Fara í efni

Bæjarstjórn

635. fundur 26. apríl 2006

Miðvikudaginn 26. apríl 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 634. fundar samþykkt.

1.           Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur ársins 2005 fyrir Bæjarsjóðs Seltjarnarness. Þá var lagt fram minnisblað frá Lárusi Finnbogasyni endurskoðanda, dagsett 18. apríl 2006, þar sem gerð er smávægileg leiðrétting á ársreikningnum, sem hefur áhrif á nokkrar kennitölur.

Engin breyting er á rekstrarreikningnum en niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi eftir leiðréttingu, í þúsundum króna:

                                        A-hluti bæjarsjóðs:    Samantekið m/ B-hluta:

Eigið fé                                            1.960.874         1.805.493

Langtímaskuldir                                 336.684            381.957

Eignir                                           3.066.156        2.944.166

Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk.  2,91 2,13

Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm.  63,95%              60,30%   

Veltufé frá rekstri                               339.425            319.735

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ársreikningur fyrir árið 2005 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:

“Fjárhagur Seltjarnarnesbæjar stendur á traustum grunni og hefur styrk fjármálastjórn verið aðalsmerki bæjarins um langt skeið. Ársreikningur bæjarsjóðs árið 2005 ber með sér að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila einni bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins. Um leið hafa skattgreiðendur notið góðrar fjárhagsstöðu bæjarins með lækkun álagna. Álagningarstuðlar fasteignaskatta og vatnsskatts voru lækkaðir tvívegis á síðasta ári  og njóta Seltirningar nú lægstu fasteignatengdra álagna á höfuðborgarsvæðinu og á meðal stærri sveitarfélaga. Ákvörðun um lækkun útsvars úr 12, 46% í 12.35% af tekjum var tekin undir lok síðasta árs og kemur skattgreiðendum til góða frá og með þessu ári. Útsvar á Seltjarnarnesi er nú lægst á meðal stærstu sveitarfélaga landsins og allt að 5% lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja árið 2005 námu rúmum 2000 mkr. og vaxa um 18% milli ára. Gjöld samstæðunnar reyndust hins vegar einungis 5% hærri en áætlað var og eru gjaldaliðir í mjög góðu samræmi við fjárhagsáætlun.

Óhætt er að fullyrða að fjárhagsleg afkoma bæjarins hafi sjaldan eða aldrei verið betri en á síðasta ári. Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs fyrir árið 2005 nam þannig rúmum 326 milljónum króna og samstæðunnar allrar rúmum 276 milljónum króna. Tekjur ársins jukust þannig verulega umfram vinnubragða yfirstjórnar Seltjarnarnesbæjar við gerð fjárhagsáætlana. Ljóst er því að stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins og afkoma hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.

Ber þessi niðurstaða einnig vitni um verulegan bata í afkomu bæjarsjóðs og samstæðunnar í heild á milli ára. Rekstrarhagnaður bæjarsjóðs árið 2005 nam því tæpum 327 mkr. sem eru um 188% meiri hagnaður en árið 2004. Góður árangur náðist einnig í rekstri samstæðunnar í heild en á síðasta ári nam hagnaður samstæðu rúmum 276 mkr. sem er einnig verulega betra en árið 2004.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri bæjarsjóðs tæpum 340 milljónum króna og styrkist um rúm 63% á milli ára. Þessi sterka staða varpar skýru ljósi á bolmagn bæjarins til framkvæmda og fjárfestinga, án skuldsetningar, sem hefur að líkindum aldrei verið meira. Veltufé frá rekstri í samstæðu hækkar einnig á milli ára eða um 60%. Veltufjárhlutfall bæjarins styrktist þannig enn á milli áranna 2004 og 2005 og hækkaði úr 2.13 í árslok 2004 í 2.91 í árslok 2005. Hlutfallið er því verulega hærra en æskilegt lágmark sem almennt er álitið um  1,0.  Það er því óhætt að segja að vel hafi tekist til í rekstri bæjarins á síðasta ári þrátt fyrir að framkvæmdir á hans vegum hafi sjaldan verið meiri og tæplega 190% meira fé varið til fjárfestinga en árið 2004 eða alls um 254 mkr. Jafnframt hækkar handbært fé frá rekstri um 210% á milli ára, vex úr 87 mkr. árið 2004 og í 270 mkr árið 2005. Veruleg hækkun á handbæru fé er einnig að finna í samstæðureikningi bæjarins þar sem hækkunin nemur tæpum 170% á milli áranna 2004 og 2005.

Fjármögnunarhreyfingar námu samtals um 77 mkr. og er um að ræða áframhaldandi niðurgreiðslu langtímalána og skuldbreytingu óhagstæðra skammtímalána Hrólfsskálamels sem bæjarsjóður yfirtók ásamt eignum félagsins í árslok 2004.

Efnahagur Seltjarnarnesbæjar undirstrikar trausta fjárhagsstöðu bæjarins. Eignir bæjarsjóðs vaxa um rúmar 366 mkr. á milli ára, úr rúmum 2.700 mkr. árið 2004 í 3.066 mkr. árið 2005 eða um tæplega 14% og samstæðu um rúmlega 11%. Eigið fé bæjarsjóðs hækkar um tæpar 330 mkr. milli ára og var um 1.960 mkr. í árslok 2005. Eigið fé bæjarsjóðs óx því um rúmlega 20%, sem merkir rúmlega 15% raunávöxtun eiginfjár þegar mið er tekið af verðbólgu síðasta árs. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs í árslok var 63,95% en samstæðunnar 60,30%. Langtímaskuldir bæjarins og samstæðu hafa farið hratt lækkandi síðustu ár og nema nú um 336 mkr. og lækka á milli ára.

Niðurstaða endurskoðenda bæjarins, Deloitte í endurskoðunarskýrslu er meirihluta Sjálfstæðisflokks í senn ánægjuefni og hvatning til að halda áfram á sömu braut  -  en þar segir m.a. að  “.... allar kennitölur beri með sér trausta fjárhagsstöðu og rekstur.”.

Vert er að minna á að þessi niðurstaða er í fullu samræmi við niðurstöðu sjálfstæðrar úttektar Grant Thornton endurskoðunar á fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar sem gerð hefur verið árlega frá árinu 2002.

Mikilvægur þáttur í fjármálastjórn núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks er það yfirlýsta markmið að bæjarstjórn veiti íbúum lögbundna þjónustu á sem bestum kjörum frekar en með öðrum og skammsýnni ráðum svo sem lántökum eða hækkun skatta. Þegar litið er yfir farinn veg á kjörtímabilinu sem er að líða blasir við að þessi fyrirætlun hefur tekist og á ríkan þátt í velgengni bæjarins í samanburði við önnur sveitarfélög.

Dæmin sanna að traustur rekstur sveitarfélaga er ekki sjálfgefinn, heldur veltur á stefnufestu og glöggri sýn á langtímahagsmuni bæjarbúa. Meirihluti Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi hefur ávallt einbeitt sér að því að lágmarka álögur á skattgreiðendur en veita um leið samkeppnisfæra þjónustu. Útsvar hefur hvergi verið lækkað nema á Seltjarnarnesi hin síðari ár og er nú það lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður Seltirninga vegna fasteignatengdra gjalda er sá lægsti á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og mikil eftirspurn eftir búsetu í sveitarfélaginu hefur margfaldað verðmæti fasteigna á Seltjarnarnesi. Engu að síður hefur rekstur bæjarins aldrei skilað meiri afgangi og skuldir bæjarsjóðs eru óverulegar í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög. Á sama tíma liggur fyrir staðfesting þess að yfirgnæfandi meirihluti íbúa á Seltjarnarnesi eða um 85% eru ánægð með margháttaða þjónustu og enn fleiri þegar litið er til einstakra þjónustuþátta svo sem leikskóla og grunnskóla og æskulýðsstarfs.

Í lok kjörtímabils blasir við að vandfundið er það sveitarfélag hérlendis sem getur státað af jafn styrkri stöðu og er betur í stakk búið til að svara óskum bæjarbúa um aukin lífsgæði og fjölbreytta og öfluga þjónustu.”

     Jónmundur Guðmarsson                Ásgerður Halldórsdóttir

                   (sign)                                              (sign)

     Inga Hersteinsdóttir                        Bjarni Torfi Álfþórsson

                   (sign)                                              (sign)

 

2.           Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur ársins 2005 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ársreiknigur fyrir árið 2005 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

3.           Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2005.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

4.           Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2005.

5.           Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2005.

6.           Lagður var fram ársreikningur Hrólfskálamels ehf. fyrir árið 2005.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

7.           Lögð var fram fundargerð 366. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 11. apríl 2006 sem var í 6 liðum, ásamt samningi Seltjarnarnesbæjar og ÍAV um sölu eignaréttar á Lýsislóð og Hrólfskálamel.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Inga Hersteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Samningur við IAV samkvæmt 1. lið fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 189. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 6. apríl 2006 og var hún í 7 liðum.  

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

9.           Lögð var fram fundargerð 70. fundar Menninganefndar Seltjarnarness, dagsett 28. mars 2006 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Vegna 3. liðar fundargerðarinnar um mótun safnastefnu, lítur Bæjarstjórn Seltjarnarness þannig á að verkefni Menningarnefndar Seltjarnarness sé að móta heildstæða menningarstefnu sem jafnframt taki til mótunar heildstæðra safnastefnu fyrir Seltjarnarnesbæ eins og fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar 18. janúar 2006.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

10.      Lögð var fram fundargerð 71. fundar Menninganefndar Seltjarnarness, dagsett 21. apríl 2006 og var hún í 1 lið.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn fellst á verkefnið fyrir sitt leyti og felur Menningarnefnd Seltjarnanress í samráði við Umhverfisnefnd Seltjarnarness að útfæra samkomulag um verkefnið við listamennina.

Fundargerðinni vísað til Umhverfisnefndar til upplýsinga.   

11.      Lögð var fram fundargerð 304. fundar 304. (43.) Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 25. apríl 2006 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

12.      Lögð var fram fundargerð 64. fundar Stjórnar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 10. apríl 2006 og var hún í 3 liðum.  

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 224. fundar stjórnar SORPU bs.,  dagsett 10. apríl 2006 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14.      Lögð var fram fundargerð 215. fundar Launanefndar sveitarfélaga,  dagsett 22. mars 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Lögð var fram fundargerð 733. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga,  dagsett 24. mars 2006 og var hún í 17 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis,  dagsett 11. apríl 2006 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17.      Tillögur og erindi:

a)      Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans samkvæmt 18. lið 634. fundar bæjarstjórnar, um netvarp frá fundum bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og bæjarstjóra falið að efna hana.

 

Fundi var slitið kl.  18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?