Fara í efni

Bæjarstjórn

494. fundur 12. maí 1999

Miðvikudaginn 12. maí 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Lagðir voru fram til síðari umræðu ársreikningar Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja fyrir árið 1998.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir bréfum og athugasemdum kjörinna endurskoðunarmanna bæjarins.
Til máls um reikningana tók Högni Óskarsson.
Reikningarnir voru samþykktir samhljóða og lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun. 
„Fulltrúar Neslistans samþykkja ársreikning 1998 sem rétt fram settan en gera eftirfarandi athugasemdir.
Fulltrúar Neslistans fagna auknum tekjum bæjarsjóðs í formi aukinna útsvarstekna þ.e. 2.5%   aukning, sem er tilkomin vegna hærri tekna bæjarbúa en búist var við.  Útgjöld voru hins vegar vanáætluð og ekki tekið tillit til útgjalda sem voru fyrirséð s.s. auknar lífeyrisgreiðslur, enda var greiðsluafkoma bæjarins lakari um kr. 15 miljónir en reiknað var með.
Rétt er að ítreka þá skoðun Neslistans að þrátt fyrir háar tekjur bæjarsjóðs hefur viðhald eigna verið bágborið og hafa rauneignir bæjarsjóðs því rýrnað undir forystu sjálfstæðismanna.  Ber þó að geta þess að átak er nú hafið í þessum málum.
Láglaunastefna meirihluta sjálfstæðismanna eins og hún snýr að hinum almenna launamanni Seltjarnarnesbæjar er bæjarfélaginu ekki til sóma.  Sama má segja um skort á fjórri hugsun þegar kemur að nýsköpun á sviði æskulýðsmála.
Lág skuldastaða bæjarsjóðs í upphafi reikningsárs var  einungis kosningabrella því frá kosningum hefur skuldahöfuðstóll vaxið úr 218 í 389 miljónir.
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að stjórnun bæjarfélagsins eins og hún kemur fram í ársreikningi mótaðist af kosningaskjálfta„ þ.e. að útgjöld voru vanmetin og lántökum frestað.  Ber að átelja það. “
  Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

2. Lögð var fram 267. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 4. mai 1999 og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sunneva Hafsteinsdóttir,  Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson og Högni Óskarsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna liða 2.c og d í fundargerðinni.
“Fulltrúar Neslistans vekja athygli á því að við samanburð á niðurröðun í launaflokka í Garðabæ og á Seltjarnarnesi kemur í ljós að hér á Seltjarnarnesi er 12 starfsheitum  raðað í lægsta útborgunarflokk.  Á Seltjarnarnesi eru 44.17% af stöðugildum aðila í starfsmannafélaginu í þessum launaflokki.
Í Garðabæ er einungis tveimur starfsheitum raðað í lægsta launaflokk.
Við viljum einnig vekja athygli á því að í þessum láglaunastörfum eru konur í miklum meirihluta sem stunda mikilvæg umönnunarstörf og eru í grunnþjónustu við bæjarbúa.
Það er ljóst að hér er rekin láglaunastefna sem er þessu velstæða sveitarfélagi til vansa.  Það er mikilvægt að Seltjarnarneskaupstaður móti sér starfsmannastefnu og þar verði fjallað um réttindi og skyldur starfsfólks og mótuð ný launastefna.“
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)    Högni Óskarsson  (sign)

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun.
„Vegna bókunar Neslistans er rétt að upplýsa að samningur Starfsmannafélags Seltjarnarness og Launanefndar eru gerðir af aðilum utan bæjarstjórnar  þar sem samningsumboð Seltjarnarness er hjá Launanefnd sveitarfélaga.“
Sigurgeir Sigurðsson  (sign)

 


Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra vegna 267.  fundargerðar Fjárhags- og launa-nefndar lið 2.a.
Ljóst er að undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar á lífeyrismálum nokkurra starfsmanna hjá Seltjarnarnesbæ.
Hvað eru þetta margir starfsmenn og hver eru starfsheiti þeirra ?
Til hvaða samnings er vísað í svari til Magnúsar Georgssonar framkvæmdarstjóra íþróttamiðstöðvar ?
Er hans samningur ólíkur öðrum samningum hvað lífeyrismál varðar ?
Svar óskast á næsta bæjarstjórnarfundi.
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign) Högni Óskarsson  (sign)

3. Lögð var fram 744. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 5. mai 1999 og var hún í 7 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Jens Pétur Hjaltested.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

4. Lögð var fram 227. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 4. mai 1999 og var hún í 2 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 10. fundar Æskulýðs-og íþróttaráðs Seltjarnarness lið 2.
“Fulltrúar Neslistans fagna því að rekstrarsamningur hafi verið gerður við knattspyrnudeild Gróttu um rekstur knattspyrnuvalla.  Það er þó gagnrýni vert að ekki var leitað álits Æskulýðs- og íþróttaráðs á samningum heldur var hann einungis  lagður fram til kynningar.  Það er stefna Neslistans að gera þjónustusamninga en það er mjög mikilvægt að vanda gerð slíkra samninga.  Sveitarfélagið ákveður að taka á sig ákveðnar fjárhagslegar skuldbindingar en gerir kröfu um að fá í staðinn ákveðna skilgreinda þjónustu fyrir alla aldursflokka og bæði kynin.  Samningurinn sem gerður var gildir einungis til haustsins og vonandi verða viðhöfð önnur vinnubrögð í framtíðinni.“
Sunneva Hafsteinsdóttir   (sign)     Högni Óskarsson  (sign)

5. Lögð var fram 43. fundargerð stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness dagsett 6. mai 1999 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram 27-31 fundargerðir Skólanefndar dagsettar 19, 26, 28 apríl og 3. og 4. mai 1999 og voru þær í 3. l, 3, 2, 1 lið.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

7. Lagðar voru fram 9. og 10. fundargerðir Menningarnefndar dagsettar 4. mars og 5. mai 1999. og var hvor um sig í 5 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

8. Lögð var fram 4. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 20. apríl 1999.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 43. fundargerð samstarfsnefndar leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 30. apríl 1999  og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram 196. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 19. apríl 1999 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 137. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 12. apríl 1999 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


12. Lögð var fram 8. fundargerð Samstarfsnefndar Samflots og launa-nefndar sveitarfélaga dagsett 15. apríl 1999 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Erindi:
a. Lagt var fram bréf Málræktarsjóðs dagsett 23. apríl 1999 um     tilnefningu fulltrúa í fulltrúaráð sjóðsins.
 Samþykkt var að tilnefna Jón Jónsson sem fulltrúa Seltjarnarness í fulltrúaráðið.
b. Lagt var fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 3. mai 1999 um að aðalfundur samtakanna hefði verið ákveðinn 9. október n.k.

14. Lagt var fram ódagsett bréf Nýkaupa um breytingu á lyftuhúsinu í húsnæði verslunarinnar við Eiðistorg.
Bréfinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.

15. Lagt var fram bréf Menntamálaráðuneytisins dagsett 7. mai 1999 v. Höllu Ómarsdóttur.
Til máls um bréfið tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bréfinu var vísað til skólanefndar.   

 
Fundi var slitið kl.18:07  Álfþór B. Jóhannsson.

Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Erna Nielsen (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) 
Jens Pétur Hjaltested (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?