Fara í efni

Bæjarstjórn

503. fundur 27. október 1999

503.(1429) Bæjarstjórnarfundur.

Miðvikudaginn 27. október 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Arnþór Helgason,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir  og Jónmundur Guðmarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 

1. Lögð var fram 243. fundargerð Skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 14. október 1999 og var hún í 7 liðum.  
Til máls um fundargerðina tóku Erna Nielsen,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Jónmundur Guðmarsson,  Inga Hersteinsdóttir.    
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.   
 
2. Lögð var fram 46. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 18. október   1999  og var hún  í 8 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.   
 
3. Lögð var fram 6. fundargerð undirbúningsnefndar fyrir framtíðarstarfsemi í Gróttu dagsett 4. október 1999.    
Til máls um fundargerðina tók Jens Pétur Hjaltested. 
        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 151. fundargerð stjórnar Sorpu  dagsett 7. október 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.  

 
5. Lögð var fram 9  fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis  dagsett  18. október 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson.  
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Erindi:    
a. Lagt var fram bréf Kristnihátíðarnefndar dagsett 15. október 1999.       
b. Lagt var fram yfirlit vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins um skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 30. septeber 1999.


7. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri kynnti dagskrá fjármálaráðstefnu   Sambands ísl. sveitarfélaga 28. – 29. október 1999.

8. Erna Nielsen, forseti bæjarstjórnar kynnti dagskrá ráðstefnu       „Lífsskilyrði og atvinnuhættir á höfuðborgarsvæðinu á næstu öld - hvert stefnir”.    


9.  Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra.

„Á síðasta kjörtímabili voru innréttaðar nokkrar vinnustofur fyrir listamenn á efri hæð skemmunnar þar sem Bónus er til húsa.        Framkvæmdir þessar voru á vegum Seltjarnarnesbæjar. Óljóst er hver hefur með þessar vinnustofur að gera á vegum bæjarins. Nú þegar erindisbréf menningarnefndar er í vinnslu hjá formanni menningarnefndar og bæjarstjóra er eðlilegt að skoða hvort ekki eigi að að fela menningarnefndinni umsjón með þessum vinnustofum.  En þar sem vinnustofunum hefur verið úthlutað er eðlilegt að fá ákveðnar upplýsingar:

     1)  Hver sá um að úthluta þeim?
 2)  Er borguð leiga? Ef svo er hve há er hún?
    3)  Eru einhver tímamörk á leigusamninginum?
4) Hve margar vinnustofur eru þarna?
5) Hverjum stendur til boða að fá leigða vinnustofu?
 Svör óskast skriflega á næsta fundi bæjarstjórnar 10. nóvember”.
 Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason  (sign

Fundi slitið 17:42 Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson   (sign)  Erna Nielsen  (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)   Inga Hersteinsdóttir (sign) 
Högni Óskarsson (sign)    Jens Pétur Hjaltested (sign)  
Jónmundur Guðmarsson(sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?