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2005.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.

Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:    

                                        A-hluti bæjarsjóðs:   Samantekið m/ B-hluta:

Tekjur                                             1.912.319         2.003.596

Gjöld                                              1.575.896         1.634.289

Afskriftir                                              56.229              81.013

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)       46.432            (11.922)

Rekstrarniðurstaða                        326.627           276.372

Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:

                                        A-hluti bæjarsjóðs:    Samantekið m/ B-hluta:

Eigið fé                                            1.960.874         1.805.493

Langtímaskuldir                                 336.684            381.957

Eignir                                           3.033.237        2.961.246

Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk.  3,20 2,30

Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm.  64,65%              60,97%

Veltufé frá rekstri                               339.425            319.735

 

Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason hjá Deloitte mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsetta 12. apríl 2006 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum bæjarfulltrúa. 

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.

Lárus vék af fundi kl 17:43.

2.           Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2005 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.

Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Tekjur                                                   8.148

Gjöld                                                     6.213

Afskriftir                                                3.138

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)     (11.567)

Rekstrarniðurstaða  (Tap)               (12.770)

Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:

Skuldir                                               183.031

Eignir                                              118.304

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sólveig Pálsdóttir og Stefán Bergmann.

Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.

3.           Lögð var fram fundargerð 365. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 21. mars 2006 og var hún í 14 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 87. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 16. mars 2006 og var hún í 12 liðum.  

4.,6.,7.,8. og 10. liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða en hún gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.  

5.           Lögð var fram fundargerð 88. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 6. apríl 2006 og var hún í 11 liðum.  

4. og 8. liðir fundargerðarinnar voru samþykktir samhljóða en hún gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.  

6.           Lögð var fram fundargerð 188. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 9. mars 2006 og var hún í 8 liðum.  

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

7.           Lögð var fram fundargerð 303. (42.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. mars 2006 og var hún í 3 liðum.  

Til máls tóku: Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sólveig Pálsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

8.           Lögð var fram fundargerð 63. fundar stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi,  dagsett 20. mars 2006 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 732. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 24. febrúar 2006 og var hún í 20 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs,  dagsett 15. mars 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 55. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.,  dagsett 17. mars 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lagðar voru fram fundargerðir funda stjórnar STRÆTÓ bs., nr. 72  dagsett 21. mars 2006 sem var í 2 liðum, nr. 73 dagsett 22. mars 2006 sem var í 1 lið og nr. 74 dagsett 3. apríl 2006 sem var í 4 liðum.

Til máls tóku: Sólveig Pálsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lagðar voru fram fundargerðir funda stjórnar SSH., nr. 290. dagsett 22. mars 2006 sem var í 1 lið og nr. 291 dagsett 3. apríl 2006 sem var í 9 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 223. fundar stjórnar SORPU bs. ,  dagsett 27. mars 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Lögð var fram fundargerð 6. fundar Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, dagsett 17. mars 2006 og var hún í 5 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Ingimar Sigurðsson og Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Lagðar voru fram fundargerðir funda Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, nr 250. dagsett 5. október 2005 sem var í 4 liðum, nr. 251. dagsett 26. október 2005 sem var í 5 liðum, nr 252. dagsett 23. nóvember 2005 sem var í 10 liðum, nr 253. dagsett 14. desember 2005 sem var í 8 liðum, nr 254. dagsett 25. janúar 2006 sem var í 6 liðum, nr 255. dagsett 2. mars 2006 sem var í 6 liðum og nr. 256 dagsett 9. mars 2006 sem var í 2 liðum.

Til máls tóku: Ingimar Sigurðsson og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17.      Tillögur og erindi:

a)      Lögð voru fram drög að Fjölskyldustefnu Seltjarnarness með áorðnum breytingum frá því hún var lögð fram á 629. og 633. fundum bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða.

18.      Bæjarfulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að hefja vefvarp frá fundum bæjarstjórnar svo fljótt sem kostur er”.

Greinargerð:

Neslistinn hefur lengi gert kröfu um að útvarpað væri frá fundum bæjarstjórnar til að sinna betur upplýsingaskyldu bæjarstjórnar og færa störf bæjarstjórnar nær íbúunum. Gefin hafa verið fyrirheit í þessa veru nokkrum sinnum en ekkert orðið úr framkvæmdum til þessa. Í tæknivæddu samfélagi gefst nú tækifæri til að gera þetta á einfaldan og hagkvæman hátt með búnaði sem til er í eigu bæjarins. Undirbúning má vinna á skömmum tíma.

Guðrún Helga Brynleifsdóttir       Árni Einarsson       Stefán Bergmann

                     (sign)                                     (sign)                       (sign)

Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar.

 

Fundi var slitið kl.  18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?