Fara í efni

Bæjarstjórn

639. fundur 28. júní 2006

Miðvikudaginn 28. júní 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 638. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram til síðari umræðu breytingatillaga á 51. gr. bæjarmálasamþykktar, samkvæmt 3. lið 638. fundar bæjarstjórnar.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn samþykkir breytingatillöguna samhljóða.

2.           Lögð var fram fundargerð 92. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. júní 2006 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 225. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 12. júní 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 76. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 12. júní 2006 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð Stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 18. maí 2006 og var hún í 9 liðum.

Fundargerðin áður lögð fram á 638. fundi bæjarstjórnar og gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 217. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 14. júní 2006 og var hún í 10 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

7.           Tillögur og erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá stjórn Læknafélags Íslands, dagsett 26. apríl 2006, varðandi Lækningaminjasafn í Nesi við Seltjörn.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Lárus B. Lárusson.

Bæjarstjóra falið að eiga viðræðu við hlutaðeigandi aðila.

8.    Eftirtaldir fulltrúar eru kjörnir í stjórn SSH.

Aðalmaður: Jónmundur Guðmarsson, Nesbala 12. (sjálfkjörinn)

Varamaður: Ásgerður Halldórsdóttir, Bollagörðum 1.

Fundi var slitið kl.  17:10



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?