Miðvikudaginn 10. nóvember 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 275. fundargerð fjárhags-og launanefndar Seltjarnarness dagsett 3. nóvember 1999 og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
2. Lagðar voru fram 47. og 48. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 28. október og 3. nóvember 1999 og voru þær í 3 og 2 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
3. liður c í 47. fundargerðinni var samþykktur samhljóða aðrir liðir fundargerðanna gáfu ekki tilefni til samþykkis.
3. Lögð var fram 250. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 3. nóvember 1999 og var hún í 8 liðum.
Jafnframt var lögð fram fundargerð samráðshóps um áfengis-og vímuvarnir dagsett 11. október 1999.
Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra vegna 8 liðs fundargerðar Félagsmálaráðs frá 3. nóvember 1999.
„Hve marga fundi hefur undirnefnd Félagsmálaráðs um jafnréttismál haldið á þessu kjörtímabili?
Hvenær er von á að Jafnréttisáætlun Seltjarnarness verði tilbúin til umfjöllunar í bæjarstjórn?
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað í upphafi kjörtímabilsins að skipa ekki sérstaka jafnréttisnefnd. Félagsmálaráði Seltjarnarness var falið að skipa undirnefnd um jafnréttismál og ákveðið var að þessi undirnefnd ætti að semja jafnréttisáætlun fyrir Seltjarnarneskaupstað.
Fulltrúar Neslistans voru á móti þessari tilhögun. Við töldum rétt að skipa ætti sérstaka nefnd um þennan málaflokk eins og flest sveitarfélög af okkar stærð gera.
Svar óskast á næsta fundi bæjarstjórnar 24. nóvember 1999”.
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson(sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 129. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 20. október 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 7. fundargerð Gróttunefndar dagsett 25. október 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 17. fundargerð ÆSÍS dagsett 2. nóvember 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram 198. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 14. október 1999 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lagðar voru fram 210. og 211. fundargerðir stjórnar SSH dagsettar 24. september og 22. október 1999 og voru þær í 1 og 6 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
9. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Varnan-öryggisþjónustu dagsett 25. október
1999 ásamt tilboði um öryggisgæslu á Seltjarnarnesi
Til máls um erindið tóku Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jónmundur
Guðmarsson.
b. Lagt var fram bréf Landgræðslu ríkisins dagsett 21. október 1999 um landspjöll vegna torffæruhjóla.
c. Lagt var fram bréf „Ný Dögun” samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð dagsett 20. október 1999.
Bréfinu var vísaað til félagsmálaráðs.
10. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri kynnti dagskrá opnunar og vígslu
nýbyggingar íþróttahúss 18. nóvember 1999 kl. 17:00-18:30.
11. Lögð var fram umsókn um bráðabirgða vínveitingaleyfi fyrir „Old boys” í handknattleik föstudaginn 19. nóvember 1999 í Félagsaðstöðu Gróttu í íþróttamiðstöðinni v. Suðurströnd.
Umsóknin var samþykkt samhljóða enda verði reykingar bannaðar í húsinu.
12. Lagt var fram bréf Jónmundar Guðmarssonar dagsett 10. nóvember 1999 þar sem hann fer þess á leit að verða veitt leyfi frá störfum í bæjarstjórn Seltjarnarness sem og frá öðrum trúnaðarstörfum á vegum Seltjarnarnesbæjar frá 1. janúar árið 2000 og til 1. ágúst 2000.
Veiting leyfisins var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, Jónmundur Guðmarsson sat hjá og var Jónmundi óskað velfarnaðar í nýja starfinu sem hann tekur við.
13. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Neslistans um vinnustofur á Hrólfskálamel.
Um mitt síðasta kjörtímabil stofnaði Seltjarnarnesbær einkahlutafélagið Hrólfskálamel ehf. til að kaupa og reka eignir á Hrólfskálamel sem áður voru í eigu Asíaco félags í eigu Kjartans Jóhannssonar og Kjartans Kjartanssonar. Í fyrstu stjórn félagsins voru bæjarstjóri, form fjárhagsnefndar og fulltrúi minnihluta (þá Eggert Eggertsson). Félagið leigði út allt húsnæðið m.a. Bónus, Bílabúð Benna, Ræktinni og síðan eftir auglýsingu 6 vinnustofur á efri hæð Suðurstrandar 2. Umsóknir bárust frá sex listamönnum um leigu og fengu allir sem sóttu um. Spurt er:
1. Stjórn Hrólfskálamelar ehf.
2. Leiga er greidd. Byrjunarleiga var 10.000,-p.m. (nú um 13.500)
3. Samningur er ótímabundinn en lengst til 2006.
4. 6.
5. Seltirningum sem starfa að listum.
Bæjarstjóri.
Fundi slitið 18:08 Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Högni Óskarsson (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Jónmundur Guðmarsson(sign)