Fara í efni

Bæjarstjórn

500. fundur 08. september 1999

Miðvikudaginn 8. september 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson. 

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lögð var fram 271. fundargerð fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 1. september 1999 og var hún í 2 liðum.
Jafnframt  var lögð  fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir áætlunum, en tekjur eru áætlaðar kr. 877.300.000,- gjald kr. 764.740.000 og til eigna-breytinga kr. 112.560.000,-
Til máls um áætlunina tóku Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson.
Endurskoðaða áætlunin var samþykkt samhljóða.     
Fundargerð fjárhags- og launadeildar var samþykkt samhljóða.
 
2. Lögð var fram 248. fundargerð  Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 3. september  1999 og var hún í 13 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.   
 
3. Lagðar voru fram 41. og 42. fundargerðir Skólanefndar dagsettar 16. og 24. ágúst 1999 og voru þær í 7 og 5 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir.    
        Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.

4. Lögð var fram 128. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness,  dagsett 24. ágúst 1999 og var  hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tók  Jens Pétur Hjaltested.  
Fundargerðin  gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 13. (230) fundargerð Æskulýðs- og Íþróttaráðs Seltjarnarness 17. ágúst 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson  
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 126. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 26. ágúst 1999.    
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

     7.     Lögð var fram fundargerð Heilbrigðisnefndar  Kjósarsvæðis dagsett                 
24. ágúst 1999 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.   Lögð var fram 149. fundargerð Sorpu  dagsett 12. ágúst 1999 og var hún
   í 4 liðum.       
Jafnframt var lögð fram framvinduskýrsla no. 29.
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Erindi:    
a. Lagt var fram Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands um ágóðahlutagreiðslu 1999 að upphæð kr. 2.022.80 m.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn ítreka þá skoðun sína sem sett var fram á síðasta ári að arðgreiðslum E.B.Í. verði varið til brunavarna á Seltjarnarnesi.“ Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Meirihlutinn ítrekar að á meðan brunavörnum er enn ábótavant í byggingum bæjarins fer hærri upphæð en sem nemur arðgreiðslum E.B.Í til þessa málaflokka.

b. Lagt var fram bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dagsett 26. ágúst 1999 um sameiningu Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og Heilsugæslunnar í Reykjavík.
Bæjarstjórn samþykkti sameininguna samhljóða.

c. Lagt var fram bréf Atvinnumiðstöðvarinnar dagsett 30. ágúst 1999 þar sem beðið er um rekstrarstyrk.
Erindinu var synjað samhljóða.
 
d. Formaður skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi bókun:
„Málefni vegna úthlutunar lóðar við Austurströnd 5 hefur verið tekið fyrir á öllum stigum stjórnkerfis bæjarins og málinu lokið af minni hálfu og tekið af dagskrá.“
   Erna Nielsen, formaður  (sign)

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans benda aftur á   að ekki hafa borist nein svör frá formanni skipulagsnefndar varðandi liðar stefnubreytingar hvað varðar ráðstöfun lóðarinnar að Austurströnd 5.
Það er ólýðræðisleg afstaða og gerræðisleg ákvörðun formanns skipulagsnefndar að neita að gefa umbeðnar skýringar Bæjarstjórn á heimtingu á svörun.  Bæjarbúar eiga heimtingu á að allar afgreiðslur bæjarstjórnar og nefndar hennar séu teknar á opinn og lýðræðislegan hátt og forsendur ljósar.  Allt annað rýrir það traust sem ríkja þarf milli stjórnar bæjarfélagsins og bæjarbúa.  Fulltrúar Neslistans munu fylgja þessu eftir.“

 Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson (sign)

Bæjarstjóri flutti dagskrártillögu um að málið yrði tekið af dagskrá og því lokið.
    Bæjarstjóri.
Dagskrártillagan var samþykkt samhljóða.“


10.  Starfshópur Skipulagsnefndar Seltjarnarness lagði fram drög að umsókn við tillögur ráðgjafa  um svæðiskipulag höfuðborgarsvæðisins.      

11.   Erna Nilsen, forseti bæjarstjórnar, kynnti dagskrá aðalfundar S.S.H.  dagana 8. og 9. október 1999.    
 

Fundi slitið 18:50.  Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson   (sign)  Erna Nilsen  (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)   Inga Hersteinsdóttir (sign) 
Högni Óskarsson (sign)    Jens Pétur Hjaltested (sign)  
Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?