Fara í efni

Bæjarstjórn

502. fundur 13. október 1999

Miðvikudaginn 13. október 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Högni Óskarsson,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

 

1. Lögð var fram 249. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 7. október 1999 og var hún í 8 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson,  Sigurgeir Sigurðsson.    
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.   
 
2. Lagðar voru fram 273. og 274. fundargerðir Fjárhags-og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 28. september og 6. október 1999  og voru þær í 1 og 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.   
 
3. Lögð var fram 749. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 13. október 1999  og var hún í 5 liðum.    
Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson. 
        Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

4. Lögð var fram 45. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness  dagsett 4. október 1999 og var hún í 8 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fulltrúar Neslistans leggja fram  eftirfarandi bókun vegna 5. liðar a)  í fundargerð skólanefndar frá 4. október 1999:

“Fulltrúar Neslistans taka heilshugar undir bókun leikskólakennara á Mánabrekku varðandi framgöngu bæjaryfirvalda bæði í fjölmiðlum og á  fundum í tengslum við gjaldskrárhækkun á leikskólum bæjarins.
Kjör leikskólakennara og launabarátta var á ósmekklegan hátt dregin inn í umræðuna”.  

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Högni Óskarsson  (sign)
 
5. Lagðar voru fram 13. og 14.  fundargerðir Menningarnefndar Seltjarnarness  dagsettar  9. og 30. september 1999 og voru þær í 4 og 2 liðum.
Jafnframt var tekið með undir þessum lið erindi Menningarborgar 2000 sbr. 10. lið fundarboðs.
Til máls um erindið tóku, Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested.
Samþykkt var að taka þátt í samvinnu  við M2000 og benda á Gróttu og fræðasetur  þar.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
Bæjarstjóra var falið að hafa   samband við  Menningarnefndina  og gera henni grein fyrir þeim umræðum sem fram fóru á fundinum um lið 1.a. í fundargerðinni frá 30. september 1999.

6. Lögð var fram 19. fundargerð Húsnæðisnefndar Seltjarnarness, dagsett 29. september 1999. og var hún í 3 liðum.     
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.     Lagðar voru fram 14. og 15. fundargerðir ÆSÍS dagsettar 28. september    
        og 6. október 1999 og var hvor um sig í 2 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 8. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis 20. september 1999  og var hún í  5 liðum.
Jafnframt var lögð fram til síðari umræðu gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar en gjaldskráin var samþykkt samhljóða.

9. Lögð var fram 209. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 17. september
1999 og var hún í 5 liðum.      
 Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson og Erna Nielsen.     

10. Erindi:    
a. Lagt var fram bréf nefndar sem endurskoða á tekjustofna sveitarfélaga  dagsett 8. september 1999.     
Bréfinu var vísað til fjárhags-og launanefndar.

b. Lagt var fram bréf Fjáreigendafélags Reykjavíkur og Sauðfjáreigendafélags Kópavogs, dagsett 2. október 1999  varðandi landspjöll í Fóelluvötnum.       


Fundi slitið 18:15 Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson   (sign)  Erna Nielsen  (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)   Inga Hersteinsdóttir (sign) 
Högni Óskarsson (sign)    Jens Pétur Hjaltested (sign)  
Jónmundur Guðmarsson(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?