Fara í efni

Bæjarstjórn

636. fundur 10. maí 2006

Miðvikudaginn 10. maí 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 635. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram fundargerð 175. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 24. apríl 2006 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

2.           Lögð var fram fundargerð 190. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 27. apríl 2006 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Ingimar Sigurðsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.  

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.    

3.           Lögð var fram fundargerð 75. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.,  dagsett 28. apríl 2006 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Fundi var slitið kl.  17:28Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?