Fara í efni

Bæjarstjórn

501. fundur 22. september 1999

Miðvikudaginn 22. september 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir,  Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir. 

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun  vegna fundargerðar 500 fundar  þ. 8. september 1999:

Í 10 lið fundargerðar segir að “starfshópur skipulagsnefndar lagði fram drög að umsögn við tillögur ráðgjafa um svæðisskipulag höfuðborgarinnar”.  Enn fremur segir að drögin hafi verið samþykkt.

Hið rétta er að forseti bæjarstjórnar lagði drögin fram utan dagskrár, í lok fundar, og falaðist eftir samþykki fundarins.  Þessi aðgerð forseta er brot á venjulegum fundarsköpum.  Auk þess er það óvirðing við bæjarstjórn Seltjarnarness að leggja fram jafn mikilvægt mál og þetta til afgreiðslu án þess að það hafi fengið formlega meðferð nefndar né að bæjarfulltrúum hafi gefist nokkur kostur á að kynna sér efnisatriði.  Enda kom í ljós að drögin voru málfræðilega og efnislega hrá og ekki bæjarstjórn til sæmdar að senda umsögn frá sér í þessu formi.

Var ákveðið að gefa bæjarfulltrúum kost á að senda forseta athugasemdir innan tveggja sólarhringa, áður en forseti sendi umsögn til viðkomandi aðila.  Þannig voru drögin ekki samþykkt á fundi bæjarstjórnar. 

Það ber að átelja þessi óvönduðu vinnubrögð.  Er því beint til forseta að fylgja fundarsköpum og að sýna bæjarstjórn þá virðingu sem henni ber í störfum sínum.

Seltjarnarnesi 22. september 1999.
 Högni Óskarsson  (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

1. Lögð var fram 748 fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 15. september 1999 og var hún í 6 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.    
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.   
 
2. Lögð var fram 272. fundargerð Fjárhags-og launanefndar Seltjarnarness dagsett 14. september 1999  og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttiir.
Fundargerðin var samþykkt með 6 atkvæðum Sunneva Hafsteinsdóttir sat hjá.   
 
3. Lögð var fram 14. (231) fundargerð ÆSÍS dagsett 6. september 1999  og var hún í 3 liðum.    
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson,  Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir. 
        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lagðar voru fram 43. og 44. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness  dagsettar 13. og 16. september 1999 og voru þær í 6 og 4 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku  Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin frá 13. september gaf ekki tilefni til samþykktar.
Varðandi 44. fundargerð lið 1. lögðu fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fresta hækkun á leikskólagjöldum um 20% eins og fram kemur í tillögu Fjárhags-og launadeilda og Skólanefndar.  Bæjarstjórn felur Fjárhags-og launanefnda að leita leiða til að fjármagna rekstur leikskólans, skoða annan rekstur bæjarsjóðs vandlega og forgangshraða verkefnum á nýjan leik.  Skatttekjur á íbúa á Seltjarnarnesi eru þær hæstu á landinu og óviðunandi er að þurfa að grípa til þess ráðs að hækka, án fyrirvara sérstaklega skatta 228 barnafjölskyldna hér á Seltjarnarnesi um 35-45 þús.kr. ári.”

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Högni Óskarsson  (sign)
Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2.
44. fundargerðin var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2 og hækka  leikskólagjöld því um 20% frá 1. október 1999.  

5. Lögð var fram 150.  fundargerð stjórnar Sorpu  dagsett 2. september 1999 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lagt fram milliuppgjör fyrir tímabilið 1/1 – 30/6 1999.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram 207. og 208. fundargerðir stjórnar S.S.H dagsettar 21. maí og 3. september 1999. og voru þær í 1 og 6. liðum.   
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

7. Erindi:    
a. Lagt var fram bréf Sólheima dagsett 12. janúar 1999 þar sem óskað er eftir styrk vegna söfnunar fyrir handverkshúss. 
Erindinu var vísað til fjárhags-og launanefndar

b. Lagt var fram bréf S.Á.Á. dagsett 9. september 1999 þar sem ítrekuð er ósk um fjárstuðnings til viðbyggingar v. unglingadeildar við Sjúkrahúsið Vog.     
  Erindinu var vísað til fjárhags-og  launanefndar.

c. Lagt var fram ódagsett bréf Átaksnefndar S.Í.B.S. og stuðningsfélaga þar sem óskað er eftir styrk til landssöfnunarinnar Sigur lífsins. 
Erindinu var vísað til fjárhags-og launanefndar.
 
d. Lagt var fram bréf Fjárhagsnefndar Alþingis dagsett 2. september 1999.


8. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Fundur haldinn í bæjarstjórn Seltjarnarness  þ. 22. september 1999 samþykkir, að gert skuli ráð fyrir fjárveitingu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 til gerðar hringstorgs á mótum Norðurstrandar og Suðurstrandar.

Greinargerð:
Tillaga þessa efnis var flutt af Högna Óskarssyni í skipulags-umferðar-og hafnarnefnd Seltjarnarness þ. 19. ágúst 1999.  Að fenginni umsögn Gunnars Ragnarsson verkfræðings, sem var jákvæð, var tillagan samþykkt í lok  sama árs.  Ekki náðist að tryggja fjárveitingu á fyrir framkvæmdum á árinu 1997 og hefur ekkert gerst í þessu máli síðan.  Forsendur fyrir tillögunni hafa styrkts undanfarin ár   vegna vaxandi umferðarþunga og ekki síst ef af verður rekstri 10-11 búðar við Austurströnd 5”.
Tillagan er því lögð fram aftur til að trygga framkvæmdafé.  Fyrri greinargerð fylgir með, en að öðru leiti vísast til skýrslu Gunnars Ragnarssonar.

Greinargerð frá 19. ágúst 1996:
Lagt er til að gert verði hringtorg við ofangreind gatnamót, svipað hringtorgum, sem gerð hafa verið á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ.  Annað dæmi um velheppnaða útfærslu hringtorgs er á mót-um Borgartúns og Nóatúns í Reykjavík.  Landrými er nægilegt til gerðar hringtorgs, án þess að gengið sé gróflega á aðliggjandi græn svæði.  Ávinnungur er mikill af þessu og eru helstir:

1) Umferðarhraði er mikill um Norðurströnd, og mun algengur hraði bifreiða vera 70-80km/klst.  Skapar þetta hættu strax frá því að komið er inn á Seltjarnarnes um Norðurströnd og allt að Bygggörðum.  Mikilvægt er að draga úr umferðarhraða.  Hringtorg  sem þetta myndi draga úr hraða í báðar áttir.

2) Hringtorgið myndi, með því að draga úr hraða, auðvelda umferð um gatnamót Norðurstrandar og Suðurstrandar, bæði til austurs og vesturs.  Á sama hátt myndi hringtorgið auðvelda inn-og útakstur á Eiðistorg sjálft norðan megin.  Augljóst er hversu mikið öryggisatriði þetta er.

3) Síðast en  ekki síst myndi hringtorgið afmarka skýrar Seltjarnarnes frá Reykjavík. Á torginu sjálfu gæti verið skilti, sem biði vegfarendur velkomna á Seltjarnarnes.  Auk þess gætu verið þar blómaskreytingar, listaverk eða annað, sem yrði bæjarfélaginu til vegsauka.
Seltjarnarnes 22. september 1999.
Högni Óskarsson  (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Tillögunni var vísað til Fjárhags-og launanefnd.
9. Lögð var fram umsögn starfshóps skipulagsnefndar Seltjarnarness um tillögur ráðgjafa um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 9.   september 1999 ásamt bókun Bæjarmálafélagsins.

10. Rætt var um uppákomu á Eiðistorgi sl. laugardag.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson,   Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen og Jens Pétur Hjaltested.
 
 
Fundi slitið 18:30 Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson   (sign)  Erna Nielsen  (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)   Inga Hersteinsdóttir (sign) 
Högni Óskarsson (sign)    Jens Pétur Hjaltested (sign)  
Jónmundur Guðmarsson(sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?