Miðvikudaginn 23. ágúst 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 639. fundar samþykkt.
1. Lögð var fram fundargerð 369. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. júlí 2006 og var hún í 14 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Liður 2 í fundargerðinni var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykkis.
2. Lögð var fram fundargerð 93. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 13. júlí 2006 og var hún í 11 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson
Liðir 5 og 6 voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 94. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 17. ágúst 2006 og var hún í 16 liðum.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.
Liðir 8 og 10 voru samþykktir samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi tillögu vegna erindis Þyrpingar hf. sem fjallað var um á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar 17. ágúst 2006.
“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela Skipulags- og mannvirkjanefnd að móta tillögu um skipan samráðshóps til þess að vanda megi sem mest mat á valkostum og hugmyndum sem upp hafa komið varðandi staðsetningu á þjónustu og verslun í bæjarfélaginu. Tryggja þarf víðtækt samráð við íbúa bæjarins um skipulagsmál af þessu tagi sem mundi hafa afar afdrifarík áhrif á þróun bæjarins.”
Greinargerð: Erindi Þyrpingar um leyfi til landfyllingar við Norðurströnd og byggingu nýrra Hagkaups- og Bónus verslana þar er vandmeðfarið. Erindið samrýmist ekki ný samþykktu aðalskipulagi Seltjarnarness og hefur áhrif á mótun miðsvæðis og hlutverk Eiðistorgs í bæjarmyndinni.
Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign)
Afgreiðslu á tillögunni frestað til næsta fundar.
4. Lögð var fram fundargerð 192. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. júní 2006 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
5. Lögð var fram fundargerð 307. (1.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 27. júní 2006 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
6. Lögð var fram fundargerð 308. (2.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 10. ágúst 2006 og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Bæjarfulltrúar Neslista leggja fram eftirfarandi bókun í bæjarstjórn 23. ágúst vegna 308. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, lið 1.
“Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 24. maí var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis “að fela Æskulýðs- og íþróttaráði undirbúning nauðsynlegrar stækkunar á aðstöðu fimleikadeildar Gróttu. Tillaga skal lögð fram fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 15. ágúst 2006”.
Á fundi sínum 10. ágúst s.l. samþykkir meirihluti Sjálfstæðismanna ÆSÍS. umsögn um minnispunkta vinnuhóps um aðstöðu fimleikadeildar sem birt er í umræddri fundargerð. Bæjarstjórn bað ekki um umsögn og vangaveltur um forgangsröðun verkefna frá ÆSÍS. Bæjarstjórn bað um tillögu vegna nauðsynlegrar stækkunar á aðstöðu fimleikadeildar Gróttu. Þessi vinnubrögð ÆSÍS eru óskiljanleg og ráðið virðist ekki vita í hvaða stöðu það er í innan stjórnsýslu bæjarins. Bæjarfulltrúar Neslista ítreka að Æskulýðs- og íþróttaráð leggi fyrir bæjarstjórn hið fyrsta tillögu um úrbætur á fimleikaaðstöðu við íþróttamiðstöðina, eins og ráðinu var falið á fundi bæjarstjórnar 24. maí sl.”
Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign)
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Bókun Æskulýðs- og íþróttaráðs ber með sér mikinn vilja til þess að bæta aðstöðu til fimleikaiðkunar. Ráðið hefur þegar sett af stað vinnu við mótun tillagna um mögulega kosti í tengslum við deiliskipulag íþróttamiðstöðvarinnar í því skyni og er afrakstur þeirrar viðleitni að vænta á næstu vikum.”
Jónmundur Guðmarsson Ásgerður Halldórsdóttir
(sign) (sign)
Lárus B. Lárusson Þór Sigurgeirsson
(sign) (sign)
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.
7. Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 257. fundar dagsett 10. apríl 2006 sem var í 4 liðum, 258. fundar dagsett 25. apríl 2006 sem var í 11 liðum, 259. fundar dagsett 10. maí 2006 sem var í 6 liðum og 260. fundar dagsett 24. maí 2006 sem var í 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
8. Lagðar voru fram fundargerð stjórnar Strætó bs., 77. fundar dagsett 21. júní 2006 sem var í 4 liðum, 78. fundar dagsett 3. júlí 2006 sem var í 4 liðum og 79. fundar dagsett 11. júlí 2006 sem var í 3 liðum.
Til máls tók: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 293. fundar Stjórnar SSH, dagsett 19. júní 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 294. fundar Stjórnar SSH., dagsett 14. ágúst 2006 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 57. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 23. júní 2006 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 6. fundar ársins 2006 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 12. júlí 2006 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Tillögur og erindi:
a) Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytis dagsett 20. júlí 2006, þar sem það staðfestir breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar, nr. 508/2002, sem gerð var samkvæmt 1. lið á 639. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
b) Lagt var fram bréf frá Fasteigna- og þróunarfélaginu Klasa hf. og Arkitektastofunni arkitektar.is, dagsett 29. júní 2006 varðandi tillögu að íbúða- og þjónustuuppbyggingu við Suðurströnd. (Málsnúmer 2006070004).
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Erindinu var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.
c) Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Lögreglustjóranum í Reykjavík vegna tækifæris veitingaleyfis til Íþróttafélgagsins Gróttu, vegna “Stuðmannaballs” laugardaginn 26. ágúst 2006.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfis þessa.
Fundi var slitið kl. 18:10